blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 18
blaði Útgáfufélag: Ár og dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Öll á vakt Alþýðusambandið, hin svefnsæknu Neytendasamtök, fjölmiðlar, ríkis- valdið og allur almenningur verða að byrja að undirbúa eftirlit með mat- vælaverði, en breytingar á tollheimtu og skattheimtu ríkisins taka gildi 1. mars. Ekki má bíða stundinni lengur með að hefja undirbúning þess að tryggja að ávinningurinn sem á að koma til almennings með breyting- unum skili sér þangað. Uppi er totryggni í garð verslunarmanna og ef þeir vilja verjast henni með sóma eiga þeir að óska þess að vera með í því verð- lagseftirliti sem brýnt er að fari af stað strax. Alþýðusambandið hefur staðið sig vel á verðlagsvaktinni síðustu ár. Sá hængur er á að framkvæmdastjóri sambandsins og helsti talsmaður þess er sjálfur í framboði og hann getur ekki gegnt báðum hlutverkum sam- tímis og fyrir það geldur Alþýðusambandið næstu vikur og næstu mánuði nái framkvæmdastjórinn árangri í prófkjöri. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að Alþýðusambandið hyggist bregðast við skertum trúverð- ugleika. Þetta er alvont þar sem Alþýðusambandið er nauðsynlegur þátt- takandi í eftirliti komandi vikna og mánaða. Neytendasamtökin eru annað hvort lífs eða liðin, ef þau eru lífs þá er máttur þeirra lítill og allt annar en var fyrir fáum árum. Það er þörf fyrir öflug samtök neytenda. Talsmaður neytenda er allt annað en frjáls félagsskapur fólks. Ef lítið líf er í Neytendasamtökunum þarf annað hvort að blása lífi í þau eða að neytendur, það er allur almenningur, finni sér annan farveg til að gæta hagsmuna sinna. Þörfin er mikil. Fjölmiðlarnir eru misvel undir það búnir að veita það aðhald sem þarf til að tryggja að upplýsingar um hvernig vöruverð breytist, þegar ríkið slakar á klónum, skili sér til fólks og það geti þá myndað sér skoðanir og tekið afstöðu til þess sem kann að gerast. Hver og einn verður að gera það sem hann getur, það munar svo sem um allt. Ríkisvaldið hlýtur að bera ábyrgð þó það sé ekki fyrsti kostur í vakt- skipan almennings. Þar skiptir hver og einn meira máli, það er hvert og eitt okkar. Við, neytendur, verðum að nota það besta sem Alþýðusam- bandið gerir og Neytendasamtökin og fjölmiðlar til að standa vaktina og gæta þess að ávinningur breytinganna verði okkar, ekki framleiðenda eða seljenda. Það er okkar að kalla eftir að verslunin og framleiðendur taki ekki til sín það sem er ekki þeirra. Það er þeirra og okkar að reka til baka fullyrðingar efasemdafólks um að ekki sé hægt að lækka, eða réttara sagt að leiðrétta matarverð á fslandi, vegna þess að hér komi vont fólk að, fólk sem tekur til sín það sem því ekki ber. Stöndum vaktina og sjáum til þess að hér verði enn betra að búa eftir x. mars. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavik Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins ITo p pvara'áfrá bæruveröi f Vörumerki sem framleidd eru afMichelin - þekktasta og virtasta dekkjaframleiöanda i heimi ZZBtZSBl BFCoadrich Ktebér Mikið úrval af heilsárs- og vetrardekkjum undir allar tegundir bifreiða ... þjónusta i fyrirrumi Gæðakaffl, nettengd tölva, tímarit og blöð ... fyrir þig á meðan *±mmÁ ian þú bíOur (Qj Dugguvogi 10 ^568 2020 Hjallahrauni 4 Hfj. ^565 2121 18 FÖSTUDAGUR 13.OKTÓBER 2006 bla6iö >l/í tíAKlfVjTSMvUK/ÞflTÍMi-Þ Tk ElVW EfCICt ÍVÆCrT Ofí VfíL urp AFTuK. TAmZTÉG UíKa þíTTA SVoVtl- Skattalækkanir í þágu heimilanna Þrátt fyrir allar þær umræður sem fram hafa farið um lækkun matarverðs í landinu á undan- förnum árum er eins og fjölmiðlar og stjórnmálamenn átti sig almennt ekki á því hversu róttækar tillögur ríkisstjórnin hefur lagt fram í þá átt. Um er að ræða fyrstu verulegu breytingarnar á virðisaukaskatt- inum í 14 ár. Skatthlutfallið í neðra þrepinu verður lækkað um helming og þeim flokkum vöru og þjónustu sem lenda í neðra þrepinu fjölgað til muna. Samhliða verða vörugjöld á mörgum tegundum afnumin, auk breytinga á tollum og fleiri þáttum sem einnig munu stuðla að lækkun verðs á matvælum. Samanlagt er gert ráð fyrir að þessar breytingar geti lækkað matarverðið í landinu um allt að 16 prósent. Enn fremur verður um að ræða samræmingu og einföldun í skattlagningu á þessu sviði. Einhvern timann hefði þetta þótt saga til næsta bæjar. Æði oft hafa þingmenn stjórnarandstöð- unnar rokið upp í ræðustól við upp- haf þingfundar eða gert háværar kröfur um utandagskrárumræður af minna tilefni, en ekki nú. Hvað skyldi valda því? Meiri skattalækkun en lofað var Fyrir okkur sjálfstæðismenn er þetta auðvitað afar jákvæð niður- staða. Við lögðum mikla áherslu á það fyrir síðustu kosningar að á kjörtímabilinu myndum við lækka neðra þrep virðisaukaskattsins úr 14% í 7%. 1 stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar var þessi stefna ekki jafn skýr, enda höfðu stjórnarflokk- arnir mismunandi hugmyndir um útfærsluna. Báðir gátu hins vegar skrifað upp á fyrirheit um að breyta virðisaukaskattinum almenningi til hagsbóta. Nú liggur niðurstaðan fyrir og í henni felst talsvert meiri lækkun þessara skatta en Sjálfstæð- isflokkurinn lofaði i kosningabar- áttunni. Það eru bæði söguleg og ánægjuleg tíðindi. Undir það taka reyndar ýmsir talsmenn stjórnar- andstöðunnar en reyna um leið að beina athyglinni að einhverju öðru. Þeir vilja skipta um umræðuefni, enda hlýtur þeim að finnast mál- staður ríkisstjórnarinnar í þessum efnum óþægilega góður. Valkostur Samfylkingarinnar Annars er alltaf dálítið merki- legt að heyra samfylkingarmenn tala um lækkun matarskatts og matvælaverðs eins og þeir eigi einkarétt á því máli. Ég rifjaði upp á þessum vettvangi fyrir skömmu að fyrir kosningarnar 2003 settu þeir ekki fram skýra stefnu í þessu máli fyrr en við sjálfstæðismenn vorum búnir að samþykkja á lands- fundi að neðra þrepið skyldi lækka úr 14% í 7%. Á þessu kjörtímabili hafa þingmenn þeirra vissulega borið fram frumvörp í þessa veru á hverju einasta hausti, jafnan með þeim formerkjum að það væri sú skattalækkun sem þeir byðu upp á sem valkost við þær skattalækk- anir sem við í ríkisstjórnarflokk- unum vorum að berjast fyrir hverju sinni. Þegar við stigum fyrsta skrefið við lækkun tekjuskattsins steig Samfylkingin fram og sagðist frekar vilja lækka matarskattinn - það kostaði um það bil jafn mikið. Þegar við tókum annað skrefið var málflutningurinn sá sami. Og þegar Samfylkingin kynnti tillögur um þessa lækkun í síðasta mánuði kom formaður flokksins í þriðja sinn og sagði að þær ættu að koma í stað fyrirhugaðrar tekjuskattslækk- unar um næstu áramót. Af hálfu ríkisstjórnarflokkanna er hins vegar ekki boðið upp á lækkun skatta á matvæli sem val- kost við lækkun annarra skatta. Þær koma til viðbótar - heimil- unum í landinu til hagsbóta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Klippt & skorið Enn mun vera von á fleiri frambjóð- endum í prófkjör Samfylkingarinnar, sem fram fer sjálfan vopna- hlésdaginn 11. nóvember. Klippari frétti það úr innsta hring, að Glúmur Baldvinsson væri kominn á fremsta hlunn með að gefa kost á sér og að hann myndi þá sækjast eftir 4.-6. sæti. Það hlýtur að sefa áhyggjur margra gamalla alþýðuflokksmanna, sem hafa lýst áhyggjum af því að Samfylkingin sé orðin of vinstrisinnuð fyrir góða eðalkrata. Á hinn bóginn segja innmúraðir og innvígðir að um leið sé öll nótt úti um að karl faðir hans, Jón Baldvin Hannibalsson, láti til leiðast í framboð á nýjan leik. Jón Baldvin þarf heldur ekkert framboðtil þess að baða sig í sviðsljós- inu, eins og síðustu dagar sanna. Hitt er svo annað mál hvað er hæft í þessu öllu. Þannig hafa margir spurt hver þessi dularfulli tæknimaður var, sem greint gat með vissu að sími Jóns Baldvins í utanríkisráðuneytinu væri hleraður. En liggur það ekki í augum uppi? Hvaða tæknimann hafði Jón Baldvin á sínum snærum, sem allt vissi og kunni? Nú, auðvitað sjálfan Kidda rót, sem í raun heitir Kristinn T. Haralds- son og rekur nú hið frábæra Café Kiddi Rót í Hveragerði, sem sjálfsagt er aðeins yfirvarp fyrir Gagnnjósnadeild Þjóðaröryggisstofu Samfylkingarinnar. Ofurbloggarinn Össur Skarphéðinsson gerir á hinn bóginn að umræðuefni að í grein Þórs Whiteheads i Þjóðmálum hafi komið fram að jafnvel eftir lok kalda stríðsins hafi íslenskir öryggisþjónustumenn í samvinnu við þýska kollega gert úttekt á því hvort (slendingar, sem numið höfðu aust- antjalds, hefðu gerst erindrekar Stasi. Telur hann Ijóst að þar hafi verið grennslast fyrir um Svavar Gestsson, sem ekki er slæm tilgáta. En tilefnið gæti hins vegar verið annað, sumsé tilraun til þess að hreinsa nafn Svavars. Hann var skipaður sendiherra árið 1999 og átti að halda til Kanada. Þarlend stjórnvöld neituðu af einhverjum ástæðum að veita honum við- urkenningu og á endanum var hann gerður að aðalræðismanni á sendiherralaunum, en án viðurkenningar gistiríkisins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.