Tónlistin - 01.06.1946, Side 35
TÓNLISTIN
33
Söngfélögin, sem ég hefi starfaÖ í,
eru orðin allmörg. Mikil var vinnan og
fyrirhöfnin viÖ allar æfingarnar. Þetta er
samanlagt orÖinn langur timi í íimmtiu
og fimm ár. Þrettán fyrstu árin söng ég
kauplaust í kirkjukórnum. Svo varð
kaupið tólf krónur á mánuði. Seinna bað
ég um þriggja króna launahækkun en fékk
það ekki. Þá hætti ég um tíma en byrj-
aði aftur. Brynjólfur Þorláksson var
söngstjóri á sögulegasta „konsertinum“,
sem ég man eftir. Hann var alltaf mikill
smekkmaður og lista-stjórnandi. Við
vorurn alls sextán, sem sungum þar sam-
an í karlakór, og höfðum „viskí“ bak við
tjöldin í Gúttó til að mýkja okkur. Þetta
var rétt um lokin. Öll skipin voru inni,
mikið af norskum og færeyskum skipum.
Við sungum m. a. „Sjömanden" og feng-
um dynjandi lófaklapp. Þegar söngurinn
var úti, „marséruðum“ við niður í gegn-
um Bryggjuhúsið og sungum „Sjöman-
den“ út yfir höfnina, en sjómennirnir
úti á skipunum klöppuðu og hrópuðu af
fögnuði. Þá var líf og fjör. Þá var bær-
inn eins og eitt heimili. Þeir gera það
ekki núna. Nú er allt orðið svo fínt, allt
orðið eintómir flokkadrættir og innilokun.
Fyrsta söngfélagið, sem ég var í, hét
„Svanurinn“, sem Þorsteinn Jónsson
stjórnaði. Hann kenndi með fiðlu, bráð-
músíkalskur maður, alveg sjálfmenntað-
ur, allt náttúrugáfa. Hann var inndæll
maður. En' elskulegasti söngstjóri, sem
ég hefi þekkt, er hinn hjartanlega músík-
alski Jón Haíldórsson. Einu sinni sagði
Sigfús Einarsson við mig: „Ef þú hefðir
siglt, Gísli, þá hefðir þú orðið Caruso nr.
I og hinn nr. 2.“ Svo sagði hann ekki
meira. — Ég er guði þakklátur fyrir allt,
sem liðið er, það yfirstandandi og það
ókomna. Ég veit ekki, hvort ég hefði
haft nokkuð gott af þessum lærdómi. Það
verður allt svo „mekanískt“ hjá þessum
útlærðu. Það er eins og það vanti eitt-
hvað af andanum í röddina. Maður á að
syngja eins og fugl af fögnuði, þrá og
eðlishvöt.
I gamla daga fórum við í skemmtiferð-
ir með Reykjavíkinni gömlu. Ég stóð fyr-
ir því. Við fórum ekki nema_ ve.ður væri
gott. Þá voru drifnar upp auglýsingar á
götuhornunum snernma á morgnana, lagt
af stað kl. io og farið upp á Akranes eða
eitthvað þessháttar. Þá spiluðum við á
lúðrana til kl. 4 eða 5 á eftirmiðdögun-
um. Og þá var byrjað að syngja og sung-
ið alltaf þangað til við komum heim k
2—3 um nóttina. Það var sú mesta
„ópera“, sem ég hefi tekið þátt í, þetta
tiu klukkustundir í einum rykk, —- og
svo að hafa blásið á lúðrana 6—7 tíma
fyrst. En þetta var ekki nema einstaka
dag. Svo heyrðist ekki hljóð úr horni
lengi á milli. Annað nú, síðan útvarpið
kom, nú er þessi sífelldi sveljandi á hvers
manns heimili alla daga. Það liggur við,
að ég sé farinn að þreytast á því. Ann-
ars finnst mér ég alltaf vera sama barn-
ið er ég var, þegar ég söng sjö ára á
Geirstúni fyrir Vesturbæinn, — einkum
þegar ég hugsa um vorið. En maður gef-
ur sér sjaldan tima til þess. Alltaf er
stöðugt annríki.. En þó er vinnan í sjálfu
sér það einasta, sem dugar, það einasta,
sem maður þráir og saknar, ef maður
verður án hennar. Og kannske er það
þessi eilífa þjónusta, sem heldur manni í
skefjum."
Svo fórust hinum sjötuga alþýðusöngv-
ara orð. Ummæli hans eru opinská og
drengileg eins og títt er um sanna lista-
menn í hjarta. „Tónlistin“ tekur undir
hinar mörgu árnaðaróskir Gísla til handa,
])akkar honum af heilhug dáðríka þátt-
töku í sönglífi landsins og biður honum
góðs farnaðar á ókominni ævileið.
Gerðu þér far um — jafnvel þótt þú
aðeins hafir litla rödd — að syngja hljóð-
færislaust frá blaðinu; þá mun næm-
leiki heyrnar ])innar ávallt aukast. En
ef þú hefir hljómmikla rödd, láttu þá
ekkcrt tækifæri ónotað til þess að þroska
bana íkoðaðu hana sem þá fegurstu gjöf,
er forsjónin hefir veitt þér!
Schumann.