Tónlistin - 01.06.1946, Page 47

Tónlistin - 01.06.1946, Page 47
TÓNLISTIN 45 færi, nema hvað ég hefi fengizt lítið eitt vió gitarspíl, án þess að geta gert neitt verulegt á því sviði. En ég söng mikið á æskuárunum, og góðir konsertar eru enn mín bezta skemmtun. En ég er ef til vill nokkuð gamaldags i smekk. Nýtízku-jazz og atonal-músík falla mér ekki vel, — ég held eiginlega einna mest upp á Bach og svo klassísku Wienarmeistarana, og enda líka klassíska ítalska músík, t. d. Verdi, sem ég met mest í því landi. En sérstaklega kann ég að meta þjóðlög ög á allgott safn af þeim, þó stórt sé það ekki. — Mér þykir vænt um, hve mikið íjör er komið í íslenzka sönglist á síð- ari árum. Við það að búa til lög hefi ég lítið fengizt; samt hefi ég ekki getað látið það vera alveg, en ekkert af þeim hefi ég látið prenta. Menn hafa stundum verið að eggja mig á að gefa út safn af gítar- lögum, en ég hefi haft svo mörgu öðru að sinna, og þar sem ég er kominn á áttræðisaldurinn, er tæplega liklegt að ég geti gert það úr þessu, — líka þyrfti ég að fá aðstoð verulega söngfróðs manns. Eg sýni ýmsum,* sem hingað koma, „Tónlistina.“ Með vinsemd og virðingu yðar einlægur Sigfús Blöndal bókavörður við konunglega bókasafnið í Kaupm.höfn. Herra ritstjóri! Eg fæ ekki orða bundizt, er ég sé síðasta tölublað „Tónlistarinnar“. Nú dregur upp bölvæna bliku í „norðri og niðri“, eða hvort er sem mér skilst, að nú eigi að fara að bola forstöðumanni ritsins og snillipenna hans frá þessu okk- ar hjartfólgna tímariti. Eða hví van- prýða „þremenningarnir“ í hinni nýbök- uðu „ritnefnd“ kápuna á þessu riti með því að hola þar niður ótímabærri aðvör- unarklausu til lesenda viðvíkjandi algjöru ábyrgðarleysi þeirra á hefti þessu? Álíta þeir okkur svo sljóa og glámskyggna, að okkur sé það ekki ljóst að ritnefnd, sem er dubbuð upp 24. marz 1946, ber enga ábyrgð á og getur hvorki samþykkt né „ósamþykkt" 3.—4. tölublað árgangs 1945?! Hitt er svo annað mál, hvort við lesendur sumir hverjir úti á landsbyggðr inni erum nokkuð ánægðir með að kynm ast slíkri ritnefndarnefnu, sem. byrjar svona laglega og virðist beinlínis vera seft til höfuðs einum manni, sem mest hefir haldið ritinu uppi og skrifað mest. og bezt i það hingað til, því að enga hneyksl- unarhellu sjáum við í hefti þessu, þótt sannleikans brandi sé þar sumsstaðar veifað, en þó með góÖgirni og sanngirni. Ég kem hvergi auga á persónulegar ó- hróðursárásir á menn, en aðeins deilt á „afrek“ sumra manna, og fara þar þeir menn með pennann, sem ég álit að sé hægt að treysta að drengskap, þekkingu og ritleikni. Ég býst við að kaupendum „Tónlist- arinnar" fækki drjúgum, ef meiningin er sú í framtíðinni, að fara e.igi franf á ritinu einstrengingsleg ritsko'ðun, eins og tíðkast á sendibréfum landa í milli á styrjaldartímum. Nei, við lesendur rits- ins heimtum að fá áfram að heyra hisp- urslausa dóma og ósveipuð mál um starfsháttu og getu ýmissa tónlistarmanna og um öll málefni, sem eitthvað varða tónlistarunnendur. Ég álít það illa farið, að lesendur (eða fastir kaupendur) hafi engan atkvæðis- rétt við kosningu ritnefndar, og á ég þar við að hver einstakur kaupandi hafi eitt atkvæði, hvort sem hann kaupir eitt eða fleiri eintök, svo að útilokað yrði að samvizkusnauðir peningamenn gætu ráðið atkvæðaniðurstöðu með því að kaupa upp meginhluta af upplagi kosninga tölublaðs, ef svo mætti að orði komast. Reyndar erum við allflestir „utanreykja- vikurlesendur“ utan við F.l.T. (Félag íslenzkra tónlistarmanna) og uppfyllum sjálfsagt ekki lágmarksskilyrði til þess að teljast gjaldgengir eða liðtækir þar, jafnvel þótt um kirkjuorganista sé að ræða, sem sumir hverjir hafa starfað fjölda ára við kirkjur og einnig lagt stund á kórstarfsemi. (Ég hefi ekki séð lög F.f.T. og er því ekki kunnugt um

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.