Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 10

Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 10
Þversnið í gegnum Jan Mayen frá vestri til austurs. Þversniðið sýnir að undir ungum setlögum og u.þ.b. 55 milljón ára gömlum hraunlögum eru eldri setlög sem að öllum líkindum hvíla á meginlandsskorpunni. Orkustofnun tók að sér stóran hluta úrvinnslu gagnanna og kom það sér mjög vel fyrir stofnunina vegna þess að sú vinna kom, að stórum hluta, fótum undir þessa tegund af jarðkönn- unartækni hérá landi. Reynslan, sem fékkst í þessu verkefni, hefur síðan komið okkur til góða við rannsóknir á landgrunni Islands." Við spyrjum Karl hvað hafi gerst á sviði setlagarannsókna við Hatton- Rockall síðan 1987. „Við unnum úr gögnunum og lögðum á þau mat. Rík- isstjórnir beggja landa fengu síðan niðurstöðurnar sem ekki hafa verið birtar. Þær eru leyndarmál einfaldlega vegna þess að deilan um Hatton- Rockall hefur ekki verið leyst og vegna þess að það gæti verið efnahags- lega hagkvæmt að gera frekari rann- sóknir og vinnslu á svæðinu. Vissar ábendingar komu fram í niðurstöðun- um um setiagasvæðin, sem ekki var vitað um áður, og þar gætu hugsan- lega verið merkileg setlög. Ekki er hægt að fullyrða neitt um það á þessu stigi en óneitanlega eru skýrari ábend- ingar fyrir hendi nú en nokkru sinni fyrr.“ Karl bendir á að ekki hafi verið framkvæmdar neinar nýjar rannsókn- ir á svæðinu „en við höfum reynt að hvetja til þess að þetta svæði verði tekið inn í alþjóðlegt boranaverkefni í Norður Atlantshafi sem verður sett á Frumrannsóknir á setlögum á Jan Mayen svæðinu hafa ekki gefið beinar vísbend- ingarum að olíu ímiklum mæli sé að finna þaren þóhafa fundist setlög sem þyrfti að rannsaka nánar. laggirnar fljótlega. Okkur finnst frek- ari rannsóknir á svæðinu nauðsynleg- ar frá vísindalegu sjónarmiði en ekki endilega frá olíuleitarsjónarmiði“- Þegar við spyrjum hvort yfirvöld hafi haldið að sér höndum varðandi frekari rannsóknir vegna deilna um yfirráð yfir Hatton-Rockall telur Karl svo vera. „Eins og mál standa nú er ekki fyrirliggjandi neitt samkomulag á milli þessara þjóða um yfirráð á svæð' inu. Þegar lsland og Danmörk gerðu sínar rannsóknir var það á hlutleysis- grundvelli og miðuðu raniisóknirnar að því að afla almennra upplýsinga um jarðlagagerð svæðisins. Það er ljóst að á meðan deilan um eignarréttinn á svæðinu er óleyst er olíuiðnaðurinn, fyrirtæki í einkaeigu, alls ekki tiÞ búinn að leggja neitt fé til frekari rannsókna.“ — Hvað er títt af rannsóknastarf- inu við Jan Mayen? „Það svæði var rannsakað sameig- inlega af íslendingum og Norðmönn- um,“ segir Karl, „á grundvelli sam- komulags um skiptingu svæðisins með landgrunnsmörkum. I þessu sanv komulagi kemur meðal annars fram að Norðmenn kosti rannsóknir á svæð- inu en Islendingar taki vísindalegan þátt í þeim. Tilgangur rannsóknanna var í sjálfu sér nokkuð einfaldur eða sá að sjá hvað væri að finna undir hafs- botninum við Jan Mayen. Við fram- kvæmdum endurkastsmælingar og unnum síðan úr þeim. Þessar niður- stöður voru boðnar til sölu olíufyrir- tækjum, eins og tíðkast í Noregi þegar um er að ræða ný svæði þar sem olíu er 10 VERKTÆKNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.