blaðið - 17.08.2006, Page 14

blaðið - 17.08.2006, Page 14
14 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaðið Þungur á brún Andy van der Meyde vill fá hvolpinn sinn aftur Innbrot: Sárt saknað Mac er 7 mánaða gamall hvolpur. Knattspyrnumaður saknar hvolps Andy van der Meyde, hinn hol- lenski miðjumaður í herbúðum enska knattspyrnuliðsins Ever- ton, er með böggum hildar þessa dagana í kjölfar þess að óprúttnir menn stálu hvolpinum hans. Brot- ist var inn í hús Van der Meyde í Liverpool um helgina og auk hundsins var tveimur bílum stolið frá knattspyrnumanninum. Hvolpur knattspyrnumannsins, sem er af svokölluðu Bordeaux- kyni, heitir Mac og er hans afar sárt saknað. Lögreglan á bökkum Mersey var fljót að finna bílana tvo, en þeir voru af gerðinni Ferrari og Mini Cooper. En þrátt fyrir að bílarnir hafi skilað sér vill Van der Meyde fyrst og fremst fá hvolpinn sinn til baka. í viðtali við dagblaðið Liverpool Echo sagði knattspyrnumaðurinn að hann óski einskis heitar en að fá hvolpinn aftur í sínar hendur og vegleg fundarlaun séu í boði fyrir þann sem kemur á endurfundum hunds og knattspyrnumanns. PipúLrscsÁ... ... þeqár virdur fnvím! TiivVin köld út á kjötiö, i fiskrétti, meö reyktum silungi og sjávarfangi. Góð með köldum, steiktum lunda og sem ídýfa. VOGABÆR Frábær köld úr dósinni eða hituð upp, með lambakjöti, nautakjöti, fiski eða kjúklingaréttum í ofni. Deilan um Kurileyjar: Rússar skutu japanskan sjómann ■ Japanir mótmæla harðlega ■ Rússar vísa gagnrýni á bug Landhelgisgæslumennirnir komu að japönskum bát við krabbaveiðar við hinar umdeildu Kúrileyjar, en Rússar og Japanir deila um hjá hvorri þjóðinni eyjan fullvalda liggur. Að sögn rússneskra stjórnvalda lést sjó- maðurinn eftir að landhelgisgæslu- mennirnir skutu viðvörunarskotum að bátnum sem var síðar færður til rússneskrar hafnar. Japönsk stjórn- völd hafa mótmælt aðgerðunum harð- lega við rússnesk stjórnvöld og krafist þess að þau sleppi hinum sjómönn- unum sem voru um borð í bátnum úr haldi. Stjórnvöld í Moskvu hörmuðu dauða sjómannsins í gær en sögðu aðgerðirnar hafa verið réttlætanlegar þar sem báturinn hafi verið við ólög- legar veiðar á rússnesku hafsvæði. Stjórnvöld í Tókýó kölluðu sendi- herra Rússa i borginni á fund í utan- ríkisráðuneytinu og kröfðust meðal annars að Rússar myndu refsa þeim sem bera ábyrgð á dauða sjómanns- ins. 1 yfirlýsingu frá rússneska utan- ríkisráðuneytinu er allri ábyrgð vísað á hendur japönsku sjómönnunum. Oft hefur komið til ryskinga á milli rússnesku landhelgisgæslunnar og japanskra sjómanna á hafsvæð- inu kringum hinar umdeildu eyjar. Þrátt fyrir það eru rúm fimmtíu ár síðan að japanskur fiskimaður Réttlætanleg aðgerð Mikhail Galuzin, starfandi sendiherra Rússa í Tókýó, svarar spurningum blaða- manna eftir að vera krafinn skýringa í japanska utanríkisráðuneytinu. lét lífið í aðgerðum rússnesku landhelgisgæslunnar. Langvarandi deila Atvikið kann að auka á spennuna á milli ríkjanna sem hafa deilt um Kúril- eyjarfrálokumseinniheimsstyrjaldar- innar. Sovéski herinn hertók eyjarnar í stríðinu en japönsk stjórnvöld hafa aldrei látið af kröfu sinni um að fá fjórar syðstu eyjarnar aftur undir sín yfirráð. Deilan hefur meðal annars orðið til þess að stjórnvöld í Moskvu og Tókýó hafa ekki enn gert með sér formlegan friðarsamning vegna loka síðari heimsstyrjaldarinnar. Rússar hafa gegnum tíðina verið reiðubúnir til þess að láta tvær eyjanna af hendi en japönsk stjórnvöld geta ekki sætt sig við þá niðurstöðu. Á sama tíma og rússnesk stjórnvöld ítreka þá málamiðlun hafa þau lagt töluvert fé í uppbyggingu á eyjunum. Japanskir hægrimenn leggja mikla áherslu að eyjunum verði skilað og krafan er eitt af helstu stefnumálum utanríkisráð- herra landsins, Shinzo Abe, en líklegt er að hann taki við embætti forsætis- ráðherra þegar Junichero Koizumi lætur af störfum í næsta mánuði. Er búist við að hann leggi töluverða áherslu á að framfylgja kröfum Jap- ana í deilunni í stjórnartíð sinni. Eflr miklu að slægjast Eftir töluverðu er að slægjast. Gjöfgl fiskimið eru við eyjarnar auk þess sem Hklegt er talið að hafsbotn- inn sé auðugur af olíu- og gaslindum. Deilan um eyjarnar hefur meðal ann- ars hindrað viðskipti og efnahagssam- starf á milli Rússa og Japana. Miklir möguleikar felast í viðskiptum ríkj- anna tveggja þar sem að Rússar eru miklir orkuútflytjendur og orkuþörf japanska efnahagskerfisins er gríðar- leg. Hefur deilan um eyjarnar meðal annars orðið til þess að tafir hafa orðið á lagningu á olíuleiðslu frá Síb- eríu til hafna við Kyrrahafið. iUGARASBIÓ rw, iJi Nýr salur „Þetta verður ekki lúx- ussalur en með þvi besta sem gerist i almennum sölum,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. Laugarásbíó: Nýr 200 manna salur Eigendur Laugarásbíós ráðgera að byggja nýjan kvikmyndasal sem mun taka um 200 manns í sæti en leyfisveiting vegna framkvæmd- anna bíður nú afgreiðslu bygginga- fulltrúa Reykjavíkur. Áætlað er að salurinn muni rísa austan við nú- verandi bíó og krefst framkvæmdin þess að hluti Laugarásbíós, þar sem salernin eru nú staðsett, verði rifinn. Að sögn Magnúsar Geirs Gunn- arssonar, forstjóra Laugarásbíós, er málið enn á frumstigi en áætlað er að hinn nýi salur verði svipaður að stærð og núverandi aðalsalur. ,,Hann verður svipaður að stærð en það verða færri sæti. Þetta verður ekki lúxussalur en með því besta sem gerist í almennum sölum.“ í Laugarásbíói eru nú starfræktir þrír bíósalir sem taka alls 450 manns i sæti. Eftir breytingarnar verður því pláss fyrir 650 bíógesti. Indland: Bundinn við tré í áratug Fjölskylda indversks unglings- pilts batt hann við tré með keðju í tæpan áratug, en pilturinn á við geðsjúkdóma að stríða. Ind- versk heilbrigð- isyfirvöld greindu frá þessu en dreng- urinn hefur nú verið frelsaður undan ánauð fjöl- skyldu sinnar. Faðir piltsins festi son sinn, sem er 15 ára, við tré meðan fjöl- skyldan fór til vinnu í því skyni að koma í veg fyrir að hann myndi bíta dýr og fólk. Drengurinn hefur nú verið fluttur á geðsjúkrahús í Kolkata á Indlandi eftir að honum var komið til bjargar sl. mánudag.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.