Tónlistin - 01.06.1946, Síða 15
TÓNLISTIN
13
sjálfsdáðum stund á tónfræði, inn-
ritaðist sem lögfræðistúdent við liá-
sKólann i Helsingfors, en tók sam-
tímis þátt i námskeiðum við tón-
listax-skólann. Kennari lians þar var
Martin Wegelius, traustur en hefð-
hundinn lærifaðir og mikill aðdá-
andi Wagners. Hinsvegar aðhyllt-
isl nemandinn Grieg og Tschaikow-
sky. Sibelius tók burtfararpróf i tón-
smíði frá tónlistarskólanuní með
svítu fyrir strokhljómsveit í A-dúr
og strokkvartett í a-moll, sem ujjp-
færð voru 1889 og lilutu lofsamlega
dóma lijá hezta tónlistargagnrýn-
anda Finna, Carl Flodin. I lok þessa
árs liélt Sibeíius til Berlín með 1500
marka ríkisstyrk. Þar tók liann
stranga tíma í kontrapunkti og fúgu
hjá mjög þekktum tónfræðingi
þýzkum, Albert Becker. Þaðan lagði
liann leið sína til Wien, þar seni
liann stundaði tónsmíði og hljóð-
færaskipun (instrumentation) lijá
arftáka Bralmis, Robert Fuchs. Síð-
ar naut hann einnig leiðsagnar lijá
Carl Goldmark, sem sýndi honum
fram á nauðsyn þess að skrifa ork-
esturmúsík öðruvísi en kammer-
músík. Goldmark var þá æðsta ráð
í skapandi tónlist, næst á eftir
Brahms og Bruckner, þótt nú sé
hann flestum gleymdur. Hans Ricli-
ter, liinn kunni óperustjórnandi,
hafði ráðlagt Sihelius að sækja fund
þessa slóttuga fésýslumanns eftir
að Busoni árangurslaust hafði reynt
að veita lionum áheyrn lijá Bralims.
Goldmark gaf sér tíma til að leið-
beina Sihelius, sem liann nefndi um-
yrðalaust „skrítinn fugl“. Söngur
hinna norðlægu skóga hefir eflaust
ómað kynlega fyrir glaumfylltum
eyrum borgarinnar.
Nú loks var Sibelius farinn að
sætta sig við hinn þurra og misk-
unnarlausa skóla tónfræðinnar.
Hann skildi, að liandverkið var lyk-
ill að vel mótaðri liugsun. Án kunn-
áttu var liugsunín ófleyg og andinn
linepptur i fjötra hiks og úrræða-
leyis, og þvi til áréttingar segir
hann: „Nú virðist mér þjálfun i
tónsmíðatækni jafn nauðsynleg fyr-
ir tónskáldið og æfing í lil'færafræði
fyrir skurðlækninn.“ Þó þyrmdi yf-
ir liann uggvænlegur leiði, er liann
hrauzt um í böhdum fúgunnar: „Ég
gat ekki varizt þeirri hugsún, að ég
líktist manni, sem væri að grafa upp
heinagrindur liðinna tíma.“ En hann
lauk uppgreftrinum.
Öll sin námsár hafði Sibelius sam-
ið allmörg tónverk, sem jafnóðum
höfðu verið flutt í Finnlandi og
fengið einlægar viðtökur, t. d. pianó-
kvintett í g-moll og oktett fyrir
fíautu, klarínettu og strokhljóðfæri.
En enn hafði liann ekki gert neitl
hljómsveitarverk, sem staðfesti full-
komlega sjálfstæðan stil. Baráttan
milli skóla Brahms og Wagners stóð
sem hæst um það leyti, er hann
dvaldi i Wien, en Sibelius lét liana
afskiptalausa og tók enga afstöðu,
enda hafði tónlist þeirra engin úr-
slitaáhrif á hann. Hann þráði öllu
heldur að hverfa úr háreysti stór-
horganna og komast heim til Finn-
lands. Þar gat hann fundið sjálfan
sig, þar var hlóð hans, beinmergur
og hjarta. Ættjarðarástin svall i
barmi hans og jafnframt áköf löng-
un til þess að hrinda hinu rússneska