Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 23
innbyggt eins og er í flestum rafbílum
nú til dags. Þá hafði þessi bíll fjóra gíra
en að mínu mati þarf aðeins tvo gfra.“
-Var bíllinn nógu kraftmikill?
„Já, það var mjög góður kraftur í
honutn og gott viðbragð. Ég ók þess-
um bíl á milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur og var aldrei til trafala í
umferðinni. Hann var líka óhemju
duglegur í snjó, einhver sá besti sem
ég hef keyrt í vondri færð.“
-Hvað með hljóðið í honum.
Heyrðist mikið í honum?
„Það heyrðist dálítið baul í honum
Pegar maður tók af stað vegna þess að
þaó var rafeindastýring í honum. En á
miklum hraða heyrðist aðeins þessi
venjulegi hvinur frá dekkjum og vind-
mótstöðu. Rafbílar eru orðnir mun
Hljóðlátari núna. Það var dálítið skrít-
'ð að keyra þennan bíl vegna þess að
þegar maður stöðvaði hann var allt
stopp. í rafbílum er ekkert sem heitir
hægagangur. Maður sleppir bara
drifpedalanum og þá heyrist klikk í
rofanum og bíllinn stöðvast."
kraftmiklir
Rafmagnsbílar
Gísli segist hafa komið þessum bíl
upp í 80 km hraða á klukkustund. „Ég
spái því að rafmagnsbíllinn eigi fram-
tíðina fyrir sér.“
Sú spá er að öllum líkindum rétt.
Töluverður skriður er kominn á hönn-
un og framleiðslu rafbíla. Mengun frá
útblæstri bifreiða svo og hækkandi
olíuverð hafa gert það að verkum að
bifreiðaframleiðendur hafa í síaukn-
um mæli einbeitt sér að hönnun raf-
bíla. Nýjar mengunarreglur í Kali-
fomíu, sem er eitt fjölmennasta ríki
Bandaríkjanna, kveða á um að 2%
allra bíla verði útblásturslausir árið
1998. Allt bendir til þess að önnur ríki
Bandaríkjanna taki einnig upp svip-
aðar mengunarreglur. 1 Bandaríkjun'
um er bifreiðaeign mjög almenn og
því má búast við því að framleiðendur
bifreiða muni leggja kapp á að hanna
fullkomna rafmagnsbíla.
General Motors hefur þegar hann-
að rafmagnsbíl til fjöldaframleiðslu
sem hefur hlotið nafnið Impact. Þessi
bifreið nær 100 km hraða á rúmum
átta sekúndum og fer auðveldlega upp
í 160 km hraða á klukkustund. Impact
er búinn 32 blýsýru-rafgeymum. Eini
gallinn við þessa geyma er sá að þá þarf
að hlaða oft og lengi í hvert sinn.
Ending þeirra er einnig frekar lítil og
verður að skipta um rafgeyma eftir
40.000 kílómetra akstur.
Aðrir bifreiðaframleiðendur hafa
einnig verið að gera markvissar til-
raunir með rafmagnsbifreiðar. Nissan
hefur hannað tilraunabifreið er kallast
FEV og rafmagnsbíll frá BMW, er
kallast El, vakti mikla athygli á bíla-
sýningunni í Frankfurt. Þá hefur
Volkswagen þróað lítinn rafmagnsbíl í
samvinnu við svissneska úraframleið-
andann Swatch.
RAFGEYMAR ÚR ÁLI
Rafgeymamir eru ennþá vandamál
sem bílaframleiðendur eiga eftir að
leysa. Gísli segir að töluverðar blikur
séu á lofti í þeim efnum. „Miklar rann-
sóknir eiga sér stað í sambandi við
hönnun á rafgeymum,“ segir hann.
„Það nýjasta er svokölluð ál-loft raf-
hlaða. Hún virkar eins og álfram-
leiðsla aftur á bak. Það er meiri orka í
einu kílói af áli heldur en í einu kílói af
bensíni. Ál-loft rafhlaðan er búin til
úr álplötum og þeim er síðan brennt
með vatni. Það er hægt að aka hæfi'
lega stórum bíl tvö til þrjú þúsund
kílómetra á einni álhleðslu. Vatni
væri bætt á geyminn eftir 500 km
akstur. Og eini úrgangurinn sem
myndaðist væri súrál sem færi aftur í
álverið. ALCAN, sem er stærsti ál-
framleiðandi íheiminum, hefur rann-
sakað þennan geymi töluvert. Sér-
—til fyrirmyndar í framkvæmdum
Sími 91-641340
Byggingarfyrirtækið Álftárós annast jöfnum höndum byggingu
skrifstofu-, iðnaðar- og íbúðarhúsnæðis.
Álftárós hefur jafnframt sérhæft sig i byggingu hagkvæmra
sérbýlishúsa og leggur megináherslu á hagræðingu og
fagmennsku frá upphafi til enda.
VERKTÆKNI 23
p&ó/sIa