Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 31
iámmS
Ekki hafa verið gerðir sanmingar við erlenda aðila um stóriðju síðan Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga tók til starfa.
dreifingarkerfi á landsvísu, standi í
r:>un og veru jafnt að vígi. Það skipu-
^ag höfum við ekki ennþá fundið. En
það er verðugt verkefni að leita að því
dl þess að framtak manna til þess að
virkja geti notið sín.
Þetta snertir grundvallarspurningar
um það hver réttur til náttúruauðlinda
skuli fylgja bújörðum og öðrum land-
areignum og hver skuli talinn aÞ
luannaeign. Ég er þeirrar skoðunar að
háhitinn og djúphitinn eigi ekki sjálf-
hrafa að tilheyra þeim sem á yfirborð
Jarðarkringlunnar á þeim bletti sem
hann er að finna. Svipuðu máli gegnir
u>t> vatnsföllin og orkuna sem í þeim
hýr — sem eiga upptök sín á afréttum
°g almenningum. Hér skortir löggjöf.
En það er einmitt eitt af því sem ríkis-
st]órnin hefur sett sér að gera, að setja
'ög um eignarhald á afréttum, orkuh
indum og verðmætum jarðefnum til
þess að skilgreina þessi mörk. Þetta
löggjafarefni, sem varðar að sjálfsögðu
þær tilfinningar sem menn hafa um
það hvað sé sameign þjóðarinnar og
hvað ekki, hefur líka mjög praktískar
afleiðingar fyrir nýtingu orkulind-
anna. Til þess að geta gert skipulega
áætlun um virkjun þeirra þarf sá aðili,
sem leggur fram fé til rannsókna og
undirbúnings, að vera nokkurn veg-
inn viss um að hann geti hirt arðinn af
virkjununum þegar þar að kemur og
þurfi ekki að eyða mjög miklu fé í að
kaupa upp réttindin af landeigendum
— rétt sem þeir gætu aldrei nýtt sér
vegna þess að þeir hafa hvorki boÞ
magn né aðstöðu til þess að leggja í
þær rannsóknir og þann kostnað sem
þeim fylgir.
Þetta er mjög mikilvægt mál því nú
þurfum við einmitt að semja áætlanir
um virkjun helstu orkulinda fram á
næstu öld; skilgreina hvar og hvernig
hagkvæmast sé að virkja og leita
lausna sem gætu lækkað virkjana-
kostnaðinn og hlíft náttúrulegu um-
hverfi landsins. Sannleikurinn er sá
að það er hægt að finna lausnir sem
gera hvort tveggja í senn. í því sam-
bandi má benda á það virkjunarfyrir-
komulag sem nú hefur verið valið fyrir
Fljótsdalsvirkjun. Það byggist á jarð-
göngum f stað skurða sem í senn er
ódýrara, styttir virkjunartímann og
hlífir landinu miðað við þau áform
sem áður voru uppi. Þetta eru verkefni
fyrir okkar tæknimenntaða fólk, verk-
efni sem skila raunverulegum ávinn-
ingi.“
VERKTÆKNl 31