blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 16
blaðið 16 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 HVAÐ MANSTU? 1. Hver er gítarleikari The Who? 2. Hver var Maria Sktodowska? 3. Hver er hofuðborg Kaliforníu? 4. Til hvers orti Egill Skallagrímsson sína Höfuðlausn? 5. Hvar gat Winston S. Churchill sér fyrst frægð í hernaði? GENGI GJALDMIÐLA Svör: s -P - O dJ m • E ^ ffl “ c c c= -o ~ 3 ca £§ E -D o C/5 £ « < , IV OJ — LJ_I —-1 ! “J— M I i2 o cö iri co Bandarikjadalur Sterlingspund Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Evra KAUP 68,67 127,41 11,54 10,17 9,31 86,05 SALA 68,99 128,03 11,61 10,23 9,36 86,53 Sameinuðu þjóðirnar og Norður-Kórea: Vaxandi spenna Suöurkor- eskir hermenn viö einskis- mannslandið á landamærun um á Kóreuskaga Bandaríkjamenn vilja þvinganir Norður-Kóreumenn hótuðu í gær að grípa til harðra aðgerða gegn Japönum taki fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir þeirra gegn Norður-Kóreu gildi. Þvinganirnar eiga að taka gildi í dag og einnig er búist við að öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna greiði atkvæði um tillögur Bandaríkjamanna um þvingunaraðgerðir gegn stjórnvöldum Pjongjang vegna tilraunanna. Þrátt fyrir að búist sé við að öryggisráðið greiði atkvæði um tillögur Bandaríkjamanna benti margt til þess í gær að Kínverjar, sem hafa neitunarvald, væru tví- stígandi í afstöðu sinni til þeirra. Tillögur Bandaríkjamanna eru meðal annars byggðar á sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem veitir hernaðarað- gerðum lögmæti grípi Norður-Kór- eumenn til aðgerða sem ógna friði og stöðugleika í heiminum. Kín- verjar hafa nú þegar útilokað allar hernaðaraðgerðir og vilja forðast allar aðgerðir sem gætu leitt til hruns stjórnvalda í Pjongjang og meiri óstöðugleika á Kóreuskaga. f Atvinna í nettó Salavegi VERSLUNARSTJÓRI Laust er til umsóknar starf verslunarstjóra í nettó Salavegi Ábyrgðarsvið er s^órnun og ábyrgð á daglegum rekstri. Menntun og hæfniskröfur: • Diplomanám í verslunarstjórn, stúdentspróf eða verslunarmenntun æskileg eða sambærileg menntun. • Leitað er að traustum og ábyrgum einstaklingi. Umsóknir skulu sendast á skuli@samkaup.is fyrir 24. október næstkomandi. nettö ****** mriniwtaswtW* Gúmmívinnustofan SP dekk POlAff VETRARDEKK JEPPLINGADEKK POLAR RAFGEYMAR CÚM Skipholti 35 Simi: 553 10 www.gummivi Opið: Mán - fös ■ Hermönnum ískalt ■ Upplifir sig ekki eins og hermann í stríði Finnst ekki eins og hún sé í stríði Hermaðurinn Sara Sanches á tvö börn heima og upplifir sig ekki eins og hún sé í stríði við hryöjuverkamenn Hermönnum ískalt Sumir hermenn voru byrjaðirað skjálfa afkulda en héidu heiðursvörð allan tímann. Eftir Val Grettisson valur@bladid.net ,Nei, Gorbatsjov verður ekki boðið um borð,“ segir George Seagle, skip- herra á herskipinu USS Wasp, sem lagði að Skarfabakka síðdegis í gær. Flogið var með blaðamenn á skipið með herþyrlu og síðar var þar hald- inn blaðamannafundur. Skipið er að koma frá Gíbralt- arsundi þar sem skipverjar veittu hjálparaðstoð í Líbanon. Það verður hér í fjóra daga en á þeim tíma verða haldnar æfingar með Landhelgisgæslunni og lögreglu. Mikhail Gorbatsjov er einnig á landinu vegna 20 ára afmælis Höfðafundarins en Seagle segir hlæjandi að það sé tilviljun að þeir séu á sama tíma á íslandi. „Fáið ykkur kökur, þær eru góm- sætar,“ segir Seagle ítrekað á blaða- mannafundinum en þar var boðið upp á Starbucks-kaffi að hætti Bandaríkjamanna og „sjóbakaðar“ muffins-kökur en ekki heimabak- aðar eins og Mike Conran aðstoðar- maður Seagle orðar það. Skipið er gríðarlega stórt að innan. 1300 manns búa þar en hægt er að koma 1600 manns fyrir í því. 250 konur eru um borð og samkvæmt Söru Sanches, hermanni um borð, mega þær vera með strákunum ef þær vilja. Sjálf á hún mann heima. „Þegar við erum ekki að vinna þá förum við í blak í flugskýlinu,“ segir Sara Sanches sem er 27 ára móðir frá Indiana. Hún segist sakna fjöl- skyldu sinnar en hún hefur verið úti á hafi í 50 daga samfleytt. Hún segir að áhöfnin verði að annarri fjölskyldu á sjónum enda um lítið samfélag að ræða. „Mér finnst ekki eins og ég sé í stríði,“ segir Sara og bendir á að átökin virðist alltaf fjarri þó hún sé rétt hjá átakasvæðum. Hún seg- ist ekki hugsa mikið um það, lífið gengur bara sinn vanagang um borð. Þegar skipið nálgast Reykjavík fara allir hermennirnir upp á dekk. Þeir taka sér stöðu við bríkina allt í kringum skipið. „Við stöndum alltaf heiðursvörð þegar við komum til nýrra landa,“ segir Seagle. Hermennirnir eru greinilega ekki vanir íslenskri veðráttu því eftir nokkrar mínútur skjálfa nokkrir af kulda en þeir standa samt kyrrir eins og styttur við bríkina. Sumir hafa dregið ermarnar yfir hendurnar til þess að hlífa þeim fyrir kuldanum, aðrir voru forsjálir og eru í vettlingum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.