Tónlistin - 01.06.1946, Side 21
TÓNLISTIN
19
báðir sniliingar. Pétur Jónsson ó-
perusöngvari liafði rutl sér braul-
ina ó lielztu óperusvið Þýzkalands.
Þegar þessir menn komu lieini tii
íslands í sumarfríum sínum og létu
til sin heyra opinberlega, þá þótti
það mikill tónlistarviðburður. Svo
hurfu þeir aftur með liaustinu, og
tónlistarlífið i hænum féll í samt
far aftur.
Þannig þróaðist tónlistarlífið
liægt og seint í liöfuðborg landsins
fram á þriðja tug aldarinnar, án
þess að sjáanlegt væri, að stefnt
væri að neinu marki, þar lil sá
viðburður skeði, sem varð þess
valdandi, að tónlistarlífið komst
inn á þá braut, sem leiddi til þroska,
en það er stofnun „Hljómsveitar
Reykjavíkur“ árið 1925, sem síðar
varð til þess að Tónlistarskólinn
var stofnaður árið 1930, og svo er
Tónlistarfélagið var stofnað árið
1932, tók það að sér rekstur hljóm-
sveitarinnar og skólans, og hafa síð-
an þessir þrír aðilar, liljómsveitin,
skólinn og' Tónlistarfélagið verið
aðalstoðirnar i tónlistarlífi borgar-
innar.
Aðalforgöngumenn að stofnun
„Hljómsveitar Reykjavíkur“ voru
tónskáldin Sigfús Einarsson og Jón
Laxdal. Fju’stu árin var hún næsta
ófullkomin, í rauninni ekki annað
en „salon“-liljómsveit, og eftir 5
ára starf var hún ekki orðin það
fullkomin, að hún væri einfær um
að annast hljómsveitarleikinn i Al-
þingishátíðarkantötu Páls ísólfs-
sonar á Þingvöllum árið 1930, svo
að það þurfti að sækja til útlanda
nokkra hljóðfæraleikara til aðstoð-
ar. En liún liafði alltaf verið vísir
að fullkominni liljómsveit, og á-
Jiugamönnum þeim sem að henni
standa er það metnaðarmál að
koma henni svo vel á legg, að hún
með tímanum vaxi upp i fullþroska
symfóníuhljómsveit. í öllum lönd-
um og í öllum horgum og stærri
bæjum þar sem tónlistin er í heiðri
höfð eru það symfóníuhljómsveit-
irnar, sem bera uppi fjölþætt tón-
listarlíf. Hljómsveitin liafði ekki
starfað lengi, er mörgum meðlima
liennar var það ljóst, að sú aðferð
var ekki einlilít að safna saman
öllum þeim, sem eittlivað gálu leik-
ið á liljóðfæri til samleiks. Sú að-
ferð var ekki vænleg lil framfara,
og seint myndi framtíðardraumur-
inn um symfóniuhljómsveit rætast
með því móti. Þessvegna var það,
að hljómsveitin gekkst fyrir þvi að
slofna Tónlistarskólann, svo að
bæði meðlimum hljómsveitarinnar
og öðrum gæfist kostur á að læra
til hlítar að leika á liljóðfæri og
afla sér tónmenntunar hjá hæfum
kennurum. Hljómsveitin rak svo
skólann fj'rstu tvö árin, en þá hafði
komið í Ijós, að þetta fyrirkomu-
lag var að ýmsu leyti ekki heppi-
legt, því að meðlimir hljómsveitar-
innar margir voru elcki annað en at-
vinnuhljóðfæraleikarar, sem ó-
gjarna vildu taka á sig áhættu af
rekstri skólans, sem barðist í bökk-
um fjárhagslega. Þá var það, að 12
áhugamenn tóku sig saman og
stofnuðu Tónlistarfélagið í því
skyni, að það tæki að sér umsjá
þessara mála og framkvæmdir, og
hefir liaft það hlutverk siðan.