blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 41

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 41 I ! I I I fcx blaöiö Lygasýkin og ég A kassanum Björg Magnúsdóttir ANNA STELLA BJÖRNSDÓTTIR 1. Hvaöa flokkar eru i stjórnarandstööu á Alþingi? Ég veit það ekki. 2. Hver er sjávarútvegsráðherra? Ég veit þaö ekki. 3. Hver er Saddam Hussein? Einhver brjálaöur kall. 4. Hvað er NASDAQ? Ha? Ég veit það ekki. 5. Hvernig er þýski fáninn? Gulur, svartur og rauður. Ég mæli með því að þú, lesandi, hlustir á We Just Won’t Be Defeated með The Go! Team áður en þú lest þetta. Til þess að koma þér í „The Mood”. Mjög mikilvægt.... Að vera í The Mood, það er að segja. Djöfullinn reynir frekar oft að afvegaleiða mig. Ég veit ekki hvort ég er eitthvað veikgeðja en ég fell stundum í listilega búnar gildrur hans. Hann segir mér að framkvæma undarlegustu verk; vopnast sleggju og yfirtaka fjölbýlishús í Árbænum, elta uþpi vandræðalegt fólk og gera það óyfirstíganlega vandræðalegt, bræða saman allt gull stórfjölskyldu minnar í þartilgerðum bræðsluofni (sem djöfullinn rændi úr þáverandi Sovétríkjunum), nú eða binda saman skóreimar þeirra sem sitja sveitt við lestur á Þjóðarbókhlöðunni. Stundum er rödd hans óræk úr hausnum á mér og ég get ekki hætt að hugsa um Ram- bóhnífinn í Miu Miu-töskunni minni. Ég sé nú samt oftast í gegnum fólsku- brögð djöfsa og hlæ dátt að þeim. Það er þó eitt bellibragð sem ég einfaldlega næ ekki að tækla. Og það er lygi. Ég lýg óafvitandi. Ég skrökva án þess að blikna né blána.-Hvít lygi verður sannari en sann- leikur. Ég lifi í heimi þarsem frásagnarmát- inn lýtur reglunni: Það sem hefði getað gerst gerðist. Ég ræð ekki við mig þegar ég byrja að tala. Þegar ég segi fyrsta orðið í sögu þá veit ég sjálf engan veginn hvernig sagan sú mun enda og það furðulega er að oft hefur hún engan endi. Eða einsog „punchlænið” mitt er stundum: „Ja, hann hefur nú bara ekki sést síðan bolabíturinn sprakk svona heiftarlega í loft upp hér snemma í vor." Eða: „Foreldrar mínir hafa ekki talað við mig í þrjú ár síðan þau komust að því að það var ég sem spreyjaði risastórt DIE framan á húsið okkar með blóði úr sjálfri mér.” (Þau notuðu DNA). „Ég hef borðað með fjarskyldri frænku minni á aðfanga- dagskvöld alveg siðan. “ -Ætli ég sé andsetin? Ótrúlegustu hlutir hafa komið út úr munni mínum og málið er eiginlega það að ég man ekki lengur hvað satt er né rétt. Það sem hefði getað gerst gerðist. Ég sagði við hóp fólks um daginn að ég ætlaði í kokkinn. Manneskju sem ég þekki vel að ég hefði unun af því að keyra vöruþíla. Strák sem ég var að deita að ég hefði hlaupið Glitnis-maraþon. Strák sem ég ætlaði að giftast að ég væri samkyn- hneigður karlmaður pikkfastur í líkama karlmannlegrar konu (hef ekki heyrt í honum síðan, I wonder why). Mömmu að ég lofaði tengdasyni innan mánaðar. -Þetta er ekkert grín. Áfram halda dæmin: Ég sagði eitt sinn yfirmanni mínum að ég væri svo alvarlega hrjáð af skýi að ég gæti ekki mætt til vinnu. Ömmu Björgu að ský himinsins ofsæktu mig. Manneskju sem ég þekki ekki rassgat að hún minnti mig óstjórn- lega á Marylin Manson/ Cher (hann var með hvítan, gel- aðan hænurass). Kunningjakonu minni að hún liti fáránlega vel út (hún var nákvæm- lega eins og Ódáðahraun í framan). -Hvar er (rafells-Móri? Gleymið því um stund að þið hafið nokkurn tímann lesið þennan pistil því hann var einfaldlega: Lygi. bergrun mist jóhannesdóttir 1. Hvaöa flokkar eru í stjórnarandstöðu á Alþingi? Veit það ekki. 2. Hver er sjávarútvegsráðherra? Einhver maður. 3. Hver er Saddam Hussein? Hryðjuverkamaður. 4. Hvað er NASDAQ? Ég veit þaðekki. 5. Hvernig er þýski fáninn? Rauður, svartur og gulur. BERGLIND RÓS NÚMADÓTTIR 1. Hvaða flokkar eru í stjornarandstöðu á Alþingi? Ókey, ég veit það ekki. 2. Hver er sjávarútvegsráðherra? Þú ert að spyrja mestu Ijósku í heimi, ég veit það ekki. 3. Hver er Saddam Hussein? Hryðjuverkamaður. 4. Hvað er NASDAQ? Ha? Já, það er eitthvað svona skemmtilegt. 5. Hvernig er þýski fáninn? Rauður, eða ég veit það ekki. JÚLlA GUÐBJÖRNSDÓTTIR 1. Hvaða flokkar eru í stjórnarandstöðu á Aiþingi? Ég veit það ekki. 2. Hver er sjávarútvegsráðherra? Ég veit það ekki. 3. Hver er Saddam Hussein? Gaur sem er í (rak. 4. Hvað er NASDAQ? Veit það ekki. 5. Hvernig er þýski fáninn? Rauður og hvítur. RAGNAR INGIARNARSSON 1. Hvaða flokkar eru i stjórnarandstöðu á Alþingi? Ekki hugmynd. 2. Hver er sjávarútvegsráðherra? Ég veit það ekki. 3. HvererSaddam Hussein? Fyrrverandi einræðisherra í Irak. 4. Hvað er NASDAQ? Gengisvísitala I Bandaríkjunum. 5. Hvernig er þýski fáninn? Gulur, svartur og rauður. •jninö 6o jnQnej ‘jnpeAS ‘jnnopuojjaAtj ja uubh ’S jnge>|JBUiBjgjqBiniu jnppæAnAigj. •y s>|BJ] qasjoj ipuBjaAjjéj ja uubh •£ uös -suuijgng m Jeui3 z uu|jn>j>|0|j ipuA|S|e[jj Bo uæjB ijjsuia ‘u|6u|>||Ajuies t joas

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.