Tónlistin - 01.06.1946, Side 23

Tónlistin - 01.06.1946, Side 23
TÓNLISTIN 21 hefir þegar komizt langt í cellóleik. Margir hafa numið hjá kennurum skólans tónfræði og kontrapunkt og hafa þvi sjálfir verið færir um að klæða tónsmíðar sinar í viðeig- andi búning. Hafa sumir vakið á sér athygli, meira að segja fyrir frumsamin tónverk á sviði hljóð- færalistarinnar, eins og Karl 0. Run- ólfsson, Helgi Pálsson, Árni Björns- son, Jón Nordal o. fl. En það er alkunnugt, að kunnáttuleysi í tón- fræði hefir háð mörgum mannin- um, sem annars hefði getað gert vel, og óneitanlega er það leiðin- legt fyrir tónskáld, að þurfa að fara i smiðju til annarra með raddsetn- ingu á lögum sínum. Því að sá, sem raddsetur lag, setur ávallt fingra- för sín á það. Skólinn hefir gert ágætum ís- lenzkum tónlistarmönnum kleift að starfa hér í Reykjavik og beita kröftum sínum, mönnum eins og Páli ísólfssyni, sem verið hefir skólastjórinn frá byrjun og unnið hefir liér ágætt brautryðjandastarf, siðan Árna Kristjánssyni og Rirni Ólafssyni og nú síðast Rögnvaldi Sigurjónssyni, sem án þessa skóla mundu hafa orðið að setjast að er- lendis. Ennfremur befir skólinn flutt hingað heim duglega menn frá útlöndum, eins og dr. Mixa, dr. Ur- bantschitsch og dr. Edelstein, og án starfs þeirra hefði orðið vonlaust að leggja liér grundvöll að fjöl- breyttu tónlistarlífi. 1 sambandi við skólann hefir verið komið upp furðu eóðri strengjasveit og siðast strok- kvartett. Mun það verk að mestu að þakka fiðlukennara skólans, Birni Ólafssyni, sem sýnt hefir í starfi sínu svo mikinn áhuga með þessu, að Tónlistarfélagið sá ástæðu til að sýna honum sérstaklega við- urkenningu fyrir það. Loks hefir skólinn starfrækt hérblandaðan kór, sem nú nefnist Samkór Tónlistar- skólans, og hefir hann með aðstoð hljómsveitar skólans sungið mörg stórverk, svo sem alkunnugt er og vikið verður nánar að hér á eftir. Ennfremur læra nú um 50—60 hörn að leika á blokkflautu og lesa nót- ur, svo að þau geta sungið eftir þeim, og væri æskilegt að slík að- ferð væri viðhöfð við söngkennslu i barnaskólum landsins. Tónlistarfélagið hefir jafnan sett markið liátt og vandað val kenn- ara sem bezt má verða. Nemend- urnir hafa borið kennslunni í skól- anum fagurt vitni. Ekki þarf ann- að en að sækja nemendatónleika skólans til að sannfærast um það. Margir þeir, sem i skólanum hafa numið, hafa síðan dreifzt um byggð- ir landsins og orðið virkir kraftar í sönglífinu bver á sinum stað. Það má og nokkuð marka árangurinn af starfi skólans af því, að áður en hann tók til starfa, voru það nær eingöngu útlendingar, sem héldu uppi hljómleikum á veitingastöðum borgarinnar. Nú eru það eingöngu tslendingar, sem það gera, og eftír þcirri reynslu, sem fengizt hefir. mvndi engum koma til huear að sækia bliómleikara til útlanda i bessu skvni. Oö svo mikil brpvtinrr hefir orðið á Hliómsveit Rpvkín-rríir. ur frá bv? sem hún var n«nv hún er orðin svo mikln ti“kí r>-

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.