Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 12

Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 12
VETNI VERKTÆKNI ræðir við Braga Amason, prófessor við Háskóla Is- Iands, og Runólf Þórðarson, verk- fræðing hjá Áburðarverksmiðju Ríkisins, um möguleika Islend- inga í vetnisframleiðslu til útflutn- ings og notkunar innanlands. Vetnisframleiðsla er engin fjar- lægur draumur á íslandi. Áburðar- verksmiðja Ríkisins í Gufunesi hefur í fjörutíu ár framleitt tölu- vert magn af vetni með rafgrein- ingu á vatni og er vetnið notað til ammoníakframleiðslu. Aðferðin sem notuð er hérlendis byggist á því að raforka er notuð til að kljúfa vatn í fmmefni sín, vetni og súr- efni. Vetnisverksmiðjan í Gufunesi er lítil miðað við þær verksmiðjur sem nauðsynlegt væri að reisa ef Islendingar færu út í stórfellda vetnisframleiðslu. Verksmiðjan framleiðir um 2000 tonn af vetni á áriog raforkuþörf hennarer um 13 MW. BRENNSLA VETNIS VELDUR EKKI UMHVERFISSKAÐA Runólfur Þórðarson, verkfræðingur og framleiðslustjóri Áburðarverk- smiðjunnnar, er mikill áhugamaður um vetnisframleiðslu á íslandi. „Við höfum sérstöðu í Evrópu hvað snertir reynslu af því að framleiða vetni með rafgreiningu," segir hann. „Norð- menn gera dálítið af því að rafgreina vatn til vetnisframleiðslu en stærsta vetnisverksmiðja í heiminum er við Aswan stífluna, sunnarlega í Egypta- landi. Þar er vetnið einnig notað til að framleiða ammoníak til áburðarfram- leiðslu. Þá framleiða Kanadamenn vetni með rafgreiningu. Við vorum upphaflega með kanadíska rafgreina hérna. Síðan á árinu 1969 höfum við verið með rafgreina frá Norsk Hydro. Rafgreinarnir eru endurbættir á 7 ára fresti því það skiptir miklu máli að orkunýtingin sé sem mest. Vetnis- framleiðsla með rafgreiningu gengur út á það að fá sem mest vetni fyrir hverja kílówattstund af rafmagni." Runólfur spáir því að ekki líði á löngu þangað til olía verði orðin það dýr að vetnið verði samkeppnisfært við hana sem eldsneyti. „Ég tel einnig afar mikilvægt að brennsla á vetni veldur ekki skaða á umhverfinu eins og óhreint eldsneyti eins og olía ger- ir.“ Runólfur segir að vetnisframleiðsla sé ákaflega þrifaleg og hljóðlát verksmiðjustarfsemi. „Vetnið veldur einungis vatnsgufumengun. Og þegar rætt er um kostnað við vetnisfram- leiðslu vil ég einnig taka með í reikn- inginn að þar sem vetni er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum * Er mögulegt að nota vetni sem eldsneyti fyrir íslenska fiskiskipa- flotann? eins og vatnsaflsrafmagni eða jarð' varma er ekki verið að ganga á auð' lindir jarðarinnar. Ef litið er á þetta tvennt; mengun og auðlindasóun þá er vetni tvímælalaust betri kostur en olía.“ Runólfur segir að Þjóðverjar hafí einsett sér að minnka koldíoxíðmeng' i un í andrúmsloftinu urn 10% fyrir aldamót. “Þeir ætla sér að blanda vetni í jarðgasið sem er notað til eld' unar og upphitunar. Gaskerfið er þegar til staðar og það er mjög hentug lausn að blanda vetnisgasi saman við Bragi Árnason prófessor við Háskóla Islands. (Mynd: Hreinn Hreinsson). 12 VERKTÆKNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.