Tónlistin - 01.06.1946, Síða 36

Tónlistin - 01.06.1946, Síða 36
34 TÓNLISTIN' Hljómleikalíf Reykjavíkur Roy Hickman hefir til aö bera skól- aÖa rödd, sem hann beitir af næmu inn- sæi í myndauðugri metSferÖ fjölbreyti- legra verkefna. Stúlkuna á harÖaspretti með straujárnið og sagnsönginn eftir Loewe, Edward, gerði hann með slípaðri bariton-rödd sinni að eftirminnilegum myndum tónrænnar lifðar. Aðaleinkenni Hickmans er persónulegt látleysi hins trausta söngvara, sem aldrei lætur innan- tómt tilfinningainnihald eitt saman verða sér helzta keppikefli, heldur formar hann lögin eftir tilgangi þeirra, spinnur tónlin- una til enda i einföldum en þó djúpum þjóðlögum, klífur dramatísk hámörk í stórfenglegri tónbyggingu Sibeliusar og ljóðar óð skógarins í léttum og mjúkum ljóðsöng. Victor Urbantschitsch lék und- ir af næmri samlögun. Björn ólafsson lék fiðlukonsert Beet- hovens með mjög góðri leikni, en betur hefði fiðluleikarinn mátt kafa í ómælis- dýpt hæga kaflans og seiða fram „út- gripið í fjarskann“. Bezt tókst spánskur dans frá Kúbu eftir Saint-Saéns, sem leikinn var með suðrænum léttleika; Moz- art-túlkunin var samstíllt með ágætum en myndaði sem hreinræktuð kammer- músík, með fingerðum tónbálki sinum og viðkvæmum, ósamræmi í efnisskránni innan um orkesturverk og alþýðumúsík. Hér hefði verið betur viðeigandi að láta fiðluverk með þungum og viðamiklum píanóhljómum skipa sæti heiðmeistarans frá Vín, t. d. fiðlusónötu eftir Christian Sinding eða annað álíka kjarnmikið flutn- ingsefni í anda symfóníumeistaranna Wagners og Beethovens. Árni Kristjáns- son var hinn ábyggilegi samherji Björns við píanóið og átti drjúgan þátt í sam- eiginlegu afreki listamannanna. Listamannaþingið 1945 bauð upp á tvenna hljómleika, sem því rniður voru ótrúlega illa sóttir, og er leitt til þess að vita, að listamenn landsins skuli ekki eiga meiri ítök hjá hljómleikagestum, er þeir koma saman til að birta ávöxt fag- urrar iðju sinnar. Upptaktur hins tónlist- arlega þáttar þingsins var flutningur á sex íslenzkum þjóðlögum fyrir strok- hljómsveit eftir Hallgrím Helgason: Ver- öld snjöll með véla rún, Járnhurð enn, Eg skal kveða við þig vel, Runnin upp sem rósin blá, Söðladrekinn sélegur, Iijaltalín og hripið. Strokhljómsveit Tón- listarskólans flutti þennan lið ásamt tveimur dönsum eftir Jón Nordal undir stjórn Victors Urbantschitsch. Jón Nor- dal átti annað verk á hljómleikunum, Syst- ur í Garðshorni: Ása — Signý — Helga, fyrir fiðlu og píanó leikið af Birni Ó- lafssyni og Árna Kristjánssyni, sem auk þess spiluðu fiðlusónötu eftir Karl Run- ólfsson í fjórum köflum; loks uppfærði strokkvartett Tónlistarskólans „Strengja- kvartett" eftir Helga Pálsson. Karl bygg- ir sónötu sína á stefi frá Jóni Grunn- víking Ólafssyni, sem hann söng við er- indi úr Lilju Eysteins Ásgrímssonar „Fyrri menn er fræðin kunnu.“ Hefir Karl treyst þessu smávaxna tónkími um of til þess að standa undir mikilli tónsmíð með öfugu tritonus-bili sínu. Afleiðingin verður skortur á efnivið í trausta stefjasmíð, sem leiðir af sér ým- isskonar þrautalendingar, svo sem van- hugsað pizzicato og arpeggio, er ekki bæt- ir formið né gefur fiðlunni tækifæri til lagrænnar útrásar, þótt verkið sé hlað- ið talsverðum örðugleikum í útfærslu og samleik. Jón Nordal leikur í dönsunum við léttan og áhyggj ulausan tón með kon- serterandi fiðluparti, sem líkist einfaldri „spilmúsík". Hins sama gætir og í fiðlu- verkinu; kraftar hans leyfa ekki enn, að verulega skerist í odda, og voru syst- urnar því gæddar svo sterku ættarmóti, að vel gátu þær talizt þríburar. Helgi Pálsson er aftur á móti allgj örhugull í tökum sínum á einhljóma frýgísku til- brigðastefi fyirr strokkvartett, þegar hann ekki leiðist til að eftirláta innantómum hlaupum fullmikið svigrúm. Tilbrigði hans anda mörg fersku lofti lofsverðr-

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.