blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 47

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 47
blaðið FðSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 47 RÚV klukkan 20.10 Ólánsamar ofurhetjur Bandarísk gamanmynd frá árinu 1999 um ólánlegar ofurhetjur sem þurfa að taka til sinna ráða eftir að einu al- vöruhetjunni í bænum er rænt. Hér er gert óvægið grín að flokki ofurhetjumynda í mynd sem skartar hópi frábærra leikara og tæknileg atriði eru vel útfærð. Myndin fékk mjög misjafna dóma á sínum tíma, allt frá frábærum dómum til mjög slakra. Leikstjóri myndar- innar er Kinka Usher og meðal leikenda eru Hank Azaria, Cla- ire Forlani, Janeane Garofalo, Greg Kinnear, William H. Macy, Lena Olin, Geoffrey Rush, Ben Stiller og Tom Waits. Stöð 2 klukkan 01.30 Fréttamenn í eldlínunni Margverðlaunuð sjónvarps- mynd um hugdjarfa fréttamenn sem létu ekki deigan síga í Persaflóastríðinu. kfókkrir fréttamenn CNN voru staddir í Bagdad þegar sprengjuárásir hófust á borgina. Þeir fluttu umheiminum tíðindin jafnóðum og þau gerðust. Þetta er saga þeirra en myndin hefst ári áður þegar [rakar réðust inn í Kúveit. Þá fór af stað atburðarás sem breytti öllu. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Helena Bon- ham Carter, Joshua Leonard. Leikstjóri: Mick Jackson. 2002. Leyfð öllum aldurshópum. RÚV klukkan 22.10 Árekstrar menn- ingarheima Bandarísk spennumynd frá 1997 um árekstur tveggja ólíkra menningarheima. Bandarískur lögfræðingur sem er í Kína í viðskiptaerindum er ranglega sakaður um morð og reynir að hreinsa sig af áburðinum með hjálp þarlendrar starfssystur sinnar. Leikstjóri er Jon Avnet og meðal leikenda eru Richard Gere, Ling Bai og Bradley Whit- ford. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Katie og Victoria í verslunarleiðangur Leikkonan og unnusta Tom Cruise, Katie Holmes, er nýkomin úr verslunarferð í París með vinkonu sinni, Victoriu Beckham. í verslunarferðinni tókst henni meðal annars að strika yfir orðið „brúðarkjóll”, en Holmes þáði bónorð Cruise á toppi Eiffel-turnsins í júní í fyrra. Katie og Victoria gerðu víðreist í París og fóru á þrjár tískusýningar og enduðu ferðina við Como-vatn á Italíu. Katie Holmes var ekki með frumburð hjúanna, Suri, með í för, en Tom Cruise bauðst til að vera heima með barnið á heimili þeirra í Los Angeles meðan stelpurnar skemmtu sér. P. Diddy gerist einlægur Rapparinn P. Diddy segir að nýútgefin plata hans, Press Play, sé sú persónulegasta sem hann hafi gefið út til þessa. „Á mörgum plötum mínum, ef ég á að vera hreinskilinn, samdi ég ekki mikið sjálfur. Á þessari hins vegar skrifaði ég fullt sjálfur og um mjög viðkvæmt málefni, ástina,” sagði Diddy sem viður- kenndi jafnframt að mörg laganna á plötunni væru um samband hans við Jennifer Lopez. „Hún er ein af fyrrverandi kærustum mínum og ég hef orðið þeirrar blessunar aðnjótandi að hafa kynnst tveimur frábærum konum á lífs- leiðinni, henni og Kim,’ sagði Diddy, en Kim Porter er núverandi kærasta hans. LÍIMAN H Ú S C3 Ö G N SUÐURLANDSBRAUT 22 • S(MI 553 7100« www.linan.is V*

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.