Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 54
og hin síðari 24--25. nóv. sama ár. í fyrri keyrslunni í tilr.
nr. 19, var hlutfallslegt ljósendurkast að meðaltali 5,4%
stigum hærra en í samsvarandi keyrslu á venjulegan hátt
daginn eftir. Ennfremur var ullin mýkri í silikat keyrslunni.
1 seinni keyrslunni, tilr. nr. 20, var ljósendurkast að meðal-
tali 6,8% stigum meira með silikatkeyrslunni.
Þeir ullarballar sem fengust við silikatkeyrslurnar voru
merktir sérstaklega og metnir af sérþjálfuðu starfsliði Ála-
foss hf. Samkvæmt upplýsingum Guðjóns Hjartarsonar,
verksmiðjustjóra á Álafossi, var mat starfsfólksins það, að
ullin væri bjartari en venja var til. Varðandi mýkt var
niðurstaða sú að 70% töldu ullina mýkri en venja var til.
Loks skal á það bent að í verksmiðjunni er venjulegur
þvottur þveginn með upphituðu fersku vatni með kísil-
styrkingu. Að vísu er nokkurt hveravatn með gufunni sem
notuð er, en það verður fyrir svo mikilli þynningu að
kísilaukning þvottavatnsins mundi mest geta orðið 60
mg/1, svo það er lítið í þessu skyni.
UMFJÖLLUN OG ÁLYKTANIR
Hér að framan hefir verið gerð grein fyrir áhrifum jarð-
hitavatns í þá veru að auka þvottahæfni vatns og valda
bjartari áferð á þeim hvítu efnum sem þvegin voru. Prófun
fór fram bæði á baðmullar- og ullarefnum og kom það sama
fram í öllum tilvikum. Ennfremur benda athuganir þessar
til að hið háa kísilinnihald jarðhitavatnsins sé meginorsök
þessa, enda hefur verið sýnt fram á hliðstæð áhrif kfsilinni-
halds með því að auka kísil í fersku þvottavatni.
Að öðru jöfnu virðist þvottavirkni vatnsins aukast við
hækkun kísilinnihalds í allt að 300 mg/1 en lítið eftir það.
Hins vegar eru greinilega frávik frá þeirri reglu sem skipta
miklu máli.
í tilraununum með vatn frá Hitaveitu Reykjavíkur kom
fram, að þvottur var síðri með blöndu af ferskvatni
(Gvendarbrunnavatni) og Hitaveituvatni. Hér er bending
um það, að útfellingar, sem geta orðið við blöndun þessara
vatnstegunda, geti haft neikvæð áhrif þannig að slíkt vegi
upp á móti áhrifum ákveðins kísilinnihalds. Vísað er þó til
að slíkra útfellinga er engu sfður að vænta við blöndun
ferskvatns og hveravatns í Hveragerði, en þar varsýnt fram
á að mikil aukning kísilmagns í ferskvatni hefði samt já-
Tafla I. Jarðhitavatn og fcrskt vatn í Reykjavík og Hvcragcrði1)
Jaröhitavatn Ferskt vatn
Hitav.R. HveragerÖi Gvendarbr. Vatnsv.Hverag
Hitast., °C 93 . 4 6
pH/”C 9,93/21 - 9,05/23 7,33/20
Kísill, SÍO2, mg/kg 110 242 12,9 25,5
Natríum, Na+, ' 61 149 11,5 17,6
Kalíum, K+, ' 1,7 11,4 11,5 17,6
Kalsíum, Ca++ 1,5 1,7 4,0 9,9
Magncsíum, Mg++, 0,003 0,0 1,0 3,2
Karbónat sem C02, 22 418 23 43
Súlfat, S04 -, ' 21 39,4 3,2 7,6
Súlfí6 sem H2S, ' 0,42 46 0,0 <0,05
Klóríö, Cl', 29 126 8,4 13,1
Flúoríö, F", ' 1.0 1,62 0,72 0,09
Uppl.saml. 285 701 104 116
U Hrefna Kristmannsdóttir
kvæð áhrif. Má ef til vill álykta, að hin neikvæðu áhrif
blöndunar séu fyrir hendi í báðum tilvikum, en að eftir að
vissum þröskuldi sé náð, séu áhrif aukins kísils jákvæð.
Almennt séð er talið að kísill, sem íblöndun þvottaefnis,
hafi eftirfarandi áhrif:
(1) Kísill (bætt í sem natrium silikati) lækkar yfirborðs'
spennu og auðveldar þannig vætingu efnanna.
(2) Mælingar sýna eindregið meiri vætingu með silikati
en samanburðarefnum, svo sem sóta, fosfati eða
vítissóta.
(3) Kísill (silikat) heldur sýrustigi (pH) stöðugra en
nokkurt sambærilegt efni.
(4) Siliköt auka floteiginleika óhreininda í vatninu.
(5) Blöndun silikata í þvottaefni er að jafnaði virkari til
þvotta en önnur uppistöðuefni af sama tagi.
(6) Talið er að efni þvegin með silikötum geti varist
óhreinindum betur en annars væri.
(7) Bjartari áferð er talin nást með kísil (silikötum) en
með hliðstæðum stilliefnum fyrir sýrustig, svo sem
sóta og vítissóta.
Svo segir viðvíkjandi lituðum efnurn í þvotti f riti James
G. Vail, 1952: „Siliköt í þvottaefnum auka ekki leysanleika
litarefna sem er ein ástæða til þess að tær og björt áferð
næst þegar þvegið er með silikat efnablöndum. Siliköt
reynast líka vel með vissum litarefnum, sem eru notuð til
að draga úr gulum litum, með bláum blæ eða með litlausum
glitefnum sem gefa ljósan blæ með gliti sínu. Ennfremur
breyta siliköt litrófi ýmissa efna.“
í inngangi þessarar greinar var getið um nokkrar stað-
hæfingar sem taldar hafa verið gilda um þvott með jarð-
hitavatni. Fyrst skulum við skoða staðhæfingar um að hægt
sé að ná sambærilegum árangri í þvotti með öðru móti en
að nota jarðhitavatn. Því má ekki alveg eins bæta kísil út i
ferskt vatn eða auka við hann í þvottaefnum til að ná sama
árangri. Jú, við höfum séð slíkt bera árangur, en það virðist
næsta ósennilegt að hægt sé að finna ferskvatn sem ekki
ylli einhverjum útfellingum og þá hætt við að árangur yrði
rýrari.
Hinar staðhæfingarnar vörðuðu einkanlega litblæ, bæði
að því er varðaði kínversku teppin og íslandskortið. Við
54 VERKTÆKNI