Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 30
28
TÓNLISTIN
aðeins „ritnefndin“, en síðar var
nöfnunum bætt við af einum nefnd-
armanna, sem sótti málið fastast,
án þess að leita samþykkis hinna
tveggja. Sætir það undrun, að nefnd-
in skuli velja þessa leið til að kynna
tilveru sina og um leið fyrsta afrek
i þágu ritsins, með svo snögglegum
og sérkennilegum hætti. Það skýt-
ur og nokkuð skökku við, að menn,
sem valdir eru til að sjá velferð
félagsrits horgið, skuli gera sér leik
að því að stofna málgagninu í aug-
ljósa hættu með tilefnislausri árás
eftir að liafa hvorki til góðs né ills
skipt sér af því í full fimm undan-
farin ár.
íslenzk tónlist á í vök að verj-
ast, svo ung og óþroskuð, sem hún
er. Enn vantar okkur hljómsveit,
kirkjusöngurinn er i líku horfi nú
og um aldamót, nótnaútgáfa er á
byrjunarstigi, raddsetning laga er
svo ábótavant, að ógerlegt er að
svngja mörg ágæt lög í islenzkum
lagasöfnum vegna slæms frágangs,
og prófskylda tónlistarkennslu
vántar enn i skóla landsins, vegna
skorts á kennurum. Þannig mætti
halda áfram. En sízt er ástæða til
örvænis. Svo langt sem við eigum
i land, þá hafa nýliðnir áratugir
borið væna ávexti. Hinsvegar er
það lifsskilyrði fyrir þróun tónlist-
arinnar á öllum sviðum, að allir
sein að þeim málum vinna sjái hag
málefnisins bezt borgið með sain-
eiginlegu átaki. Félag islenzkra tón-
listarmanna er enn ungt, en á hei-ð-
um þess og sjálfra tónlistarmann-
önna hlýtur í framtiðinni að hvila
öll ábyrgð um afdrif þessara mála.
Svo lengi sem tónlistarmennirnir
gangast ekki við þeirri ábyrgð, geta
þeir tæplega vænzt þess að verða
skoðaðir jafnréttháir þeim, sem bar-
izt hafa fyrir viðgangi áhugamála
sinna með oddi og egg. Áhuga-
mannafélög geta ýtt undir margs-
konar tónlistarstarfsemi, en tónlist-
armennirnir geta samt aldrei til
lengdar varpað öllu fyrirsvari sínu
í fang slíkra „tónlistarvina“, hversu
mjög sem þeir kunna að hafa treint
lifið í óbragðlegri sönggyðju. Tón-
listarmennirnir sjálfir hafa jafnan
orðið að vera merkisberar í allri
umbótaviðleitni, bæði fyrr og síð-
ar, og þeim mun nú ekki heldur
verða hlíft við þeirri köllun sinni.
Þeir munu ekki til langframa
geta skýlt sér undir verndarvæng
áhugamannanna nema með því að
hafa hausavíxl á hlutunum og láta
liöfuð dansa eftir limum. Ef tón-
listarmenn kjósa þann kost að láta
,,söngvinina“ bera alla ábyrgð á
þróun islenzkrar tónlistar, þá mun
seint reka að þvi, að sú listgrein
verði metin til jafns öðrum. Þá
munu tónlistarmennirnir láta sér
nægja, að svokallaðir áhugamenn
segi þeim sjálfum fyrir verkum
þar til áhugi þeirra er dauður úr
ölluin æðum af einskæru ábyrgðar-
leysi; þá munu frómir músikantar
á yfirborðinu hæstánægðir — en
innst inni sjálfum sér sundurþvkk-
ir —una sinum smáa hlut með þvi
að bera fram uppmálaða for-
heimskun i líki skrumskældra og
útvatnaðra liksöngslaga, lofsvngia
dreggiar mergsoginnar rómantík-
ur i eðlisframandi alþýðulögum