Tónlistin - 01.06.1946, Qupperneq 49

Tónlistin - 01.06.1946, Qupperneq 49
TÓNLISTIN -17 Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari fimmtugur Þórarinn Guðmundsson fiÖluleikari lagÖi ungur út á braut tónlistarinnar. FaÖ- ir hans, Guðmundur Jakobsson,hinn mesti völundarsmiður, var sérlega skynugur og áhugasamur um allt, er að fiðluspili laut, enda var hann fyrsti nútíma fiðlusmið- urinn, sem ísland eignaðizt. Kornungur fór Þórarinn utan til náms í fiðluleik, ásamt bróður sínum Eggert, og nam íþrótt sína á tónlistarskóla Kaupmanna- hafnar. Var það þá algjör nýlunda, að ungir menn helguðu sig hljóðfæraleik. Meira þótti þá um vert, að verzlunin yrði öflugur innlendur rekstur og fiski- flotinn færði út kvíarnar. En maðurinn lifir þó ekki á einu saman brauði. í rauninni voru hin veraldlegu afkomuskil- yrði bætt, til þess að siðar reyndist kleift að fegra mannlífið og auka því ásmeg- in. Tónlist hafði Islendingum lengst af verið sem lokuð bók. Öll þeirra áreynsla á sviði andans hafði beinzt að orðsins list. Tónninn vakti því hina mestu undr- un og hvassa eftirtekt, þá loks hann tók að berast um grundir Islandsbyggðar. Þórarinn Guðmundsson, sem nú getur litið yfir fimmtíu ára skeið ævi sinnar, varð einn af hinum fyrstu til þess að bæra boga hinnar fjórstrengjuðu gígju nútímans og opna hlustir manna fyrir mætti kindargarnanna og hrosshársins, eins og hann birtist í endurlausn tón- listarmannsins. Frumbýlingsár söngdís- arinnar eiga Þórarni margt að þakka. Hann hefir strokið tónana léttilega úr sínu innanholaða og smávaxna tréhljóð- færi og tekið til uppfósturs marga ný- sveina og unnendur tóngyðjunnar og lát- ið þeim vaxa fyrstu flugfjaðrirnar — nógu margar til þess, að þeir gætu flog- ið til frekara náms. Álitlegur hópur nem- cnda hans getur í dag minnzt þeirra ánægjustunda, er þeir fyrst fóru að draga bogann í viðurvist þolinmóðs kennara, þreifa sig áfram á hinu hála og viðsjála gripbretti og teygja fingurna upp í hættu- lega háa handstöðu. Þeir þakka honum leiðsögn bernskuáranna og óska honum þess af heilum hug, að enn megi hinn síungi fiðluleikari verja kröftum sínum til þess að stuðla að vaxandi þroska íslenzkra tónlistarmanna. Tónþraut 1. Hvað er tónn? 2. Að hvaða leyti er tónninn C sér- staklega þýðingarmikill ? 3. Greinið í stuttu máli frá nótnaskrift að fornu og nýju. 4. Nefnið minnst fimm mismunandi lykla og greinið frá legu þeirra. 5. Hver er munur á dúrstiga og moll- stiga (harmónískum) frá sama tóni ? 6. Hvaða dúrtóntegundir hafa 4 krossa og 4 bé, og hvaða tóntegundir eru sammarka þeim? 7. Skrifið heiti nótnanna í Fís-dúr. 8. Hvað heitir kirkjutóntegundin frá g—g? 9. Nefnið þrjú mikilvægustu sæti tón- stigans. 10. Hvaða tónar eru samhljóða (enhar- mónískir) við: 1) aís, 2) fís, 3) eís, 4) c, 5) es? 11. Myndið eftirfarandi tónbil: a) stóra þríund frá d, b) hreina ferund frá f, c) litla sexund frá es, d) stóra sjöund frá gís, e) minnkaða fimm- und frá e, f) stækkaða tvíund frá g. 12. Nefnið: a) helztu einkenni í tón- list miðalda, b) 3 klassísk tónskáld og 4 rómantísk. Þessar spurningar eru ætlaðar til gagns og gamans þeim, sem ánægju hafa af að velta fyrir sér undirstöðuatriðum tón- menntar. Úrlausnir mega sendast til rits- ins í póstliólf 121 til leiðréttingar, og verða þær þá sendar aftur um hæl. — Svörin birtast svo í næsta hefti ritsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tónlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.