blaðið - 03.06.2006, Síða 27

blaðið - 03.06.2006, Síða 27
blaðið LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 VÍSINDI I 21 %-wfTísm 99.................... Flestir vísindamenn og siðfræðingar eru sam- mála um að tækni sem gerir fólki kleift að lifa lengur verði dýr í fyrstu og því muni aðeins fáir efnaðir einstaklingar geta nýtt sér hana. siðfræði lífvísinda við Hasting-stofn- unina í New York hefur áhyggjur af því að það myndi koma niður á fyrirtækjum og stofnunum ef menn gætu hangið í sama starfinu, jafnvel stjórnunarstöðum svo áratugum skipti. Ef ungt og hæfileikaríkt fólk með nýstárlegar hugmyndir fengi ekki tækifæri til að komast áfram myndu þessar stofnanir staðna. „Ef fólk verður too ár í sama starf- inu verður mjög erfitt fyrir ungt fólk að komast að og ná frama,“ segir Callahan. Verður tæknin á allra færi? Siðfræðingar velta einnig fyrir sér hvort tækni sem geri mönnum kleift að lengja líf sitt muni breikka bilið á milli ríkra og fátækra í heiminum og stuðla að aukinni mismunun. Munu allir hafa jafnan aðgang að þessari tækni eða verður hún fyrst og fremst á færi þeirra sem hafa efni á henni? Flestir vísindamenn og siðfræð- ingar eru sammála um að tækni sem gerir fólki kleift að lifa lengur verði dýr í fyrstu og því muni aðeins fáir efnaðir einstaklingar geta nýtt sér hana. Það getur leitt til þess að bilið milli fátækra og ríkra breikki enn frekar. Þeir sem væru svo lánsamir að hafa efni á slíkri meðferð myndu ekki aðeins lifa umtalsvert lengur heldur fá þeir fleiri tækifæri til að safna auði eða tryggja vald sitt enn frekar í sessi hvort sem það er pólitískt, efnahagslegt eða menningarlegt. Mismunun þegartil staðar John Harris sem er prófessor í sið- ferði lífvísinda við Háskólann í Manchester bendir á að þegar séu mörg dæmi um slíka mismunun í heiminum. Sem dæmi megi nefna að í Bandaríkjunum geti meðalmað- urinn búist við að ná 78 ára aldri en í Botsvana er meðalaldur fólks aðeins 34 ár. Ennfremur hefur fólk í þróuðum vestrænum ríkjum kost á lyfjum og læknismeðferðum á borð við líffæraskipti sem íbúar fátækari ríkja hafa ekki. Harris segir að á sama hátt sé sú staðreynd að aðeins hinir efnuðu muni hafa aðgang að tækni sem gerir þeim kleift að lifa lengur sé ekki nægilega góð ástæða til að banna tæknina sem slíka. í fyrsta lagi komi það ekki til með að bjarga lífi eins hóps manna með því að meina öðrum hópi að nýta sér til- tekna tækni eða meðferð. í öðru lagi getur tækni sem er dýr í upphafi orðið ódýrari með tímanum og þar með á færi fleira fólks. Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is It Hátækni Vertu með á miðjunni! q, Digital Sound Projeotors YSP-1000 YSP-800 R""»~aga Intetl/Beam Bm^ihrl BWff © Gerðu sófann þinn að stúku á HM Með stórum flatskjá færðu betri yfirsýn yfir leikina, en innbyggðir hátalarar ná ekki að skila spennunni og stemningunni á vellinum. Yamaha YSP-1000 og YSP-800 hátalarar leysa það fullkomlega. Allt í einu boxi en samt fjölrása hljóðkerfi. Komdu ( Hátækni og hlustaðu, tilfinningin er ólýsanleg. Þú þarft ekki að leggja snúrur um alla stofuna til að fá gott hljóð! ■Ain.r ■ ■ -cinema

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.