Tónlistin - 01.06.1946, Side 25

Tónlistin - 01.06.1946, Side 25
TÓNLISTIN 23 uppfærslu á Messíasi eftir Hándel (árin 1940 og 1946), Jdhannesar- passíu Baclis, Jólaóratóríunni eftir sama höfund, Requiem eftir Mozart og ennfremur íslenzku óratóríunni „Friður á jörðu“ eftir Björgvin Guð- mundsson. En þeir dr. Mixa, Páll ísólfsson og Robert Ahraham stjórn- uðu öðrum hliðstæðum verkum, en þau eru Messa í G-dúr eftir Sclni- bert, Sköpunin eftir Haydn og Árs- tíðirnar eftir sama höfund. Loks var Alþingisliátiðarkantata Páls ís- ólfssonar uppfærð af liöfundinum á fimmtugsafmæli lians. Með þess- um uppfærslum hefir verið lyft stærri hjörgum en dæmi eru til áð- ur i allri söngsögu landsins. Að lokum vil ég taka það fram, að Tónlistarfélagið á heiðurinn af því að Iiafa Iiaft forgöngu með óp- erettusýningar í Reykjavík, svo að ekki mun hér eftir hægt að ganga fram hjá þvi, að nefna félagið, þeg- ar leiklistarsaga landsins verður rit- uð.Óperetturnar eru þessar: „Meyja- skemman", „Bláa kápan“, „Systir- in frá Prag“, „Nitouche“, „Brosandi land“, og ennfremur eina islenzka -óperettan, sem samin hefir verið. en hún er „í álögum“ eftir Sigurð Þórðarson og Dagfinn bónda. Þess- ar ópcrettusýningar hafa verið sterkur þáttur i skemmtanalifi bæj- arins undanfarin ár. Ennfremur var hað Tónlistarfélagið í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur, sem stóð að svningu á „Pétri Gaut“ eftir Ibsen, en eins og kunnugt er hefir Grieg samið lögin í leikritinu. Tónlistin hefir verið hornreka ”ieð húsakost i þessum bæ undan- farin ár. Það er því áhugamál Tón- listarfélagsins að reisa Tónlistarhöll, þar sem skólinn gæti verið til húsa og góður hljómleikasalur vr’' byggður. Hefir félagið þegar hafið undirbúning að þessu máli og fal- azt eftir lóð lijá Reykjavíluirbæ und- ir húsið, og ætti þess ekki að vera langt að bíða, að húsið kæmist upp. Ég er þeirrar skoðunar, að með stofnun Tónlistarskólans og starf semi Tónlistarfélagsins hafi orðið straumhvörf i þróun tónlistarinnar á íslandi. I upphafi þesarar grein- ar dró ég upp mynd af tónlistarlífi hæjarins, eins og það kom mér fyr- ir sjónir fyrstu þrjá áratugi ald- arinnar. Allan þcnnan tíma ríkti kvrrstaða. En siðan hefir tónlistar- lífið breytt um svip og hefir orðið ríkara og fjölbreyttara. Mér er næst að halda, að án Tónlistarskólans og Tónlistarfélags.ins værum við enu að hjakka í sama farinu og fvrir 1930, og við hefðum þá farið á mis við hinar merkilegu uppfærslur á stórverkum tónlistai'innar, sem get- ið er uih hér að framan. Frá skól - anum hafa þegar komið nemend- ur, sem náð hafa þeim hrnst-o ov fjarstæða liefði þótt áður að láta sér til hugar koma, að unnt væri að nema svo mikið hér á íslandi. Með skólanum var mvndaður iarð- vegur fyrir islenzka tónmenningu. sem vonandi er, að mikið vaxi im- úr i framtiðinni. Að minni skoðun álít ég, að is- lenzk menning standi i þakkarskuld við há menn, sem bera Tónlistar- félagið uppi og standa að Tónlist- arskólanum.

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.