Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 48

Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 48
inn endast í 50 ár með núverandi vinnslu. Mjög mikið af því jarðgasi, sem vitað er um, er á afskekktum svæðum, t.d. sjávarbotni og á landsvæðum fjarri þéttbýli og iðnaði. Arið 1978 voru stærstu innflytjendur olíu, V'Evrópa, N'Ameríka og Japan. Samkvæmt spá Alþjóðlegu orku- málaráðstefnunnar mun olíuinnflutningur þessara ríkja dragast saman á næstu áratugum svo um munar. Því er t.d. spáð að olíuinnflutningur Bandaríkjanna muni dragast saman úr 3+1 milljón tonnum árið 1978 í 51 milljón tonna árið 2020. Innflutningur V'Evrópu dregst saman úr 602 milljón tonnum árið 1978 í 399 miiljón tonn árið 2020 samkvæmt spánni. Samanlagt nemur samdráttur innflutn' ings, hjá þeim ríkjum sem flytja inn hvað mesta olíu, 639 milljón tonnum á tímabilinu 1978-2020. Samkvæmt þessari spá minnkar olíunotkun heimsins ekki að ráði, heldur mun aukin iðnvæðing þróunarland- anna leiða til þess að notkun olíu fer vaxandi innan þeirra en minnkandi hjá þeim þjóðum sem búa nú þegar við iðnvæðingu. KJARNORKA í STAÐ OLÍU? Þegar rætt er um orkubúskap heimsins er nauðsynlegt að taka mið af fólksfjölgun í heiminum öllum. Því er spáð að íbúar jarðar muni verða orðnir 7,7 milljarðar árið 2020. Orkunotkun heimsins í heild er talin muni aukast um rúmlega 2% á ári að meðaltali. En hvað kemur í staðinn fyrir olíuna? Er sólarorka svar- ið? Eða samrunakjarnorka? Svarið er langt frá því að vera einfalt. Ein leiðin er aukin beislun kjarnorku og það er sú leið sem t.d. Evrópubandalagið telur raunhæfasta. Aðrar leiðir til að fullnægja orkuþörf þjóða í Vestur- og Austur- Evrópu eru ekki í sjónmáli. Áætlanir um að nota kjamorku til að framleiða vetni í gífurlegu magni, er yrði notað sem eldsneyti, eru þegar til. Kjarnorkan virðist vera eina varanlega lausnin. Þrátt fyrir gífurlega andstöðu almennings gegn kjarnorkunni, og það að nýsmíði kjamorkuvera hefur ekki verið mikil á síðastliðnum árum, spá vísindamenn því að kjarnorkan eigi eftir að lifa sitt blómaskeið sem orkugjafi. Fræðimenn styðja mál sitt með eftirfarandi rökum: Almenningur hefur alltaf risið upp gegn tækninýjungum. Sú andstaða er mjög svo af hinu góða vegna þess að hún hefur ætíð leitt til þess að vísindamenn hafa reynt að finna öruggari og hagnýtari lausnir. Gagnrýni leiðir því til þess að vísindamenn finna öruggari lausnir á kjarnorkunni. Ný kynslóð kjarnorkuvera verður því pottþéttari en sú gamla. En jafnvel þótt vísinda- mönnum takist að byggja mengunar- og hættulaus kjarn- orkuver er einn galli á gjöf Njarðar. Kjarnorkurver þurfa úran og úranforði heimsins er ekki ótakmarkaður. Uranið gengur til þurrðar eins og olían. S AMRUN AKJ ARN ORK A Varanleg lausn á orkuvandamálum heimsins er því ekki til nema að samrunakjarnorka komi til sögunnar. Vísinda- menn hafa lýst samrunakjarnorkunni sem óendanlegum orkugjafa ef hægt væri að beisla hana. Það hefur ennþá ekki tekist nema á mjög grófan og eyðandi hátt, þ.e. með Mesta kjarnorkuslys sögunnar varð í Tsjernobyl-kjarnorku- verínu í Úkraínu fyrir fimm árum. Akveðið hefur verið að hætta starfrækslu þess innan fárra ára. sprengingu vetnissprengjunnar. Aðalvandamálið í sam- bandi við beislun samrunakjarnorku er það að samruninn verður að fara fram í mjög heitu efni, svokölluðum „plasma“ en hann er samansafn öreinda sem eru einingariv ar í atóminu. Gífurlegur hiti er nauðsynlegur til að korna samrunanum af stað, a.m.k. 400.000°C, og ekkert fast efni, sem nú er þekkt, þolir þetta hitastig. í tilraunum með samrunakjarnorku hefur verið notað vetnisgas unnið úr þungu vatni. Vísindamenn hafa reynt að nota segulsvið til að halda vetnisgasinu saman en stýr- ingin á öllu ferlinu er hins vegar afar erfið og nánast óframkvæmanleg með þeirri tækni sem þekkt er í dag- Beislun samrunakjarnorku er því ennþá fjarlægur draumur þrátt fyrir gífurlegar rannsóknir iðnþjóða. ENDURNÝJANLEGIR ORKUGJAFAR Menn leita því annarra orkugjafa með logandi ljósi og kemur margt til greina í því sambandi, til dæmis beislun vinds og sjávarfalla. Það sem vakir fyrir vísindamönnum er að finna endurnýjanlega orkugjafa sem ganga ekki til þurrðar, líkt og olían, gasið, kolin og úranið. Þá skiptir miklu máli að orkugjafarnir mengi ekki umhverfið meira en orðið er. Fræðimenn hafa getið sér til að orka er nemi fleiri þús' und gígawattstundum leynist í sjávarföllunum. Beislun sjávarfallaorku í stórum stíl gæti þó valdið töluverðum breytingum á umhverfinu. Þannig ímynda vísindamenn sér að virkjun sjávarfalla til stórfelldrar raforkuframleiðslu gæti valdið breytingum á straummyndun í höfunum og þar með öllu lífríki jarðarinnar. Orka vindsins hefur þegar verið beisluð með góðum árangri. Nýtískulegar vindmyllur hafa verið reistar víða um heim en mönnum hefur samt ekki tekist að nýta sér vin' dorku til raforkuframleiðslu í miklu magni. Danir hafa t.d. reist hundruð vindmylla á Jótlandi en þar er vindorka notuð til að framleiða rafmagn til heimilisnota. í Kaliforn' 48 VERKTÆKNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.