blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 26
Koikúi Þaö er engin lækn- ing viö ástinni önnur en sú aö elska heitar. Afmælisborn dagsms PAUL SIMON TÓNLISTARMAÐUR, 1941 MARGARET THATCHER FORSÆTISRÁÐ- HERRA,1925 Henry David Thoreau 26 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 blaöiö kolbrun@bladid.net ■+ Víkingur Heiðar á tónleikum Caput-hópurinn og einleikar- arnir Víkingur Heiðar Ólafsson á píanó og Rolf-Erik Nyström á saxófón, ásamt Maju Ratkje, Kouame Sereba og Becaye Aw, halda tónleika á Norrænum músíkdögum í Salnum í Kópa- vogi föstudaginn 13. október og hefjast þeir klukkan 18.00. Tón- leikarnir eru liður í Norrænum músíkdögum sem nú standa yfir. Flutt verða ný og nýleg verk eftir norrænu tónskáldin Lars Petter Hagen, Marie Samu- elsson, Sampo Haapamáki og Snorra Sigfús Birgisson. Djass í FÍH Krlstjana Stefánsdóttir og Kvar- tett Sigurðar Flosasonar halda tónleika í sal Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði 27, mánudaginn 16. október klukkan 20 ásamt góðum gestum. Flytjendur eru: Kristjana Stefáns- dóttir söngur, Sigurður Flosason saxófónn, Eyþór Gunnarsson píanó, Valdimar K. Sigurjóns- son kontrabassi, Pétur Östlund trommur. Sérstakir gestir verða 7 ungar söngkonur úr söngdeild Tónlistarskóla FÍH, en þær syngja eitt lag hver á tónleikunum. Söng- konurnar eru: Erla Stefánsdóttir, Erla Jónatansdóttir, Kristín Bergs- dóttir, María Magnúsdóttir, Sig- ríður Thorlacius, Sóveig Þórðar- dóttir og Þóra Björk Þórðardóttir. Nútímalist frumbyggja m helgina verður opnuð í Gerðarsafni sýning á nútímalist frumbyggja Kanada. Sýningin er haldin í tengslum við kanadíska menningarhátíð í Kópa- vogi. Verndargripir verða listaverk „Sýningin er þrískiptsegir Guð- björg Kristjánsdóttir, forstöðumað- ur Gerðarsafns. „Inúítasýning kem- ur frá Musée National í Montréal. Verkin eru unnin af kanadískum inúítum á síðari hluta tuttugustu ald- ar úr ýmsum steintegundum, beini, rostungstönn og fleiru. Verkin á sýn- ingunni voru í einkasafni listaverka- safnarans Raymond Brousseau. Hann var listaverkasali og höndlaði meðal annars með inúítalist. Miðað við gæðin á verkunum sýnist mér að hann hafi tekið það besta sem var að finna meðal inúítalistamanna. Þetta eru mjög fín og falleg verk og athygl- isverð á allan hátt. Að baki verkunum liggur löng hefð, þetta er ekki eitthvað sem verð- ur til í tómi. Sum verkin eru agnar- smá, innan við sentimetri á hæð, og svo eru önnur verk sem eru nokkuð stór, um 70 sentimetrar. Oft voru þetta verndargripir sem fólk gat tek- ið með sér á ferðalögum og í flutn- ingum, og þegar þeir glötuðu merk- ingu sem verndargripir urðu þeir að listaverki. I sumum verkunum er tekist á við vandamál í samtíma inúíta: of mikil áfengisneysla, eitur- lyf og ofbeldi og glæpir sem fylgja í kjölfarið.“ (ndíánahefð og vestræn hefð Ljósmyndir Myron Zabol eru hluti afkanadísku sýningunni. Verkin eru í eigu National Gallery of Canada en Zabol hefur fengið tugi verðlauna og viðurkenninga fyrir ljósmyndir sínar. Myndirnar á sýningunni eru sviðsettar portrettljósmyndir frá árinu 2000 af Írókesa-indíánum í hátíðarbúningum þjóðar sinnar. „Þetta eru mjög fallegar ljósmyndir þar sem fólk er upphafið og virðu- legt. I myndunum mætast að vissu leyti vestræn hefð og indíánahefðin,“ segir Guðbjörg. „Þriðja sýningin er á verkum Carls Beam, sem er nýlát- Joseph Shuqslak Bros (1999). inn. Hann var indíáni sem í verkum sínum teflir saman menningu ind- íána og vestrænni menningu, oft með skemmtilegum húmor.“ Sýningarnar þrjár verða opnar al- menningi sunnudaginn 15. október. Philimone Nattuk Fjöl- skylda viö veiöar (2000). r-m . [m . > < • V ■ 1 M, \ **mi"*M- \ f. V. . >.• ' w&ú A 1 ~'é. \ » ,4 \ máí* ' É 1 /, 1 J . «. i |3&:, " HRot. >1 s r, í [ menningarmolinn Fyrsti hornsteinninn lagður að Hvíta húsinu Á þessum degi árið 1792 var horn- steinn lagður að forsetabústaðn- um í Washington. John Adams var fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að búa þar, en húsið hlaut fljótlega nafnið Hvíta húsið þar sem það skar sig úr öðrum byggingum vegna hins hvíta litar, en aðrar byggingar í grenndinni voru rauð- leitar. John Adams forseti flutti inn í húsið x. nóvember árið 1800. Eiginkona hans, Abigail, skrifaði: „Megi einungis vitrir menn stjórna undir þessu þaki.“ Árið 1814 kveiktu breskir her- menn í Hvíta húsinu. í kjölfarið var húsið endurbyggt og stækkað. ídagheimsækjarúmlegamilljón Verkinu lauk árið 1920. ferðamenn Hvíta húsið ár hvert.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.