Verktækni - 15.08.1991, Síða 8
Er olía við ísland?
— Niðurstöður rannsókna
við Hatton-Rockall
eru leyndarmál
Karl Gunnarsson, jarðeðlisfræðingur hjá Orkustofnun,
telur ólíklegt að úrvinnsla olíu á eða við Island muni heíj-
ast á næstu tíu til tuttugu árum. Rannsóknir á setlögum
halda engu að síður áfram, til dæmis í Öxarfirði þar sem
uppruna olíugass er leitað. Niðurstöður hafa fengist á
rannsóknum á setlögum við Jan Mayen og á Hatton
Rockall svæðinu en niðurstöður á síðamefnda svæðinu
eru leyndarmál.
Verktækni tók hús á Karli og spurði
hann hvort raunhæft sé að ætla að
olíu sé að finna á ísland.
„Það fer eftir því hvort átt er við
nýtanlega olíu,“ segir hann. „Ég veit
að það er til olía á íslandi þótt í mjög
litlum mæli sé. Fyrir nokkrum árum
fannst jarðbik á svæði í Lóni í Öræf-
um. Jarðbik er efni sem er hliðstætt
jarðolíu og hefur að öllum líkindum
myndast mjög staðbundið við upphit-
un surtarbrands. Þetta gefur ekki til
kynna að olíu sé að finna á slíkum
svæðum heldur gefur það til kynna að
olía getur myndast hvar sem er. Nauð-
synleg skilyrði fyrir myndun olíu er að
fyrir hendi séu lífræn efni sem lokast
inni í jarðlögunum án þess að rotna og
þegar tíminn líður og hitinn eykst á
meira dýpi þá myndast olía. Slík olía
safnast að lokum saman í svokallaðar
olíugildrur. Olíugildrur eru einskonar
einangruð lög sem hindra olíuna í að
komast upp á yfirborðið. “ Karl segir að
hlutverk jarðeðlisfræðisviðs jarðhita-
deildar Orkustofnunar í sambandi við
olíumálin sé m.a. að finna slík setlög.
„Það er einkum í setlagadældum sem
olíugildrur er að finna, það er djúpum
kvosum og dölum í berggrunninu. “
— Hvarerslíksetlöghelstaðfinna
á íslandi?
„Það er mjög lítið af setlögum hér á
landi og þar sem setlagadældirnar eru
mjög grunnar eru þar ekki heppilegar
Karl Gunnarsson jarðeðlisfræðingur
Umdeilt svæði við Hatton-Rockall. Bláa Iínan sýnir kröfur íslendinga, kröfut
Dana eru sýndar með rauðum lit, kröfur Bretlands með gulum og írlands með
grænum lit.
8 VERKTÆKNI