Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Síða 5

Neytendablaðið - 01.11.2000, Síða 5
Frá kvörtunarþjónustunni vara er gölluð er að krefjast afsláttar af kaupverði vegna gallans og skal þa kaupverðið lækka í samræmi við það sem gallinn rýrir verðgildi vörunnar. Ef vara er verulega gölluð og hægt er að fá aðra eins í staðinn getur kaup- andi krafist þess. Kaupandi getur einnig rift kaupunum að öllu eða að hluta ef galli telst verulegur. Loks má geta þess að almennt á kaupandi rétt á að fá skaðabætur vegna galla á vöru og annars fjártjóns sem hann verður fyrir vegna gallans. Það er þó algeng- ast að seljandi óski eftir að gera við vöruna og er honum það heimilt að vissum skilyrðum uppfylltum og samsvarar það í raun greiðslu skaða- bóta til kaupandans. Seljandi ber ábyrgð á galla á vöru í eitt ár frá því að kaupin áttu sér stað nema hann hafi ábyrgst vöruna í lengri tíma. Það er mikilvægt að geyma kvittun fyrir kaupunum því það getur verið nauð- synlegt að sanna hvenær varan var keypt. Kvörtunar- og leiðbeiningaþjón- usta Neytendasamtakanna Hjá Neytendasamtökunum er starf- rækt kvörtunar- og leiðbeiningaþjón- usta og geta neytendur sem telja brot- ið á rétti sínum leitað þangað og fengið upplýsingar um rétt sinn og aðstoð við að ná honum fram. Einnig eru Neytendasamtökin aðilar að sex kvörtunar- og úrskurðamefndum sem neytendur geta skotið málum sínum til en þessar nefndir snúa að viðskipt- um við verslanir, efnalaugar, ferða- skrifstofur, iðnaðarmenn, fjármála- fyrirtæki og vátryggingafélög. Samkeppnisráð bannar BT að auglýsa farsíma á krónu Eins og fram kom í síðasta tölublaði Neytendablaðs- ins sendu Neytendasam- tökin kvörtun til Sam- keppnisstofnunar vegna auglýsinga BT á far- símum þar sem meðal annars var auglýstur Nokia 5110-sími á 1 krónu. í kjölfarið sendi Samkeppnisstofnun BT fleiri en eitt bréf þar sem hún beindi þeim tilmælum til BT að breyta auglýsingum sínum í samræmi við ábendingar stofnunarinnar. BT breytti loks auglýsing- um sínum lítillega en þær voru þó enn villandi og í raun ómögulegt fyrir neyt- andann að átta sig á hvert raunverulegt verð farsím- í auglýsingum nr. 21/1995, þar sem þær séu ófull- nægjandi og villandi. Til að verðupplýsingarnar í auglýsingum séu í sam- ræmi við lög taldi sam- keppnisráð að BT yrði að láta koma skýrt fram í aug- lýsingum í einni upphæð það verð sem neytendur þurfa að greiða á því 12 mánaða tímabili sem þeir skuldbinda sig til við kaup á farsíma. Það er því lág- mark að BT gefi upp kostnaðinn alls á tímabil- inu og staðgreiðsluverð símans. Loks bannaði Samkeppnisráð BT að birta auglýsingar sem eru ekki í samræmi við reglur um verðupplýs- ingar í auglýsingum og ef ekki verður farið eft- ir banninu beitir Sam- keppnisstofnun viður- lagakafla samkeppn- islaga þar sem meðal ann- ars er kveðið á um sektir. I ákvörðun Samkeppn- isráðs var sett upp eftirfar- andi dæmi um tvo mest auglýstu farsímana hjá BT: fyrir auglýsinganefnd og Nokia Nokia loks til samkeppnisráðs en 5110 3210 ákvörðunarorð samkeppn- Auglýst verð BT, sem í raun er útborgun, kr. 1 3.210 isráðs 2. október voru á Tal 12-afborgun af síma í 12 mán., alls kr. 4.800 9.600 þann veg að samkeppnis- Símakort og símanúmer, kr. 1.999 1.999 ráð telur að tilboðsauglýs- Tal 12 áskrift, ódýrasta leið, FrítaL í 12 mán., ingar BT á farsímum brjóti gegn ákvæðum 21. greinar alls kr. 6.000 6.000 Kostnaður alls á timabilinu, kr. 12.800 20.809 samkeppnislaga, sbr. 4. gr. reglna um verðupplýsingar Staðgreiðsluverð á einum síma, kr. 12.990 14.990 Mislukkað húðflúr hjá Nöglum og fegurð Til Neytendasamtakanna leitaði neytandi sem hafði fengið gert húðflúr í kringum augu á snyrti- stofunni Nöglum og feg- urð. Aðgerðin misheppn- aðist og var ekki hægt að laga húðflúrið þannig að viðunandi væri. Auk þess að vera með varanlegt lýti á augunum fékk neytand- inn sýkingu eftir aðgerð- ina. Fór hún fram á tafar- lausa endurgreiðslu. Snyrtistofan neitaði að endurgreiða nema lítinn hluta og sagði þetta vera á ábyrgð starfsmanns sem sjálfstæðs verktaka, en neytandinn gat engan veginn gert sér grein fyrir að umræddur starfsmaður væri „sjálfstæður verk- taki“.Við eftirgrennslan kvörtunarþjónustu Neyt- endasamtakanna kom einnig í ljós að stofan hafði ekki tilskilin réttindi til að gera húðflúr og neytandinn hafði ekki verið látinn lesa og skrifa undir tilskilda pappíra frá Landlæknisembættinu. Þrátt fyrir allt þetta hefur snyrtistofan ekki fallist á að endurgreiða neytand- anum umrætt húðflúr og er kvörtunarþjónustan nú að sækja um gjafsókn fyr- ir konuna þannig að við- unandi lausn fáist. NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000 5

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.