Tónlistin - 01.12.1944, Blaðsíða 42

Tónlistin - 01.12.1944, Blaðsíða 42
72 TÓNLISTIN ÞJÓÐLEGUII SÖNGUR f BOLUNGAHVfK Á SfÐUSTU ÖLD. Inniskemmtanir í Bolungarvík voru mest sögulestur og rímnakveðskapur. Góðir kvæðamenn voru aufúsugestir. Gengu þeir búð úr búð, til þess að skemmta með kveðskap. Fengu þeir hvar- vetna mat og drykk vel úti látið, en um aðra borgun var naumast að ræða, netna orktir væru sérstakir bragir eða rimur samkvæmt beiðni. Var það oft vel laun- að; stundum höfðinglega .... .... Var það eins og vant var, að eftir þvi sem kuldinn sótti fastar á, var hert á kveðskapnum. Miklir kvæðamenn voru á skipinu, en misjafnt var kvæða- efnið. Sumir kváðu hestavísur, aðrir rím- ur eða kvennavísur; urð'u þær klúrari að efni, eftir því sem mönnum varÖ kald- ara og leið verr. Kvennavísur voru aldrei skráðar, heldur lifðu þær á vörum manna, sem höfðu ánægju af þeim kveðskait. Oft var það, að sína vísuna kvað hver. .... Einn kvað þessa: Nordan vard, hann gerdi gard, geysi hardur vard ’ann, borda jardar ennisard upp ' í skardið bardi’ ’ann. Þessi kvæðamaður var ekta Vestfirð- ingur, kvað fast að, svo að dé-iÖ kom skýrlega fram. Ég hefi hér að framan minnzt á kveÖ- skap sjómanna, bæði í verbúðunum og í yfirlegunt. Tel ég, að kveðskapurinn hafi þá verði mörgum álíka skemmtun og söngur er nú á timum. Söngkunnátta var þá næsta lítil og ekki almenn, en góður söngur þótti bæði göfgandi og skemmti- legur. En meðal sjómanna var kveðskap- urinn miklu meira iðkaður cn söngur; var það arfur frá eldri tíma. Einn þátt- ur þessa kveðskapar voru formannavísur. Arni Gíslason. (Úr ,,Gullkistu“ hans). Bréfabálkur Ég lærði ungúr á lítiÖ harmóníum og lék að lyktum skammlítið létt klassísk verk. Fékk ég að gjöf níu hefti af Har- monium Album, Edition Peters, og graut- aði i þeim öðru hvoru; svo auðvitað ,,ís- lenzkt söngvasafn" og fleira af þeirri teg- und. Svo vildi óhappið til! Mér var gef- ið píanó! Þá var ég í Menntaskólanum, ódæll og lífsglaður. og mér fannst hið bóklega lesefni ræna nógu miklu af fri- stundum minum, svo að ég lærði aldrei ,,anslagið“. Keypti tvö hefti af ,,Spil for os‘‘ fyrir drykkjupeninga mína og fletti þeim óspart út Menntaskólann og alla mína háskóla-lífstíð og notaÖi pcdalana „króniskt“. Svo fór ég til Hesteyrar og skildi pí- anóið eftir. RáÖinn ,,organisti“ við Hest- eyrarkirkju gegn þeim launum, að ég mætti láta flytja „kirkjuorgelið" heim til min eftir messu. HreinsaÖi orgelið! (Mitt mesta afreka á sviði tónlistarinnar). Sóp- aði burtu ,,músíkölskum“ flugum, sem höfðu orÖið hungurmorða inni í þessari furðulegu völundarsmíði. „Kompóneraði“ sorgarmarz efti þær. FlúÖi frá hinu staðn- aða andrúmslofti Ilesteyrarhéraðs, þar sem hægfara ,,monoton“ forsöngvaraiðn- aður réði lögum og lofum. og komst nauð- uglega undan til HornafjarÖar. Brenndi sorgarmarzinum á báli. AndrúmsloftiÖ hér greip mig strax föstum tökum. Alls- staðar varð ég var við rikjandi eldlegan áhuga fyrir öllum greinum hljómlistar, en þó einkum söng, og sér í lagi kór- söng. Byrjaði eftir áskorun að stjórna ca. 30 manna blönduðum kór, cn treysti mér ekki til ]æss að slá taktinn. Hrökkl- aðist frá eftir þrjár æfingar, við lítirin orðstir! Fór að gerast boðsflenna á sam- æfingum hjá Karlakór Hornafjarðar, i kirkjukjallaranum inni í Nesjurn. Var tekið kostum og kynjum af 1. tenór og söngstjóranum, Bjarna Bjarnasyni bónda að Brekku, sem að mestu leyti er sjálf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.