Tónlistin - 01.06.1946, Side 28

Tónlistin - 01.06.1946, Side 28
26 TÓNLISTIN strengnum (skiptilykill); var þetta gert þegar höfundurinn vildi gefa til kynna raddhæð söngvarans, seni flytja átti sönginn, nefnilega í annaðhvort eða stað 1 li ^ "Ij 1 ‘4 = (hár skiptilykill) m-—f¥.- ■9« =- (lágur skiptilykill). Áður fyrr var hægt að færa lyk- ana úr stað. í fyrstu línu dæmanna er c-lykill á þremur mismunandi sæt- um. Einstrikað c situr á sömu línu nótnaselrengsins. og lykillinn. C-lyk- illinn skipti um nafn eftir því á hvaða línu hann sat og hvaða rödd hann átti að tákna. C-lykill á neðstu linu heitir sópran-Iykill (eða diskant- lykill), á næstneðslu líuu mezzo- sópran-lykill, á miðlinu alt-lykill og á næstefstu línu tenór-lykill. Sömu- leiðis skipti f-lykillinn áður um sæti; á miðlínu hét hann bariton-lykill, á næstefstu línu bassa-Iykill og á efstu línu sub-bassa-lykill. Dæmin liér að ofan sýna tónfærslu (transposition) með því að breyta sætum lyklanna: frá færsta dæmi til annars tónfærsla upp um þriund; frá fyrsta dæmi til þriðja tónfærsla niður um þríund. chiroplast (gr.) = egl.: sá, sem mótar höndina; áhald, sem venja álti menn við rétta liandstöðu; upp- finnandi þess var Johann Bernhard Logier tónlistarkennari í Kassel (1777—1846). Uppfinning hans var fólgin í því að fá nemendur til að spila með mjög mikið sveigðum úlnlið. chitarra (it.), gitar. chitarrone, úrelt stór bassalúta. choir-organ (e.), þriðja handborð eða nótnaborð (manual) á orgeli, fjarverk, útverk. chor (þ.), 1. samsafn margra söng- manna með ólíku raddsviði = kór; 2. söngverk, sem samið er fyrir slíkan flokk; 3. staður sá i kirkj- unni fyrir framan orgelið þar sem söngvararnir standa; 4. strengir þeir í píanóinu, sem stilltir eru í sömu hæð og tilheyra sömu nótu; hljóðfærið er tvíkóra eða þríkóra eftir þvi, livort tveir eða þrir strengir eru tengdir hverri nótu; í orgeli nefnist „kór“ allar þær mis- munandi hljómbreytilegu pipur, sem liggja að einu blönduðu reg- islri eða rödd (mixtúra, kornett). chorage (clioragos), hjá Grikkjum stjórnandi kórsins í harmleiknum og gleðileiknum, kórstjóri, for- söngvari. choral (þ.), 1. innan kaþólsku kirkj- unnar söngvarnir í gregóríönsku helgisiðabókinni; 2. í kirkju mót- mælenda lög þau, sem söfnuðurinn notar við söng sálma og andlegi'a ljóða.

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.