Tónlistin - 01.06.1946, Side 44

Tónlistin - 01.06.1946, Side 44
42 TÓNLISTIN ^Qálenzlt tóniiátarií^ Hátíð kórsöngsins Samband vestfirzkra kirkjukóra kom saman á söngmóti á Þingeyri n. ágúst. Voru þar mættir Kirkjukórar Flateyrar, PatreksfjaríSar og Þingeyrar. Söngstjór- ar voru SigríÖur Benediktsdóttir, Stein- grímur Sigfússon og Baldur Sigurjóns- son; undirleik önnu'ðust María Jóhanns- dóttir, Flateyri, og söngstjórarnir til skiptis, en Jónas Tómasson var aíSalsöng- stjóri. Kórarnir sungu ýmist einir, tveir saman e'Sa allir í einu lagi. Voru haldnir tvennir hljómleikar á Þingeyri sama dag um eftirmiðdaginn og sungin 26 lög alls. Af íslenzkum höfundum, sem sungnir voru, má nefna Kaldalóns, Sigur'ð Þórð- arson, Björgvin Guðmundsson, Svein- björnsson, Jón Laxdal, Sigfús Einars- son, Jónas Tómasson, Jón Þórarinsson, Steingrím Sigfússon og íslenzkt þjóðlag Tngunnar Bjarnadóttur í Kyljarholti á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, í radd- setningu Hallgríms Helgasonar, Amma raular í rökkrinu. — Það er gleðiefni, að samtök kóranna skuli koma fram á grundvelli samvinnu og eindrægni og hleypa þar með kappi hver í annan. Ættu slík söngmót að verða mikilvægur liður í döfnun kórsöngsins, sem leiða ætti til aukins áhuga í öllum greinum tónlistar- innar smám saman, ekki sízt þegar hljóð- færanotkun verður almennari til stuðn- ings og fjölbreytni við raddaðan söng. og fremst syngja til þess að efla veg listarinnar og bera mönnum þannig boð- skap um aukinn þroska og bættan smekk. Slíkir söngvarar eru uppalendur í bezta skilningi. Einn þeirra er Einar Kristjáns- son. Victor Urbantschitsch skipaði sæti undirleikarans af full mikilli hlédrægni á kostnað styrkrar samsvörunar. Eiga allir forgöngumenn kóranna og sam- bandsins þakkir skilið fyrir að hrinda í framkvæmd gleðilegu tákni um gró- andi og vaxandi kórlist. Ólafsfjörður Karlakórinn Kátir piltar undir stjórn Sigursveins Kristinssonar starfaði af kappi síðasta vetur og lét fylgja vandaða söngskrá með söngskemmtunum sínum, þar sem prentaðir voru allir textar lag- anna — óvenjulega rausnarlegt fyrir- brigði í íslenzku sönglistarlífi, sem skák- ar erlendum hliðstæðum, og megum við vel una þeirri rækt, sem við leggjum við ljóð laga okkar. Á hinn bóginn mættum við og ættum að vanda betur til söngv- anna, bæði að vali og búningi. Okkur hættir of mikið til að taka siði okkar hver eftir ö'ðrum án sjálfstæðrar gagnrýni, og of lítið hefir verið gert að því að laða fram nýja frjókvisti, sem liklegir væru til að bera góða ávexti og flytja nýja nær- ingu i sönglíf okkar, sem allt of lengi hefir hjarað á mergrýrum kosti löngu horfinna tima. Kátir piltar hafa þó sýnt þá ánægjulegu viðleitni að bregða dálít- ið út af braut helsetins vana og laga sig eftir samtíðinni með þvi að flytja nýtt blóð i starfshring sinn. Björgvin Guð- mundsson, Sigursveinn Kristinsson og Áskell Snorrason áttu á söngskrá kórsins fimm tiltölulega ný lög. Hin verkefnin voru flest góðir og gegnir borgarar i ríki karlakóra höfuðstaðarins. Stjórnandi kórs- ins leggur mikla áherzlu á eflingu jaðar- raddanna með liðlega þrjátiu manna flokk, og er það vel farið. Forysturöddin og grunnbassinn marka útlínur hvers lags og halda innröddunum innan sterkra viðja sinna. Vel skipaðan bassa mættu blönduðu kórarnir einnig taka sér til fyr- irmyndar, því að allur kórsöngur verður að hvila á þróttmikilli undirstöðu: að öðrum kosti getur þess gætt, að ónógur stuðningur torveldi yfirröddunum óhagg- anlega rás og fullkomna sjálfsbeitingu. Einsöngvarar kórsins voru Tón Sigurpáls- son, Gisli Kristinsson og Halldór Krist- insson.

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.