Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 16

Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 16
14 TÓNLISTIN ofbeldi, sem ógnaði ineð þvi að varna Finnum sæti í ríkisstjórninni og aí'nema málfrelsi og fundafrelsi. 1 tæp sjö liundruð ár höfðu Finnar lotið sænskri stjórn (1157—1808), og nú sátu Rússar yfir rétti þeirra. Si- helius einsetti sér þvi að reyna að liefja þjóðlega vakningu meðal landa sinna til þess að örva og létta liina þungu og liættulegu sjálfstæð- isbaráttu þeirra. Hann kvaddi þvi meginland Evrópu og hélt til liins innilukta þúsund vatna lands, liátt í norðri, sem af hetjumætti einhuga þjóðar veitti vasklegt viðnám slaf- neskum yfirgangi. Til þess að skilja tónskáldið het- ur, skulum vér líta nokkru nánar á land lians og þjóð. Uppruni Finna er frekar óljós. Því hefir verið hald- ið fram, að þeir liafi snennna á öld- um búið á bökkum Volgu og ráðið yfir miklum hluta þess landsvæðis, sem nú nefnist Rússland. Skyldir eru þeir Ungverjum og tilheyra hin- um úgríska kynþætti, eins og Est- lendingar. Finnsk tunga var í mik- illi niðurlægingu fram undir miðja síðustu öld. Var liún eingöngu al- þýðumál, meðan sænska var hók- menntamál, sem talað var af heldri stéttum og höfðingjum. Endurfæð- ing finnskrar tungu hefst 1835, þeg- ar fátækur skraddarasonur, Eli- as Lönnrot, gefur í fyrsta sinn út safn af þjóðkvæðum Finna, sem kölluð eru „Kalevala". Er þetta frá- sögn af ævintýrum og afreksverk- um, sem fjórar þjóðhetjur drýgja: Vainiámöinen, Baldur finnskrar goðtrúar og rammur galdramaður; Ilmarinen, bróðir hans, slægvitur íþróttakappi og þjóðhagasmiður, Lemminkáinen, yndi allra kvenna, einskonar norrænn Don Juan; og Kuilervo, sérkennilegur og skugga- legur persónugervingur, sem hlýtur hin sorglegustu örlög. Kvenhetjurn- ar eru líka aðallega fjórar: Ilmatar, dóttir loftguðsins og móðir Váiniá- möinens; Aino ástmey hans; Louhi húsfreyja i Norðurheimum; og dótt- ir hennar, mærin Pohjola, sem verð- ur eiginkona Ilmarinens. Kvæðin skiptast í fimmtiu runos eða flokka og fjalla að mjög miklu leyti um náttúru landsins og töfralistir, svo að hvergi annarsstaðar i fornum heimsbókmenntum mun það efni skipa svo breiðan sess. Islendinga- sögurnar geta nokkrum sinnum um fjölkunnugt fólk af finnsku bergi brotið, og Finnar liafa frá öndverðu verið annálaðir meðal nágranna sinna fyrir sérstakan frama i svarta skóla fjölkynnginnar. Einangrun landsins hefir lialdið þessari trú við lýði, og landslag og loftslag styrkja liana enn að mun. Að sumu leyti benda landshættir til Islands: langir vetur, þegar jörðin liggur í dvaladái undir þykkum snjófeldi og norðurljósin lýsa upp ómælis- hvelfingu háloftanna; langir sum- ardagar og bjartar nætur; og dinim- ir haustdagar, þegar holskeflur bylt- ast inn yfir ströndina og himinninn lirannast svörtum skývængjum, eins og heljarstórt finngálkn svífi yfir Suomi. Þetta land hefir fóstrað Sibelius. Hin hrjúfa tign þess hefir blásið honum í brjóst óhagganlegri aðdá- un á röddum náttúrunnar, sem jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.