blaðið

Ulloq

blaðið - 03.06.2006, Qupperneq 38

blaðið - 03.06.2006, Qupperneq 38
38 I MENNING LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöÍA Innileg fjarvera Landslag og mannlíf á norðurhjaranum er viðfangsefni norska myndlistarmannsins Patrick Huse en sýning á verkum hans, sú fimmta sem hann heldur hér á landi, verður opnuð í dag. Norski listmálarinn og ljósmynd- arinn Patrick Huse opnar í dag sýningu á verkum sínum í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Huse hefur sýnt fjórum sinnum áður á íslandi, fyrst í Hafnarborg árið 1995. Sýningar hans eru viða- miklar og hafa verið settar upp víða um heim. Sýningin í Hafnarborg ber yfirskriftina Intimate Absence (Innileg fjarvera) og var fyrst opnuð í Henie-Onstad listamiðstöðinni í Olsó síðasta sumar. Sem fyrr er það landslag og mann- líf á norðurhjara sem heillar Huse og á sýningunni má sjá verk sem rekja ferðir hans um Nunavut (sjálfs- stjórnarlýðveldi Inúíta norðvestur af Kanada), Grænland og ísland. Heiti sýningarinnar, Innileg fjar- vera, endurspeglar ljúfsárar tilfinn- ingar listamannsins til viðfangsefn- isins en hann hefur látið félags- og menningarmál heimskautabúa mjög til sín taka. Þessari sýningu fylgir sem fyrr mikil útgáfa þar sem er að finna bæði verk Huse og ýmsa texta eftir fólk frá heimskautasvæðunum og fræðimenn sem láta sig málefni þeirra varða. Fimmta sýning Huse á íslandi Patrick Huse hefur lengi verið þekktur listamaður í heimalandi sínu, Noregi, og hér á íslandi eru líka margir sem þekkja til hans enda er þessi sýning sú fimmta sem hann kemur með hingað til lands. Sú fyrsta var einnig í Hafnarborg árið 1995. Þar var á ferðinni sýningin Norrænt landslag með undarlegum draumkenndum myndum af eyði- landslagi við vesturströnd Noregs og var sýningin sérstaklega áhuga- verð fyrir okkur íslendinga sem svo lengi höfum fengist við landslagið í myndum og máli. Nálgun Huse var önnur en sú sem íslenskum lista- mönnum hefur verið töm, en þó var eins og myndir hans kölluðust á við islenska landslagið og mynduðu með því sterkan og ágengan samhljóm. Leggur enn mesta rækt við málverkin Síðustu árin hafa sýningar Huse orðið æ fjölbreytilegri og á þeim má nú bæði sjá ljósmyndir og mynd- bandsverk við hlið hins málaða striga. Mesta rækt leggur hann þó enn við málverkin og þykja þau vera sérstaklega vel unnin, bæði hvað varðar hina myndrænu þætti og þá miklu tækni sem listamaður- inn ræður yfir. Þar sem hann ein- beitti sér áður að Noregi og íslandi fer hann nú víðar og hefur ferðast mikið um eyjarnar norður af Kan- ada, um Grænland og norðurhéruð Skandinaviu. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17, á fimmtu- dögum er opið frá kl. 11 til 21, sýning- unni lýkur mánudaginn 3. júlí. Artic Resident, eitt af verkum norska myndlistarmannsins og Ijósmyndarans Patrick Huses sem er til sýnis í Hafnarborg í Hafnarfirði. X / , Leikverkið Agnes - High Quality verður sýnt í Jaðarleikhúsinu í Hafnarfirði í dag og á morgun. Sjálfshjálparbœkur og jarðarfarabœklingar Jaðarleikhúsið í Hafnarfirði sýnir verkið Agnes - High Quality í dag kl. 17 og á morgun, sunnudag, kl. 20. Verkið er leikið og leikstýrt af Gemmu Rowan og Sakuru Tanaka og unnið í samstarfi við alþjóðlega leikflokkinn Dan Kai Teatro. Verkið er leikið á ensku. Sýningin er styrkt af Menningarnefnd Hafnarfjarðar og menntamálaráðuneytinu. „í leikritinu eru hversdagslegir hlutir eins og egg og heimilistæki notuð til þess að fjalla um afbökun og afhelgun á brotakenndum sam- skiptum, samhengi hluta og heim- ilishaldi. Agnes vekur upp spurn- ingar um sjálfsmynd í heimi sem krefst fullkomnunar. Sjálfshjálpa- bækur og jarðarfarabæklingar leiða áhorfandann inn í undarlegan heim mitt á milli raunveruleika og skynvillu," segir í tilkynningu frá Jaðarleikhúsinu. Jaðarleikhúsið er til húsa að Mið- vangÍ4iíHafnarfirði(gamlaapótekið á bak við Samkaupsverslunina). Verð aðgöngumiða er 1000 kr. en 800 kr. fyrir ungmenni, eldri borgara, nema, öryrkja og atvinnulausa. Hægt er að panta miða í síma 8461351. LÝSING LYSING.IS // 540 1500 Það er sama hvernig þú lítur á dæmið. Ef þig vantar leiðir til þess að eignast draumabílinn getum við alltaf boðið þér sniðuga lausn. Bílalán // Bflasamningur // Einkaleiga

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.