Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 51
(Gvendarbrunnarvatn) í hlutföllum einn á móti tveim.
Loks var Gvendarbrunnavatnið prófað eitt sér. Niðurstöð-
Ur urðu þær að þvottur með hreinu hitaveituvatni reyndist
í öllum tilvikum betri og mælingar með litamæli gáfu að
nteðaltali 1,5% meira ljósendurkast í þeim tilvikum. Hins
vegar var það nokkuð óvænt að finna að umrædd blanda af
Litaveituvatni og Gvendarbrunnavatni reyndist lakari en
hreint Gvendarbrunnavatn.
Þá voru gerðar tvær prófanir á ullarprjóni og sambæri-
legri óhreinkun með málningarefnum og áður. Þvottur
rneð hreinu hitaveituvatni reyndist þar 2,6% stigum bjart-
ari en með Gvendarbrunnavatni en blandan 0,5% stigum
síðri.
Nú voru gerðar þrjár prófanir með hvítt ullarprjón, sem
var snjáð vegna vinnslu. Þvottur með hreinu hitaveitu-
vatni reyndist þar 0,6% stigum betri en með Gvendar-
Lrunnavatni en blandan var 0,7% stigum lakari.
Þannig fékkst sú samhljóða niðurstaða að hitaveituvatn-
ið í Reykjavík hefði merkjanlega yfirburði til þvotta saman-
borið við upphitað vatnsveituvatn, en að blanda þessara
tegunda vatns væri síðri til þvotta en þetta vatn hvort í
sínu lagi.
Ennfremur fór fram prófun á mýkt þvegna efnisins. Svo
reyndist að mýktin fylgdi sömu röð og mældur árangur
þvottarins. Þannig að prjónaefni þvegin með hreinu hita-
veituvatni voru mýkst, en síst þau er voru þvegin með
blöndunni, utan þess sem óþvegið efni var síst að þessu
leyti.
Nú var hafist handa með prófanir á vatni í Hveragerði,
þar sem hveravatnið er mun styrkara að efnainnihaldi en
hitaveituvatnið í Reykjavík. Niðurstaða tveggja prófana
sem gerðar voru í Hveragerði var sú, að þvottur með hvera-
vatninu væri 1,6% stigum bjartari en með vatnsveituvatni
þar á staðnum. Mýkt væri einnig meiri í því hveravatns-
þvegna. Þannig sýna niðurstöður sambærilegra prófana að
þar sem 0,6% stigum bjartari þvottur fæst með hitaveitu-
vatni í Reykjavík fæst 1,6% stigum bjartari þvottur í
Hveragerði.
Niðurstöður þessara handvirku prófana með þvott með
lauga- og hveravatni eru þannig jarðhitavatninu mjög í
hag. Að sjálfsögðu tengist slíkt efnasamsetningu vatnsins
og þar er um mikinn mun að ræða, samanber töflu 1.
Aðaleinkenni jarðhitavatnsins borið saman við ferskt
Vatn er að það fyrrnefnda hefir jafnan hærra innihald kísils
(SiOz) og venjulega nokkurt súlfíðinnihald (H2S). Enn-
fremur er jarðhitavatn oft mýkra (minna Ca + Mg) en
ferskt vatn. En hvað veldur þeim mismun í þvottaeigin-
leikum sem fram kemur?
Hér er ekki um mikinn mun að ræða varðandi herkju því
allt þetta vatn má teljast mjúkt vatn. Það er því nánast
útilokað að það valdi þeim mismun sem fram kemur.
Súlfíðinnihald jarðhitavatnsins hefir komið til álita í
bessu sambandi. Vitað er að brennisteinn var notaður við
bvott á ull hér fyrrum. Vænta má að hann hafi þá valdið
°xun og því verkað líkt og milt bleikiefni. Súlfíð er hins
Vegar lægra oxunarstig brennisteins, en um er að ræða í
föstum brennisteini, og er því ekki sennilegt að það verki
SAMI
A IIII
#*ipip
ASEA BROWN BOVERI
TÍÐNIBREYTAR
SAMI MICROSTAR 0,45-3 KW
SAMI MINISTAR 3-5,5 KW
• JOHAN
RÖNNING HF
Sundaborg 15 • 91-814000
VERKTÆKNI 51