Tónlistin - 01.06.1946, Qupperneq 38

Tónlistin - 01.06.1946, Qupperneq 38
36 TÓNLISTIN reyndi aÖ hækka ris sitt og seilast til viöameiri viÖfangsefna, er gæfu betra svigrúm til ríkrar reynslu. Foster-lögin góökunnu eru að vísu alþýðleg, en samt sem áður verða þau að teljast vafasamur ávinningur i hlj ómleikasal, til þess eru áhrif þeirra ekki nægilega sterk, ekki sízt vegna frumstæðrar hljómsetningar í tilbreytingarsnauðum tóníka-dómínant- hljómum því nær einum sarnan. Sveitin getur gjarna sett merkið hærra og litast um bekki meðal nútimans. Af nógu er að taka, svo að eyrun séu ekki síhlaðin end- urtekningum, sumum aldagömlum, sem sérhver píanólærlingur hamrar i gegn sér til unaðar jafnskjótt og hann er farinn að geta „sleppt sér'*. Hermann Ambrosius er þekktur fyrir ágætar tilraunir sinar með samstillingu ýmissa alþýðuhljóðfæra. Nálgast verk hans þessarar tegundar oft anda baroktímans. Ágætar verkanir koma fram með þvi að skipta aðeins um fáa hljóma og láta þannig í vixlleik myndast frjálsar laglínur, sem vaxa út úr slíkri einfaldri hljómskipun. Þríleikskonsert fyrir mandólín með undirleik strengslátt- arhljómsveitar er t. d. skemmtilegt form; Ambrosius hefir sýnt fram á hina rnarg- víslegu möguleika þesskonar forms, þó með þvi að nota aðeins mjög sparlega nýtizku-hljóma, og minnir hljómur þess einna helzt á gamla klassíska cembaló- músík. Með alþýðlegum hljóðfærum, svo sem Mandólínhljómsveitin hefir á að skipa, er einnig hægt að ráða ágætlega frarn úr alvarlegum verkefnum; því til sönnunar skal aðeins bent á „Sinfonietta“ eítir Beilschmidt, og Walter Knape hag- ræðir rneira að segja reglulegum fugato- kafla í verki sínu „Lítil kvöldmúsik", er hann kryddar með ljúffengum nýhljóm- um og lifaðri hrynjandi. Sömuleiðis er æskilegt að sameina ýmisskonar tónflutn- ing, svo sem einsöng með undirleik strengjahljóðfæra, eins og Hermann Wennig hefir gert, eða karlakór og mand- ólínhljómsveit (Walter Kretschmar). —- Mandólínhljómsveit ætti að geta orðið miðdeþill aiþýðiegrar hljóðfæraiðkunar undir áhugarikri og kunnáttusamri for- ystu, og mætti hún þá að sjálfsögðu leggja lið öðrum samleiksformum. Har- mónikan á rétt á sér sem alþýðuhljóðfæri, sé hún haglega handleikin, og jafnvel get- ur hún i hljómsveit með eintómum lrar- mónikum gert pólýfóntónbálki góð skil. Fiðla, bratz og gitar falla ágætlega sam- an, og zjtarinn á öruggt sæti með aðgengi- legum og auðlærðuni hljóðfærum; 3-—4 zitai'ar geta verið mjög eftirtektarverðir í samspili. Byrjun Mandólínhljómsveitar- innar er þakkarverð, og eiga allir. spilar- arnir viðurkenningu skilið fyrir áhuga sinn, ekki sízt hinn trausti kjarni flokks- ins, sem einn annast þriðjung verkefn- anna, Briem-kvartettinn, sem kenndur er við hinn eljumikla og umhyggjusama kennara flestra hljóðfæi'aleikaranna, Sig- urð Briem, en hann hefir þjálfað nem- endur i gítar- og mandólínleik með hinni mestu natni og góðfýsi um mörg undanfarin ár. Hljómsveitin lék lögin öll mjög þokkalega, en glöggt mátti greina skort á snerpu og tilþrifum, og þyrfti vissulega að kynda svolítið betur undir, svo að eyru manna yrðu óðfúsari að hlusta og leikendurnir sjálfir blóðheitari. Kammermúsík „Tónlistarfélagsins“ hafði fram að bera klarínettukvintett Mozarts i A-dúr og Forellen-kvintettinn eftir Schubert með aðstoð Árna Krist- jánssonar (píanó), EinarsWaage (kontra- bassi) og Vilhjálms Guðjónssonar (klar- inetta) auk strokkvartetts Tónlistarskól- ans. Samleikur allra þessara aðilja var vandaður eftir föngum, en ekki hefði heildarsvipur verkanna rýrnað við snarp- ari beitingu þeirra hljóðfæra, sem helzt rnáttu stinga í stúf við samfylgd sína, svo sem klarínettan. Adolf Busch heimsótti landið meö heimskunnum fiðlutónum sinum, fáguð- um og eldskírðum, viðkvæmum og stál- hörðum. Fiðluleikarinn er meðal þeirra, sem bezt kunna tök á anda hins radd- fleýgaða pólýfón-leiks barok-tímans. Samraddað spil hans á rnarga strengi í einu er óviðjafnanlegt í einfaldleik sínum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tónlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.