blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 1
225. tölublað 2. árgangur ■ VIÐTAL Guðmundur Steingrímsson segir hugsjónir sínar ekkert ólíkar hugsjónum föður sins og afa síns | síður 24-25 v,v föstudagur 13. október 2006 FRJÁLST, ÓHÁÐ i ■ MATUR Oddný Sturludóttir kaupir líf- rænt og unnar kjötvörur og sameinar í herramannsmat | SÍÐA32 25 af 38 nemendum af erlendu bergi brotnir: Vill pólskan kennara ■ Tungumálaörðugleikar í skóla ■ Tvítyngd börn túlka ■ Sjö skilja ekki íslensku Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@blaðið.net „Þetta er sérstök staða. Þegar svona mikið af alveg mállausum börnum kemur í skólann stöndum við frammi fyrir því að eitthvað verður að gera,” segir Skarphéðinn Ólafsson, skólastjóri Grunn- skóla Önundarfjarðar. 25 af 38 nemendum við skólann eru af erlendu bergi brotnir og sjö tala hvorki né skilja íslensku. „Við þurfum meiri tnannskap og þá helst kenn- ara sem talar pólsku og getur kennt á báðum málum,” segir Skarphéðinn um það hvernig bregðast þurfi við stöðunni sem er komin upp í skólanum. Eins og staðan er í dag þurfa tví- tyngd börn stundum að túlka fyrir kennara. Þrátt fyrir þetta ganga samskiptin mjög vel segir Skarphéðinn. Annað eða bæði foreldri tveggja af hverjum þremur nemendum eru erlend. Það er langhæsta hlutfallið á íslandi, næsthæst er það í Grunnskól- anum á Suðureyri, um tuttugu prósent. Stefnt er að því að Grunnskóli Önundarfjarðar verði miðstöð fyrir nýbúafræðslu í ísafjarðarbæ þar sem starfa sérfræðingar sem geta miðlað af reynslu sinni. Sjá einnig siðu 2 ORÐI VEÐUR » sída 2 » síða 40 Innrásarskip við Skarfabakka Veiðar en ekki stríð voru efst í huga skipherrans á bandaríska innrásarskipinu Wasp þegar það lagði við Skarfabakka í Sundahöfn í gær. Um þúsund sjóliðar eru um borð í 40 þúsund tonna herskipinu og hlökkuðu margir til að komast í land. Skipið verður meðal annars notað við æfingar með íslensku lögreglunni og sprengjusveit Land- helgisgæslunnar. Sjá einnig síðu 16 Fjölhæf án sjónar „Við erum fjölhæf og við getum ýmislegt þó að sjónin sé að Jara eða sé farin,” segir Lilja (Sveinsdóttir sem skipu- lagði Dag hvíta stafsins ásamt fleirum. Haustveöur Suðaustan og sunnan fimm til tíu. Rigning eða súld með köflum sunnanlands, skúrir vestanlands en skýjað með köflum eða bjartviðri norðaustan- lands. Hiti 8 til 14 stig. Mýkt í stað hörku Ottó Tynes kysi heldur að vinna við blóma- skreytingar en að fara á togara. „Væri meira að segja mjög góður blómaskreytingamaður.” Pizza í fullri stærð 16"Pizza með 2 áleggjum og brauðstangir að auki 1.390 Ef þú sækir Mjódd • Dalbraut 1 • Hjarðarhaga 45 5 68 68 68 PARKET & GÓLF FINNSKIR DAGAR ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR AF GÓLFEFNUM FRÁ FINNLANDI PARKET &GÓLF PARKET & GÖLF ÁRMÚLI 23 108 REYKJAVÍK SÍMI: 568 1888 WWW.PARKETGOLF.IS PARKET@PARKETGOLF.IS Magnað tilboð á Hereford — alla vikuna Hereford nautasteikurnar eru rómaðar, þú velur stærð, steikingu og meðlæti. Magnað! « HEREFORD S T E i K H Ú S 1-augave^ur 53b • 101 Reykjavík 5 11 3350 • www.hercford.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.