Tónlistin - 01.06.1946, Síða 16

Tónlistin - 01.06.1946, Síða 16
14 TÓNLISTIN ofbeldi, sem ógnaði ineð þvi að varna Finnum sæti í ríkisstjórninni og aí'nema málfrelsi og fundafrelsi. 1 tæp sjö liundruð ár höfðu Finnar lotið sænskri stjórn (1157—1808), og nú sátu Rússar yfir rétti þeirra. Si- helius einsetti sér þvi að reyna að liefja þjóðlega vakningu meðal landa sinna til þess að örva og létta liina þungu og liættulegu sjálfstæð- isbaráttu þeirra. Hann kvaddi þvi meginland Evrópu og hélt til liins innilukta þúsund vatna lands, liátt í norðri, sem af hetjumætti einhuga þjóðar veitti vasklegt viðnám slaf- neskum yfirgangi. Til þess að skilja tónskáldið het- ur, skulum vér líta nokkru nánar á land lians og þjóð. Uppruni Finna er frekar óljós. Því hefir verið hald- ið fram, að þeir liafi snennna á öld- um búið á bökkum Volgu og ráðið yfir miklum hluta þess landsvæðis, sem nú nefnist Rússland. Skyldir eru þeir Ungverjum og tilheyra hin- um úgríska kynþætti, eins og Est- lendingar. Finnsk tunga var í mik- illi niðurlægingu fram undir miðja síðustu öld. Var liún eingöngu al- þýðumál, meðan sænska var hók- menntamál, sem talað var af heldri stéttum og höfðingjum. Endurfæð- ing finnskrar tungu hefst 1835, þeg- ar fátækur skraddarasonur, Eli- as Lönnrot, gefur í fyrsta sinn út safn af þjóðkvæðum Finna, sem kölluð eru „Kalevala". Er þetta frá- sögn af ævintýrum og afreksverk- um, sem fjórar þjóðhetjur drýgja: Vainiámöinen, Baldur finnskrar goðtrúar og rammur galdramaður; Ilmarinen, bróðir hans, slægvitur íþróttakappi og þjóðhagasmiður, Lemminkáinen, yndi allra kvenna, einskonar norrænn Don Juan; og Kuilervo, sérkennilegur og skugga- legur persónugervingur, sem hlýtur hin sorglegustu örlög. Kvenhetjurn- ar eru líka aðallega fjórar: Ilmatar, dóttir loftguðsins og móðir Váiniá- möinens; Aino ástmey hans; Louhi húsfreyja i Norðurheimum; og dótt- ir hennar, mærin Pohjola, sem verð- ur eiginkona Ilmarinens. Kvæðin skiptast í fimmtiu runos eða flokka og fjalla að mjög miklu leyti um náttúru landsins og töfralistir, svo að hvergi annarsstaðar i fornum heimsbókmenntum mun það efni skipa svo breiðan sess. Islendinga- sögurnar geta nokkrum sinnum um fjölkunnugt fólk af finnsku bergi brotið, og Finnar liafa frá öndverðu verið annálaðir meðal nágranna sinna fyrir sérstakan frama i svarta skóla fjölkynnginnar. Einangrun landsins hefir lialdið þessari trú við lýði, og landslag og loftslag styrkja liana enn að mun. Að sumu leyti benda landshættir til Islands: langir vetur, þegar jörðin liggur í dvaladái undir þykkum snjófeldi og norðurljósin lýsa upp ómælis- hvelfingu háloftanna; langir sum- ardagar og bjartar nætur; og dinim- ir haustdagar, þegar holskeflur bylt- ast inn yfir ströndina og himinninn lirannast svörtum skývængjum, eins og heljarstórt finngálkn svífi yfir Suomi. Þetta land hefir fóstrað Sibelius. Hin hrjúfa tign þess hefir blásið honum í brjóst óhagganlegri aðdá- un á röddum náttúrunnar, sem jafn-

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.