Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 27

Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 27
orkulindanna ,,Um það mál er fyrst og fremst það að segja að ég hef sannfæringu fyrir því — og ég veit að viðsemjendur okk- ar í Atlantsáls-verkefninu eru sama sinnis — að þegar horft er til langs tíma hefur ísland ótvíræða staðarkosti fyrir álframleiðslu; tiltölulega ódýra orku, auðvelda aðdrætti með sjóflutn- ingum, heppilega legu gagnvart helstu mörkuöum miðja vegu milli Evrópu °g Ameríku. Auk þess býður landið vel menntað starfsfólk, sem getur tek- >st á við verkefni sem tengjast iðnað- aruppbyggingu af þessu tagi. Þessi grundvallaratriði og samkeppnis- hæfni íslands í álframleiðslu munu ráða því að það verður af þessu stóra verkefni. Fyrir lágu álverði nú eru tíma' hundnar ástæður. í fyrsta lagi aftur- hippur í efnahagsmálum heimsins og óvenjulega djúp efnahagslægð á Vest- urlöndum. í öðru lagi óvænt framboð af áli frá Sovétríkjunum, sem nú reyna að breyta öllu sem hönd á festir í pen- inga og skeyta þá ekki um það hvað hlutirnir raunverulega'kosta, enda er bar ekki verðmyndunarkerfi sem segir ntönnum það. Sovétmenn selja bara á því verði, sem þeir geta fengið fyrir framleiðsluna, þótt þeir séu með því að sprengja botninn úr markaðnum um sinn. En varabirgðir þeirra á áli eru ekki óþrjótandi og fyrr eða síðar verða beir að horfast í augu við það eins og aðrar þjóðir hver raunverulegur kostnaður við framleiðslu álsins er. Þá er það talið alveg víst að mengunar- vörnurn sé mjög lítið sinnt í verk- snaiðjum þeirra; og það þurfi og rnuni breytast með lýðræðislegri stjórnar- báttum. Með því eykst kostnaðurinn við framleiðsluna. Orkuverð í Sovét- ríkjunum verður líka fyrr eða síðar að tengjast orkuverði í heiminum. Kostnaður við fjárfestingar, vextir og annað, sem þeir hafa hingað til litið framhjá, mun líka taka sinn réttmæta skerf af framleiðslukostnaðinum og þá rnun koma í ljós að álframleiðsla á íslandi er mjög vel samkeppnisfær. Verður nýcing orkulindanna sá varan- legi grunnur sem velferðin mun hvíla á? (Mynd: Hreinn Hreinsson.) Það hlýtur líka að gerast á næstu árurn, miðað við það að Sovétríkin og ríki Austur'Evrópu haldi áfram að freista þess að selja ál á svona lágu verði, að ýmsar verksmiðjur á Vestur- löndum hætti framleiðslu. Þessa sjást reyndar þegar merki. Það þýðir á end- anum takmörkun á framboði og hækkun á verði og þess hefur þegar aðeins gætt. Ég ætla samt ekki að spá því að þetta él sé afstaðið en það styttir upp um síðir. Miðað við að við höldum okkar striki, viðsemjendur okkar haldi sín- um kjarki til framkvæmdanna og um- fram allt að þeir fái hæfilega fyrir- greiðslu á fjármagnsmarkaðnum fyrir þetta fyrirtæki — þar eru að vísu blik- ur á lofti um sinn vegna erfiðra að- stæðna í efnahagsmálum heimsins og áhættuvilji bankanna því rninni en verið hefur — þá verður ákvörðun tekin um álver á Keilisnesi. Það gæti líka reynst jákvætt fyrir framtíð þeirr- ar verksmiðju að aðdragandinn eigi sér stað á svona erfiðleikaskeiði því þá vinsast úr ýmsir keppinautar. Auk þess verða tilboð í verkið væntanlega 10 -120 m ÞVERMAL, 5 - 60 m HÆÐ ÍPRÓTTAHÚS, FÉLAGSHEIMILI, VATNSGEYMAR, SEMENT-, SALT- OG AÐRAR PURREFNAGEYMSLUR. FRYSTIHÚS OG ATVINNUHÚSNÆÐl. STEYPTAR HVELFINGAR Stórir gólffletir engar súlur Ódýrar og fljótbyggðar Vatnsþéttar - ódýr hitun Hurðir og gluggar eftir þörfum TUMMEL BRIDGE ENGINEERING LTD 2 STEWART STREET MILNGAVIE GLASGOW. SCOTLAND, G62 6BW, SÍMI 9044 41 956 1035, FAX 9044 41 956 5882 VERKTÆKNl 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.