Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 37
Hátt verð á tölvum hér á landi
Neytendablaðinu hefur
borist þetta bréf frá reiðum
neytanda:
„Fyrir ekki löngu var ódýrt að
kaupa tölvur á Islandi. Sú
þróun hefur snúist við. Fyrir-
tæki auglýsir nú tölvu sem er
af afgangslager Compaq á
150.000 krónur, eins og um
kostakjör sé að ræða. Raunin
er sú að verið er að auglýsa
tölvuna á okurverði, tölvu
sem ólíkegt er að sé framleidd
lengur. íhlutir þessarar tölvu
er engan veginn í takt við það
sem sanngjarnt væri fyrir
þetta verð.
Gott dæmi um verð á tölv-
um er meðal annars að finna á
breskri heimasíðu og er
slóðin: http://www.
morgancomputers.co.uk/shop
-products/shop-product-
info.ASP?productID=235. Á
síðunni er að finna mörg til-
boð á langtum lægra verði en
býðst hérlendis. Sama fyrir-
tæki er einmitt gjarnan með
afgangsvörur („surplus“-vör-
ur) sem oft er verið að selja
fáfróðum viðskiptavinum hér-
lendis. Verð er skárra, en ekki
mun skárra en hjá samkeppn-
isaðilum. Helstu tilboðin eru
þó með vélbúnaði í síðari
kantinum. Að auki var nýlega
verið að selja grimmt lélegan
prentara á um 6-7.000 krónur
eins og um kostagrip væri að
ræða, prentara sem er löngu
hætt að framleiða, HP 610.
Myndgæði þess prentara eru
um fimm árum á eftir því sem
nú býðst. Enginn sölumaður
ætti samvisku sinnar vegna að
ráðleggja nokkrum manni að
kaupa slíkan prentara, ekki
síst þar sem mun nýrri og
betri prentarar frá Canon hafa
fengist á svipuðu verði. (Eg er
ekki að segja að HP-prentarar
séu almennt verri, þvert á
móti.) Það er alveg augljóst
að verið var að selja stóran af-
gangslager. Einnig má benda
á að rekstrarvörur fyrir prent-
ara eru allt að því þrefalt dýr-
ari en í nágrannalöndunum.
Það hefur reyndar verið lengi.
Fyrir um ári keypti ég gott
DVD-drif í tölvu á tæpar 10
þúsund krónur, sem var al-
gengt verð þá. Einn aðili aug-
lýsir nú „tilboðsverð" á drifi á
12.900 krónur, að ýmsu leyti
minna eftirsóknarvert drif.
Það er ekkert sem skýrir af
hverju DVD-drif eru dýrari í
dag en fyrir ári.
Mikil lækkun á meðalgóð-
um skjákortum hefur ekki
skilað sér hingað. Verð á
minniseiningum er of hátt og
hefur ekki lækkað lengi. Ég
tel sterkar vísbendingar um
samráð á þessum markaði.
Verðþróun á þessu ári hefur
verið afar óeðlileg. Það er þó
jákvætt að nú virðast móður-
borð og örgjörvar vera að
lækka, að vísu löngu eftir
lækkanir á heimsvísu.
Það væri ánægjulegt að sjá
Neytendasamtökin gera verð-
athugun á tölvumarkaðnum.
ekki síst samanburð á verð-
lagsþróun hér og annarstaðar.
Þess skal getið að ég vinn
við tölvur og hef gert það
lengi.“
Fyrirmyndarþjónusta
Félagsmaður hringdi og vildi konia þessu á framfæri:
Dóttir mín fékk á síðustu jólum skó að gjöf. Hún skilaði
þeirn í verslun Steinars Waage og fékk innleggsnótu með
nafni sínu. Þessari nótu var stolið frá henni. Dóttir mín var
erlendis í allt sumar og var ekkert gert í málinu. Nú nýlega
hringdi ég svo til verslunarinnar til að spyrjast fyrir unt
hvort inneignarnótan haft komið fram og sagði þeim
hvernig í pottinn væri búið. Hvað haldið þið að verslun
Steinars Waage geri? Hún sendir dömunni nýja innleggs-
nótu. Er þetta ekki frábært? Ég vildi bara að fleiri vissu urn
þetta.
Það þarf að borga fyrir tvær
sjónvarpsrásir til að fá enska boltann
Neytendablaðinu barst
þetta bréf frá neytanda:
„Mér finnst Islenska útvarps-
félagið vera að brjóta ansi
harkalega á þeim sem hafa
áhuga á enska boltanum. Ég
er ekki tilbúinn að borga fyrir
tvær sjónvarpsstöðvar til að
horfa á sömu þáttaröðina.
Þeir eru alveg augljóslega
ekki með hagsmuni neytanda
í fyrirrúmi í þessu máli. Ég lít
á þetta sjónvarpsefni eins og
hverja aðra þáttaröð. Þeir
skipta þessu niður á tvær
stöðvar, sýna laugardagsleik-
ina á Stöð 2 og sunnudags-
og mánudagsleikina á Sýn.
Að mínu mati finnst mér
þetta vera svipað og skipta
þáttaröð og sýna annan hvern
þátt á Stöð 2 og annan hvern
á Sýn.“
Neytendablaðið lagði bréf-
ið fyrir forstjóra íslenska út-
varpsfélagsins. Þegar þetta er
skrifað hefur ekki borist svar.
Sá sem þessar línur skrifar
þarf að beygja sig undir sama
agavald og bréfritari og
sleppir því enska boltanum.
NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000
37