Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 8

Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 8
Er olía við ísland? — Niðurstöður rannsókna við Hatton-Rockall eru leyndarmál Karl Gunnarsson, jarðeðlisfræðingur hjá Orkustofnun, telur ólíklegt að úrvinnsla olíu á eða við Island muni heíj- ast á næstu tíu til tuttugu árum. Rannsóknir á setlögum halda engu að síður áfram, til dæmis í Öxarfirði þar sem uppruna olíugass er leitað. Niðurstöður hafa fengist á rannsóknum á setlögum við Jan Mayen og á Hatton Rockall svæðinu en niðurstöður á síðamefnda svæðinu eru leyndarmál. Verktækni tók hús á Karli og spurði hann hvort raunhæft sé að ætla að olíu sé að finna á ísland. „Það fer eftir því hvort átt er við nýtanlega olíu,“ segir hann. „Ég veit að það er til olía á íslandi þótt í mjög litlum mæli sé. Fyrir nokkrum árum fannst jarðbik á svæði í Lóni í Öræf- um. Jarðbik er efni sem er hliðstætt jarðolíu og hefur að öllum líkindum myndast mjög staðbundið við upphit- un surtarbrands. Þetta gefur ekki til kynna að olíu sé að finna á slíkum svæðum heldur gefur það til kynna að olía getur myndast hvar sem er. Nauð- synleg skilyrði fyrir myndun olíu er að fyrir hendi séu lífræn efni sem lokast inni í jarðlögunum án þess að rotna og þegar tíminn líður og hitinn eykst á meira dýpi þá myndast olía. Slík olía safnast að lokum saman í svokallaðar olíugildrur. Olíugildrur eru einskonar einangruð lög sem hindra olíuna í að komast upp á yfirborðið. “ Karl segir að hlutverk jarðeðlisfræðisviðs jarðhita- deildar Orkustofnunar í sambandi við olíumálin sé m.a. að finna slík setlög. „Það er einkum í setlagadældum sem olíugildrur er að finna, það er djúpum kvosum og dölum í berggrunninu. “ — Hvarerslíksetlöghelstaðfinna á íslandi? „Það er mjög lítið af setlögum hér á landi og þar sem setlagadældirnar eru mjög grunnar eru þar ekki heppilegar Karl Gunnarsson jarðeðlisfræðingur Umdeilt svæði við Hatton-Rockall. Bláa Iínan sýnir kröfur íslendinga, kröfut Dana eru sýndar með rauðum lit, kröfur Bretlands með gulum og írlands með grænum lit. 8 VERKTÆKNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.