blaðið - 13.10.2006, Page 10

blaðið - 13.10.2006, Page 10
GOTT FÓIK McCANN FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 blaðiö l:lilJI.M:INU—= SÞ Æ ■ SÚDAN Z 1 Tortímandi á ekki samleið með Bush Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, segist eiga álíka mikla samleið með flokksbróður sínum Ge- orge Bush Bandaríkjaforseta og með Óskarsverðlaun- unum fyrir besta leik í aðalhlutverki. Fjöldi repúblikana reynir að fjarlægjast forsetann í aðdraganda kosninga. Þvingunaraðgerðir yfirvofandi Fulltrúar stórveldanna fimm sem hafa neit- unarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa ákveðið að hefja í næstu viku útfærslu þvingunaraðgerða gegn klerkastjórninni í Iran vegna kjarnorkuáætlunar hennar. Aðgerðir nauðsynlegar Alþjóðasamtökin International Crisis Group segja máttlausar tilraunir alþjóðasamfélagsins til að senda friðargæslulið til Darfúr hafi styrkt súdönsk stjórnvöld og að pólitísk lausn hafi mistekist. Samtökin segja nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið grípi til þvingana gegn súdönskum stjórnvöldum til að komast hjá harmleik af mannavöldum í héraðinu. Einkaþotur á Reykjavíkur- flugvelli Bróðurpartur þeirra flugvéla sem Flugþjónustan afgreiðir er einkaþotur. Kröfur viðskiptavinanna hafa breyst og vilja þeir nú fá gæðaþjónustu. Mynd/Sverrir Símhleranir í ráðuneytum: Lögreglan sér um hleranir „Lögregluyfirvölderuframkvæmd- araðili allra símhlerana sem viður- kenndar eru með dómsúrskurði. Starfsmenn Símans sjá ekki um að hlera síma heldur er það lögreglan,“ segir Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans. {gær lýsti Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrverandi utanríkisráðherra, því yfir að sími hans hefði verið hleraður úr húsakynnum Lands- símans. Háttsettur yfirmaður hjá lögreglunni í Reykjavík staðfesti í samtali við Blaðið að lögreglan hefði á umræddu tímabili aðstoðað ráðuneyti við að leita eftir hlerun- arbúnaði. Hann gat ekki staðfest hvort sími Jóns Baldvins hafi verið hleraður. Eva vísar málinu alfarið til lög- reglunnar. „Síminn hefur ekkert um símhleranir að segja. Við höfum engin gögn í okkar fórum sem stað- festa þessa frásögn," segir Eva. Launavernd tryggir áframhaldandi tekjur fjölskyldunnar komi til launamissis vegna fráfalls, sjúkdóma eöa örorku. Auk þess byggir þú upp viöbótarlífeyrissparnaö sem eykur fjárhagslegt sjálfstæöi þitt við starfslok. Uppfæröu launareikninginn þinn meö Launavernd. Komdu viö í næsta útibúi, haföu samband í síma 410 4000 eöa farðu á landsbanki.is og fáöu nánari upplýsingar. Lögreglan hlerar Síminn vísar frá sér framkvæmdum símhierana og segir lögregluna vera framkvæmdaraðila. Fasteignamarkaðurinn: Færri íbúðir seljast Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um sjö milljarða eða 35 prósent í september miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Fasteignamats ríkisins. Þá fækkaði þinglýstum kaup- samningum vegna fasteigna- kaupa um 413 milli ára eða um 46 prósent. í fyrra voru þeir 899 talsins en í ár 486. Ingibjörg Þórðardóttir, varafor- maður Félags fasteignasala, telur samdrátt á fasteignamarkaði vera afleiðingu minnkandi lána- framboðs. „Þetta er tímabund- inn samdráttur og ég tel að upp úr áramótum muni hjólin fara að snúast á ný.“ Aukin umferð um Reykjavíkurflugvöll: Sífellt fleiri einkaþotur ■ Allt aö 25 flugvélar á dag Mikið ferjuflug og herflug ■ Vilja meiri þjónustu Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Umsvif Flugþjónustunnar á Reykja- víkurflugvelli fara sívaxandi. I fyrra lentu hér tæplega 2000 flugvélar og gert er ráð fyrir að fjöldinn verði jafn- vel 2200 í ár. Um er að ræða menn í ævintýraleit og viðskiptaerindum, ferjuflug og herflugvélar. . u launa reikninginn þinn meö Launavernd „Það lenda hér allt frá þremur og upp í 25 flugvélar á dag og bróðurpart- urinn er einkaþotur,” segir Frank Sands, framkvæmdastjóri Flugþjón- ustunnar. í mörgum tilfellum er um að ræða ferjuflug og flug tengt her- æfingum og hernaðinum í Irak. Hér er stoppað til að taka eldsneyti og fá viðhaldsskoðun og hvíld. „Það er mjög hættulegt að fljúga yfir Atlantshafið, ekki bara vegna veðurs heldur einnig vegna þess hversu vegalengdirnar eru miklar. Þessa vegna er það mikið öryggis- atriði að stoppa hér,” leggur Frank áherslu á. Einkaþoturnar eru oft á vegum fyrirtækja en hingað koma einnig ævintýramenn á eigin flugvélum. „Svo koma einnig þjóðarleiðtogar og fyrrverandi leiðtogar í heimsókn og lenda á Reykjavíkurflugvelli. Menn hafa komið hingað á eigin þotum til að skoða Kárahnjúka og gista þá ekki bara í Reykjavík, heldur einnig á Egilsstöðum og sumir fljúga einnig til Akureyrar.” Frank segir þjónustuna hafa breyst töluvert frá því sem áður var. „Áður var fólk að spara og vildi bara lág- marksþjónustu en nú vilja mörg fyr- irtæki fá bestu þjónustu sem völ er á. Þess vegna höfum við aðlagað þjón- ustuna að óskum viðskiptavinanna.” —— Landsbankinn I Banki allra landsmanna Launavernd Landsbankans

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.