Verktækni - 15.08.1991, Qupperneq 33
Snlfo^foníYo
sem þessar virkjanir koma til með
framleiða, dugar skammt til áfram-
haldandi uppbyggingar stóriðju.
bess fengu sextán hús orku frá virkjun-
inni til lýsingar. Því getur þessi virkj-
Un með réttu jafnframt talist fyrsta
almenningsorkuveitan í landinu.
I kjölfar þessa framtaks Jóhannesar
voru byggðar smáar virkjanir víða um
land. 1921 tók Elliðaárstöðin til starfa
°g var hún mun stærri en þær virkjan-
't sem á undan komu, 1,03 MW að
afli. Síðan hefur hver virkjunin af
annarri verið reist og afl þeirra aukist
að s'ama skapi. Fyrri áfangi Ljósafoss-
stöðvarinnar í Sogi var tekinn í gagnið
1937 og þá var lögð háspennulína til
Reykjavíkur. Afl virkjunarinnar var
8,8 MW. írafossstöðin, með 31 MW
afl, tók til starfa haustið 1953 en í
rnillitíðinni höfðu margar minni
virkjanir verið byggðar og aðrar
stsekkaðar.
En virkjanir af þeirri stærðargráðu
sem við þekkjum í dag voru ekki reist-
ar fyrr en eftir að Landsvirkjun var
stofnuð, 1. júlí 1965. Búrfellsvirkjun
fteð sín 210 MW var tekin í notkun í
tveimur áföngum, 1969 og 1972. Síð-
an hefur raforkukerfið byggst hratt
upp. Orka fór að streyma frá Sigöldu
1977 (150 MW) og frá Hrauneyjarfossi
(210 MW) fjórum árum síðar. 1 ár var
svo Blönduvirkjun (150 MW) vígð.
Landsvirkjun hefur lokið undirbún-
ingi fimrn virkjana til viðbótar, sem
ráðast má í með stuttum fyrirvara;
Sultartangavirkjun (110 MW), Fljóts-
dalsvirkjun (240 MW), Vatnsfells-
virkjun (70 MW), stækkun Búrfells-
virkjunar (100 MW) og loks Villinga-
nesvirkjun (30 MW). Þá er gert ráð
fyrir stækkun Kröfluvirkjunar úr 30
MW í 60 MW og 30 MW raforkuveri
á Nesjavöllum.
Búið verður að nýta um 25% af því
vatnsafli, sem hagkvæmt er talið að
virkja, þegar byggingu þessara fimm
virkjana hefur verið lokið. En ef
samningar nást um byggingu álvers á
Keilisnesi er sýnt að sú viðbótarorka,
STÓRIÐJAN
Upp úr aldamótunum reyndi Einar
Benediktsson hvað hann gat að vekja
áhuga útlendinga á því að kaupa af
okkur orku. Hann vildi virkja stórt og
selja orkuna til stóriðju. A vegum
hlutafélagsins Títan, sem var í eigu
Norðmanna og Islendinga, voru kost-
ir þess að virkja Þjórsá með stóriðju í
huga rannsakaðir ítarlega og niður-
stöðurnar birtar á fullveldisárinu,
1918. Ekkert varð þó úr framkvæmd-
um.
Það var svo ekki fyrr en Aburðar-
verksmiðjan í Gufunesi tók til starfa,
rúmum aldarþriðjungi síðar, að saga
stóriðju, sem nýtir orku úr fallvötnun-
um, hefst á íslandi. Fékk Áburðar-
verksmiðjan orkuna frá írafossstöð-
inni. Kísiliðjan við Mývatn tók til
starfa 1968, Álverið í Straumsvík ári
síðar og Járnblendiverksmiðjan á
Grundartanga ellefu árum þar á eftir,
1979. Ekkert stóriðjufyrirtæki hefur
Hitaveitulagnir lagðar í miðbæ Reykjavfkur. (Mynd: Hitaveita Reykjavíkur.)
VERKTÆKNl 33