Verktækni - 15.08.1991, Side 45
JÁRNBLENDIVERKSMIÐJA ■■ ÁBURÐARVERKSMIÐJA
FE-SI-PLANT FERTILIZER PLANT
mmt TÚP ■■ ÁLBRÆÐSLA ■■ ALMENNINGSRAFVEITUR
LOSSES ALUMINIUM SMELTER UTILITIES
4.500
4.000
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
Orkunotkun í landinu
* íslendingar nota meiri orku en
flestar aðrar þjóðir.
Raforkunotkun í landinu í heild
á síðasta ári var um 4,4 TWst og
þar af var almenningsnotkunin
rétt um helmingur á móti stór-
iðjunni.
Jarðhitinn annar um 85% af
orkuþörfinni til húshitunar.
* Orkuverð er Iágt hér á landi í
samnburði við önnur lönd.
* Skiptingin milli innlendrar orku
annars vegar og innfluttrar hins
vegar er 67,8% á móti 32,2%
innlendu orkunni í vil.
Heildarnotkun orku eftir uppruna
1989.*
Þúsundir tonna að olíuígildi
kTOE %
Orkunotkun alls 2.516 100,0
Innlend orka 1.706 67,8
Vatnsorka 939 37,3
Jarðhiti 767 30,5
Innflutt orka 810 32,2
Olía 737 29,3
Kol 73 2,9
* Heimild. Hagstofa íslands:
Landshagir 1991, bls. 100. Rv 1991.
Orka til heilla
Orkuþing 91 verður haldið á Hótel Sögu, dagana 14. og 15. nóv-
ember. Að þinginu standa Samband íslenskra rafveitna, Samband
íslenskra hitaveitna, íslensku olíufélögin, Landsvirkjun og Orkust-
ofnun.
Orkuþing var síðast haldið árið 1981 því má segja að sú hefð sé að
komast á að halda ítarlegt þing um orkumál landsins á tíu ára fresti.
Orkunþing 81 var haldið í kjölfar örra verðhækkana á olíu. Á
þeim áratug sem liðinn er hefur ríkt eins konar kyrrstaða í uppbygg-
ingu á orkuiðnaði í landinu. Nokkuð hefur þó verið gert til að bæta
nýtingu orkunnar, t. d. með breyttu sölufyrirkomulagi hjá hitaveit-
um. Rafkyntum hitaveitum hefur fjölgað og farið er að samnýta
jarðhita og rafmagn í meira mæli en áður.
Blikur eru á lofti í íslenskum orkumálum og óvíst hvert stefnir. Er
t.d. rétt að ríki og sveitarfélög reki orkufyrirtækin eða á að einka-
væða þau? Verða hér fleiri álver og vetnisver eða verður raforka
flutt úr landi um sæstreng? Á útflutningur jarðhitaþekkingar fram-
tíð fyrir sér? Er lífvænlegt á Islandi án orkufreks iðnaðar? Er orku-
forði landsins rétt metinn? Hvað kostar náttúruvernd?
Á Orkuþingi verður leitast við svara þessum spurningum og Ijöl-
mörgum öðrum sem á okkur brenna. Auk þess verður gefið ítarlegt
yfirlit um stöðu, horfur og skipan íslenskra orkumála.
80 erindi verða flutt á þinginu. Því lýkur svo með pallborðsum-
ræðum um orkumál undir kjörorðunum „Orka til heilla“.
(Ur fréttatilkynningu.)
VERKTÆKNl 45