Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 48

Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 48
46 TÓNLISTIN IIMGI T. LÁRUSSOIM TÓIMSKÁLD ísland hefir ekki enn lifaÖ þaÖ, aÖ verða auÖugt aÖ skapandi kröftum tóns- ins. Orðsins fimi hefir löngum verið helzta viÖfangsefni okkar, svo að jafn- vel sagnfræðingum okkar og bókmennta- fræÖingum hefir þótt nóg um einhæfa dýrkun ritlistarinnar. ÞaÖ er því tvöfalt tilefni til þess að hvíla augað viÖ stórt skarð, er rofið hefir verið i fáskipaða fylkingu þeirra, er betur flestum öðr- um kunnu að leggja lag sitt við orð og tóna. Hvert einasta fráfall slíkra manna er hvassróma áskorun um að hefja aft- ur merkið, þar sem niður féll það, og lyfta því hærra og bera það lengra fram. Ingi T. Lárusson átti því sjaldgæfa láni að fagna, að verða óskabarn þjóð- ar sinnar. Söngvasál hans sveif yfir hverj- um búandbæ sveitarinnar á bernskuár- um mínum, svo að gleði og hrifning streymdi frá fólki og öllu umhverfi, er hljómar Inga bárust hlustfúsum eyrum. Ingi naut aldrei opinberra lofsyrða, enda var nafni hans ekki á loft haldið. Samt sem áður skipaði hann sérstakan virð- ingarsess meðal alls þorra manna, ein- ungis vegna þriggja laga, sem hvert mannsbarn kunni og unni, „Ó, blessuð vertu sumarsól“, „Ég bið að heilsa“ og „í svanalíki“. Og þessi þrjú litlu lög hafa að sínu leyti eflaust skapað eins mikla ánægju hjá okkur eins og þrjár symfóníur eftir Beethoven í heimalandi takmarkanir fyrir upptöku í félagið.) Hitt er svo annað mál, að mér finnst heppi- legra að „Tónlistin" sé málgagn allra tón- listarunnenda, sem sýna frú Musica þó þann kærleiksvott að gerast áskrifendur að ritinu, en sé ekki eingöngu ætlað til- tölulega fámennum hóp meðlima F.I.T. Með þökk fyrir birtinguna. Skarphéðinn Þorkelsson Höfn í Hornafirði. hans, því að einstaklingsnautn og list- þróun er sitt hvað. Listgáfa Inga Lárussonar kom mjög snemma í ljós, og mun hann á sínum tíma hafa leitað til Alþingis um stuðn- ing til tónlistarnáms. Listin þótti þá ekki vænleg til þjóðhagslegrar viðreisnar, svo að málalokin urðu neikvæð. Ingi hélt því kyrru fyrir og fór hvergi utan. Sterk bönd tengdu hann ávallt við land sitt, og hefi ég aldrei hitt neinn íslenzkan tón- listarmanna, sem ég fann að elskaði þjóð sína eins innilega og hann. Hann harm- aði það, að íslendingar virtust vera hætt- ir að yrkja brennandi ættjarðarkvæði, og þar með yrði einnig tónskáldunum tregt að hræra tóna sína. En samt trúði hann á voldugt, hreint og bjart og sterkt ísland, er um síðir risi upp til fullkom- innar meðvitundar um óþrotlegt afl sitt og auðlegð til anda og handa. I þeirri trú sinni hvarf Ingi sjónum okkar. Og þessvegna fá lög hans aukið gildi og veita nýja sönnun fyrir því, að list og þjóðerni fróvga hvort annað. List Inga Lárussonar og ættjarðarást munu lifa svo lengi sem söngur og þjóðrækt verða stunduð á okkar landi. Vesfmannaeyjar Síðastliðinn vetur efndi Karlakór Vest- mananeyja til samsöngs í samkomuhús- inu undir stjórn söngstjóra síns, Ragn- ars G. Jónssonar. Á söngskránni voru 12 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Húsið var þéttskipað áhorfendum, sem tóku söngnum með ágætum, og varð kór- inn að syngja mörg aukalög. í Karla- kór Vestmannaeyja eru 35 menn, og var hann stofnaður 1941.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.