Tónlistin - 01.06.1946, Side 8

Tónlistin - 01.06.1946, Side 8
6 TÓNLISTIN þó er sá ljóður á ráði þeirra, að hver hermir eftir öðrum, svo að mörg góð lög lians liggja stöðugt i þagnargildi. Fullkomin yfirsýn yf- ír heildarstarf hans er þvi enn ekki fyrir hendi, svo að vel megi greina vegferð lians i öllum einstökum at- riðum, og er þó timi til kominn, að farið verði að rekja feril braut- ryðjandans nokkru nánar en verið hefir. Sigvaldi Kaldalóns er fyrsti sönglagahöfundur okkar, sem að af- köstum gerir kröfu til efnisskrár söngvarans. Lög hans eru langflest samin fyrir eina söngrödd með pi- anóundirleik og boða að þvi leyti nýtt timabil i islenzkri sönglaga- smið, þótt aðrir hafi verið honmn fvrri til með nokbrum góðum til- raunum í þessu tilbrigðaríka formi. Hin fvrstu lög Sigvalda komu mátu- lega snemma til þess að blása anda uppörvunar og lífstrúar að vaxandi glæðum sjálfstæðisbaráttunnar, er lauk með fengnu fullveldi 1918, út- komuári þeirra laga Sigvalda, er mestra vinsælda hafa notið frá fyrstu tið, með „Heimi“ i fylking- arbrjósti. Þá var ferskur ilmur i lofti. ísland var að risa úr alda- íramalli niðurlægingu. og Sigvaldi fagnar þessum timamótum i laginu ..Vor“: ..Heilsar tindum himinn nvr. huldan, sem í fossi bvr. gigiu- streng af gleði knvr.“ Og i ..Mariu- bæninni“ brýzt bessi gleði tón- skáldsins fram i þrungnum þakkar- söng til forsjónarinar, og tekst hon- um þar vel að lýsa fögnnði sinum með háhvelfdum laghogum, sem nema staðar við eftirlætistón tenór- söngvarans, hámark frelsisbarátt- unnar 1918, hið margþráða og virðu- lega háa ,,c“. Næsta áratug sendir Sigvaldi frá sér allmörg lög, sem öll ganga bein- ar brautir liðins tíma. En einu ári á undan þúsund ára minningarhá- tíð þjóðveldis á íslandi kemur frá hans hendi lag, sem mai’kar nýja stefnu i viðleitni hans og verður fimmtán árum siðar að forystusöng við endurreisn lýðveldis á Þingvöll- um 1944, „ísland ögrum skorið“. Hér stillir Sigvaldi nýjan streng, sem bregður i ætt þjóðfylgjunnar; hér kemur i ljós sérstæður skyld- leiki hans við hetjusöng miðaldanna og svartagaldur fornaldarinnar: ís- lenzkur tónn rís úr dauðadái hörm- unga og fávizku, hvorttveggja í senn byrstur og hlíður (máske of bliður vegna óhentugs nýtizkubúnings). Þetta lag stendur þó ekki einangr- að á sínu sviði; því að 1932 birtist „Glímusöngur” hans i Skinfaxa, ristur hvössum rúnum fjörsnarpra fornmanna i kröppum leik, og 1939 kemur lagsetning Sigvalda á „Rless- uð sértu, sveitin mín“, sem er greini- Ieg tilraun til jiess að endurvekia hið gamla rímnalag með sífelldum taktbrevtingum og samræma bað nútima-braghætti. Hér gerir Sig- valdi upp reikningsskilin við þjóð- borna tilfinningu sina. Það er sem hann taki undir með Bjarkarmál- ”m binum fornu: Dagr er upnkominn. ’ dvnia banafiaðrar. mál er vilmögum at vinna erfiði. Þegar Sigvaldi hefir opinberað allar hjartnæmustu hugmyndir ein-

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.