Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 15

Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 15
^ Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi hefur verið framleitt vetni í 40 ár með rafgreiningu. (Mynd: Kristján Einarsson.) hefðbundnir eldsneytisgeymar. En fyrst hægt er að nota þá til að geyma Vetni í bílum þá ætti ekki að vera vandamál að nota þá í skipum." — Hvers vegna er það ekki gert/ »Vegna þess að vetni er ennþá 2.5 Slrmum dýrara en olían á heimsmark- aðsverði. Þá er gert ráð fyrir því að raforka til að framleiða vetnið kosti 18 rnills/KWh Það vita hins vegar allir að °lían á eftir að hækka. Reiknað er rneð að tunnan muni kosta 30 dollara urn aldamótin. Það þýðir að hún verð- ur tvöfalt dýrari en núna. Ofan á þetta Verð bætist líklega mengunarskattur sern gæti numið 10 dollurum á tunnu. Það er því aðeins orðin spurning um tnria hvenær vetnisiðnaður í stórum stíl fer af stað.“ Að sögn Braga hefur Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands verið að skoða möguleika á því að nýta jarðhita 1 vetnisframleiðslu. Fyrirtækin Lurgi, Dornier og Robert Bosch hafa verið að Prófa nýja gerð rafgreina sem vinna V'ðhátthitastig, 800-1000°C, oghafa ^engið nafnið „Hot Elly“. Þessir raf- §reinar taka inn á sig 200°C heita gufu f stað vatns, en slíka gufu mætti fá úr háhitasvæðum landsins. 1 Hot Elly rafgreinum verður orkunýtnin mun betri en í hefðbundnum rafgreinum auk þess sem hluti orkunnar getur verið jarðhiti. Hefðhundnir rafgreinar þurfa 4,6 kílówattstundir af raforku til að framleiða hvern rúmmetra af vetni. „Hot Elly“ rafgreinar þurfa hins vegar 3,2 kílówattstundir af raforku og að auki 0,6 kílówattstundir af varmaorku til að framleiða hvern rúmmetra af vetni. Eina vandamálið er að „Hot Elly“ rafgreinar eru ennþá ekki fram- leiddir nógu stórir, þ.e. í megawatt- astærðum. „Ef að því kemur,“ segir Bragi, „er vel hugsanlegt að með notk- un jarðhita gætum við lækkað fram- leiðslukostnað vetnis um 25—30% frá því sem nú er.“ Hann segir að forathuganir Raun- vísindastofnunar hafi leitt í ljós að ls- lendingar gætu í framtíðinni boðið Þjóðverjum vetni á 15% lægra verði en Kanadamenn. Er þá gert ráð fyrir að hefðbundin rafgreining sé notuð við framleiðsluna á báðum stöðum. Lækkun verðsins yrði vegna minni flutningS' og geymslukostnaðar. — En er næg raforka til í landinu svo hægt sé að hefja vetnisframleiðslu í stórum stíl? „Nei, ekki virkjuð raforka. En það er talið að hægt sé að virkja 3500 MW og þá er allur jarðhitinn eftir. Við höfum nú þegar aðeins virkjað um 12- 15% af vatnsaflinu og um 6% af jarð- hitanum. Þetta eru grófar tölur.“ — Þýðir þetta að við gætum franv leitt vetni í stórum stíl til útflutnings? „Möguleikarnir eru mjög miklir ef miðað er við innlendan mælikvarða. En útflutningur Islendinga á vetni yrði aldrei meiri en dropi í hafið miðað við orkuþörf Evrópu. Það stefnir hins vegar allt í þá átt að vetni verði mikil- vægur þáttur í orkunotkun heimsins á áratugunum eftir aldamótin og ef við ætlum okkur að eiga hlutdeild í vetn- isiðnaðinum þá verðum við að byrja að undirbúa okkur. Það tekur tíu ár að virkja þúsund megawött. Þetta er ekki jafn auðvelt og að byggja súrheys- gryfju." VERKTÆKNI 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.