Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 45

Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 45
JÁRNBLENDIVERKSMIÐJA ■■ ÁBURÐARVERKSMIÐJA FE-SI-PLANT FERTILIZER PLANT mmt TÚP ■■ ÁLBRÆÐSLA ■■ ALMENNINGSRAFVEITUR LOSSES ALUMINIUM SMELTER UTILITIES 4.500 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Orkunotkun í landinu * íslendingar nota meiri orku en flestar aðrar þjóðir. Raforkunotkun í landinu í heild á síðasta ári var um 4,4 TWst og þar af var almenningsnotkunin rétt um helmingur á móti stór- iðjunni. Jarðhitinn annar um 85% af orkuþörfinni til húshitunar. * Orkuverð er Iágt hér á landi í samnburði við önnur lönd. * Skiptingin milli innlendrar orku annars vegar og innfluttrar hins vegar er 67,8% á móti 32,2% innlendu orkunni í vil. Heildarnotkun orku eftir uppruna 1989.* Þúsundir tonna að olíuígildi kTOE % Orkunotkun alls 2.516 100,0 Innlend orka 1.706 67,8 Vatnsorka 939 37,3 Jarðhiti 767 30,5 Innflutt orka 810 32,2 Olía 737 29,3 Kol 73 2,9 * Heimild. Hagstofa íslands: Landshagir 1991, bls. 100. Rv 1991. Orka til heilla Orkuþing 91 verður haldið á Hótel Sögu, dagana 14. og 15. nóv- ember. Að þinginu standa Samband íslenskra rafveitna, Samband íslenskra hitaveitna, íslensku olíufélögin, Landsvirkjun og Orkust- ofnun. Orkuþing var síðast haldið árið 1981 því má segja að sú hefð sé að komast á að halda ítarlegt þing um orkumál landsins á tíu ára fresti. Orkunþing 81 var haldið í kjölfar örra verðhækkana á olíu. Á þeim áratug sem liðinn er hefur ríkt eins konar kyrrstaða í uppbygg- ingu á orkuiðnaði í landinu. Nokkuð hefur þó verið gert til að bæta nýtingu orkunnar, t. d. með breyttu sölufyrirkomulagi hjá hitaveit- um. Rafkyntum hitaveitum hefur fjölgað og farið er að samnýta jarðhita og rafmagn í meira mæli en áður. Blikur eru á lofti í íslenskum orkumálum og óvíst hvert stefnir. Er t.d. rétt að ríki og sveitarfélög reki orkufyrirtækin eða á að einka- væða þau? Verða hér fleiri álver og vetnisver eða verður raforka flutt úr landi um sæstreng? Á útflutningur jarðhitaþekkingar fram- tíð fyrir sér? Er lífvænlegt á Islandi án orkufreks iðnaðar? Er orku- forði landsins rétt metinn? Hvað kostar náttúruvernd? Á Orkuþingi verður leitast við svara þessum spurningum og Ijöl- mörgum öðrum sem á okkur brenna. Auk þess verður gefið ítarlegt yfirlit um stöðu, horfur og skipan íslenskra orkumála. 80 erindi verða flutt á þinginu. Því lýkur svo með pallborðsum- ræðum um orkumál undir kjörorðunum „Orka til heilla“. (Ur fréttatilkynningu.) VERKTÆKNl 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.