Tónlistin - 01.06.1946, Síða 39
TÓNLISTIN
37
og fyrirhafnarleysi, og óbrigÖull skiln-
ingur hans á hinum tónræna kjarna er
hin hreinasta fullkomnun í heimi fiíSlar-
ans. Sennilega jiráir fihluleikari allra
tima þaÖ mest aÖ láta angandi hlóm
spretta undan hverju hogastroki, og þaÖ
tek'st Busch, enda þótt ilmur tóna hans
verÖi aldrei um of sætur né tónmál hans
innantóm mærS. Leikur hans er málefnis-
lega sannur og íburÖarlaus, fram borinn
af grundvallaÖri trú á ódauðleik hinnar
hljómandi fegurÖar. Árni Kristjánsson
var listamanninum holl stoÖ á hljómborÖ-
inu.
LuÖrasveit ameríska hersins flutti fyr-
ir forgongu kammermúsíkklúbbsins
gamla og nýja tónlist fyrir blásturshljó'ð-
færi undir stjórn Johns Corleys. Verkefn-
in voru marglit og nýstárleg i búningi
Roberts Kings, eftir Petzold (turnmús-
ík), Orlando di Lasso, Jaromir Wein-
berger ('konsert fyrir IúíSrasveit og pák-
ur), Hindemith (morgunmúsik, sónata
fyrir trompet og píanó) og Robert King
(forleikur og fúga), sem auk þess hafði
útbúiS skýringar, sem fylgdu verkun-
um.
„Tónlistarfélagið“ lét flvtia Messías,
óratóriuverkið eftir Hándel í annað sinn
meÖ nýrri hlutverkaskiptingu. Blandaður
kór (samkór virðist heldur óheppilegt
heiti á kór meÖ ósamstæcSum röddum og
ætti að leggjast niSur sökum ógreinilegr-
ar og villaiidi hugmyndar um þesskonar
hóp karla og kvenna; hversvegna þá ekki
áð veljá alveg eins nafriiÖ ,,ósamkór“, þar
sem raddirnar eru einmitt ekki sáman um
tónlegu' eðá ráddsvið?) og hljómsveit
fluttu verkiÖ undir samvizkusamlegri
stjórn Victors Urbantschitsch meÖ Guð-
mundu Eliasdóttur, Guðrúnu Þorsteins-
dóttur, Daníel Þorkelssyni og Roy Hick-
man sem einsöngvurum. Kórnum var létt-
ara um vik en í hið fyrra skipti. þó varð
þess vart. aÖ sópraninn átti fullt í fangi
með aÖ klífa fyrirskrifaða hæð á lang-
drégnum tónum hins erfiða kórbálks;
altinn gerÖi sínum hlut hærra undir
höfði með hreimgóðum söng, en karlradd-
irnar voru yfirleitt of hlédrægar, svo að
þúngi verksins naut sín ekki, og innsetn-
ing í víxlröddun var víða hvergi nærri
svo skýr sem skyldi. Roy Hickman bar af
einsöngvurunum sakir góðrar kunnáttu
sinnar og stílfestu, en Guðmunda Elías-
dóttir var hikandi í tónhæfni og mistón-
aði á Stöku stað. Guðrún og Daníel leystu
sína þætti með snoturleik. Einleikur var
i öruggum höndum hjá Páli ísólfssyni,
Guðrúnu Waage, Birni Ólafssyni, Heinz
Edelstein og Karli Runólfssyni.
Jean Sibelius til heiöurs efndi kamm-
ermúsíkklúbburinn til afmælishljóm-
leika á 80. fæðingardegi þessa stórmeist-
ara norrænnar tónlistar, 8. desember 1945.
Strokhljómsveit Tónlistarskólans undir
stjórn Urbantschitsch lék Romanze í C-
dúr, Valse triste og þríþætta svítu, Ra-
kastava, Árni Kristjánsson og Björn Ól-
afsson fluttu sónatínu í E-dúr fyrir fiðlu
og pianó, og enski söngvarinn Roy Hick-
man söng þrjú lög. Sibelius er fyrst og
fremst tónskáld hins symfóníska forms.
Hljómsveitarverk hans eru óforgengileg-
ar hetjudáðir norrænnar hugsunar, og
þar birtist vídd hans og dýpt á allsherjar-
máli hins menntaða heims með þrungn-
um undirtónum finnskrar náttúru að bak-
hjarli. Á þessum tímamótum varð það
áþreifanlegt, hve stórt skarð er enn ó-
fyllt í tónlistarlífi okkar svo lengi sem
hljómsveit er ekki tiltæk til uppfærslu á
hinum fegurstu og stórbrotnustu verk-
um, sem heimurinn hefir eignazt. Hér er
ærið verkefni að leysa, sem óhjákvæmi-
lega hlýtur að knýja á, svo framarlega
sem við viljum gera kröfu til að kallast
menningarþjóðfélag. Kórsöngur er ágæt-
ur og bráðnauðsynlegur, en við verðum
samt að gæta þess með alla okkar mörgu *
karlakóra og blönduðu kóra, að orka okk-
ar fari ekki öll í að halda söngröddunum
saman á kostnað hlióðfæranna. Symfón-
íubljómsveit á að vera keppikefli allra
þeirra, sem bera fyrir brjósti rétta þró-
un íslenzkra tónlistarmála. Mjór er mik-
ils vísir. Hljómsveitin á að byrja smátt