Verktækni - 15.08.1991, Síða 42
Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna:
Liður í þróun*
araðstoð
Islendinga
„Nemendur Jarðhitaskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna kynnast íslenskri
sérþekkingu í rannsóknum og nýtingu
jarðhita,“ segir skólastjórinn, Ingvar
Birgir Friðleifsson, jarðfræðingur.
„Skólinn er liður í þróunaraðstoð
íslands.“
Skólinn er í húsnæði Orku-
stofnunar við Grensásveg í
Reykjavík og veggina prýða ljós-
myndir af hópum nemenda frá
ýmsum heimshornum og jafn
ólíkum svæðum og Mið-Ameríku
og Asíu.
Gefum Ingvari Birgi orðið:
„Skólinn er nú á þrettánda starfsári
og má eiginlega segja að hann sé kom-
inn á táningsaldurinn. Tilurð skólans
var með þeim hætti að fyrrum aðal-
ritari Sameinuðu þjóðanna, U Thant,
lagði til snemma á áttunda áratugnum
að Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu há-
skóla. Tillagan grundvallaðist á stofn-
un mjög óvenjulegs háskóla, a.m.k.
samanborið við háskóla í þeirri mynd
sem við þekkjum þá, vegna þess að
hlutverk hans ætti að vera að tengja
saman háskóla og rannsóknarstofnan-
ir út um allan heim. Á þann hátt vildi
U Thant nýta slíkar stofnanir frekar
en að byggja nýjan háskóla með fjöl-
mörgum háskóladeildum." Ingvar
heldur áfram og segir að ísland hafi
verið á meðal aðildarþjóðanna sem
studdu þessa hugmynd U Thants. „Ég
held að ein meginástæða þess hve
hugmyndin féll í góðan jarðveg hjá
íslendingum hafi verið sú að menn sáu
að þarna var ef til vill góður vettvang-
ur til þess að vinna að alþjóðlegri þró-
unaraðstoð — góður vettvangur fyrir
Skólastjóri Jarðhitaskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna, Ingvar Birgir
Friðleifsson.
fámenna þjóð að nýta sérþekkingu
sína og jafnframt að veita þróunarað-
stoð.“
Háskólinn var síðan stofnaður árið
1975 og fljótlega eftir það gerðu ís-
lensk stjórnvöld Sameinuðu þjóðun-
um boð um að ísland væri tilbúið að
Lúðvík Georgsson verkfræðingur með nemendur í kennslustund í segulmæling'
um. KennararJarðhitaskólans eru yfirleitt ekki með fleiri en tvo tilþrjá nemendur
í einu.
42 VERKTÆKNI