Tónlistin - 01.12.1944, Side 42

Tónlistin - 01.12.1944, Side 42
72 TÓNLISTIN ÞJÓÐLEGUII SÖNGUR f BOLUNGAHVfK Á SfÐUSTU ÖLD. Inniskemmtanir í Bolungarvík voru mest sögulestur og rímnakveðskapur. Góðir kvæðamenn voru aufúsugestir. Gengu þeir búð úr búð, til þess að skemmta með kveðskap. Fengu þeir hvar- vetna mat og drykk vel úti látið, en um aðra borgun var naumast að ræða, netna orktir væru sérstakir bragir eða rimur samkvæmt beiðni. Var það oft vel laun- að; stundum höfðinglega .... .... Var það eins og vant var, að eftir þvi sem kuldinn sótti fastar á, var hert á kveðskapnum. Miklir kvæðamenn voru á skipinu, en misjafnt var kvæða- efnið. Sumir kváðu hestavísur, aðrir rím- ur eða kvennavísur; urð'u þær klúrari að efni, eftir því sem mönnum varÖ kald- ara og leið verr. Kvennavísur voru aldrei skráðar, heldur lifðu þær á vörum manna, sem höfðu ánægju af þeim kveðskait. Oft var það, að sína vísuna kvað hver. .... Einn kvað þessa: Nordan vard, hann gerdi gard, geysi hardur vard ’ann, borda jardar ennisard upp ' í skardið bardi’ ’ann. Þessi kvæðamaður var ekta Vestfirð- ingur, kvað fast að, svo að dé-iÖ kom skýrlega fram. Ég hefi hér að framan minnzt á kveÖ- skap sjómanna, bæði í verbúðunum og í yfirlegunt. Tel ég, að kveðskapurinn hafi þá verði mörgum álíka skemmtun og söngur er nú á timum. Söngkunnátta var þá næsta lítil og ekki almenn, en góður söngur þótti bæði göfgandi og skemmti- legur. En meðal sjómanna var kveðskap- urinn miklu meira iðkaður cn söngur; var það arfur frá eldri tíma. Einn þátt- ur þessa kveðskapar voru formannavísur. Arni Gíslason. (Úr ,,Gullkistu“ hans). Bréfabálkur Ég lærði ungúr á lítiÖ harmóníum og lék að lyktum skammlítið létt klassísk verk. Fékk ég að gjöf níu hefti af Har- monium Album, Edition Peters, og graut- aði i þeim öðru hvoru; svo auðvitað ,,ís- lenzkt söngvasafn" og fleira af þeirri teg- und. Svo vildi óhappið til! Mér var gef- ið píanó! Þá var ég í Menntaskólanum, ódæll og lífsglaður. og mér fannst hið bóklega lesefni ræna nógu miklu af fri- stundum minum, svo að ég lærði aldrei ,,anslagið“. Keypti tvö hefti af ,,Spil for os‘‘ fyrir drykkjupeninga mína og fletti þeim óspart út Menntaskólann og alla mína háskóla-lífstíð og notaÖi pcdalana „króniskt“. Svo fór ég til Hesteyrar og skildi pí- anóið eftir. RáÖinn ,,organisti“ við Hest- eyrarkirkju gegn þeim launum, að ég mætti láta flytja „kirkjuorgelið" heim til min eftir messu. HreinsaÖi orgelið! (Mitt mesta afreka á sviði tónlistarinnar). Sóp- aði burtu ,,músíkölskum“ flugum, sem höfðu orÖið hungurmorða inni í þessari furðulegu völundarsmíði. „Kompóneraði“ sorgarmarz efti þær. FlúÖi frá hinu staðn- aða andrúmslofti Ilesteyrarhéraðs, þar sem hægfara ,,monoton“ forsöngvaraiðn- aður réði lögum og lofum. og komst nauð- uglega undan til HornafjarÖar. Brenndi sorgarmarzinum á báli. AndrúmsloftiÖ hér greip mig strax föstum tökum. Alls- staðar varð ég var við rikjandi eldlegan áhuga fyrir öllum greinum hljómlistar, en þó einkum söng, og sér í lagi kór- söng. Byrjaði eftir áskorun að stjórna ca. 30 manna blönduðum kór, cn treysti mér ekki til ]æss að slá taktinn. Hrökkl- aðist frá eftir þrjár æfingar, við lítirin orðstir! Fór að gerast boðsflenna á sam- æfingum hjá Karlakór Hornafjarðar, i kirkjukjallaranum inni í Nesjurn. Var tekið kostum og kynjum af 1. tenór og söngstjóranum, Bjarna Bjarnasyni bónda að Brekku, sem að mestu leyti er sjálf-

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.