blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006
blaðiö
Gætum varúðar á veiðum
Skotvopn á ekki aö hlaða fyrr en veiðimaður er tilbúinn að skjóta.
Byssur eiga að vera óhlaðnar þegar veiðimenn fara inn i bil eða
ganga langa leið, ekki síst ef hálka er á jörð eða skilyrði slæm.
veiði
veidi@bladid.net
Undraheimur
urriðans
Jóhannes Sturlaugsson, líffræð-
ingur hjá Laxfiskum, hefur stundað
rannsóícnir á urriðanum í Þingvalla-
vatni undanfarin ár og mun hann
greina frá niðurstöðum þeirra og
sýna lifandi risaurriða á laugardag-
inn klukkan 13 og aftur klukkan 15.
Safnast verður saman við Flosagjá og
gengið þaðan að Öxará og síðan að
fræðslumiðstöðinni við Hakið. Dag-
skráin tekur tæpa tvo tíma en fólk
þarf ekki að vera allan tímann frekar
en það vill að sögn Jóhannesar.
„ Annars vegar mun ég lýsa lífi urrið-
ans í Þingvallavatni í almennum
dráttum og hrygningu hans í Öxará.
Hins vegar tek ég sértæk dæmi um
niðurstöður rannsókna minna síð-
astliðin ár. Þær eru mikið til byggð-
ar á rafeindafiskmerkjum þar sem
er fylgst með því hvernig fiskurinn
dreifir sér um vatnið á mismunandi
tímum árs og hvernig hann kemur
inn til hrygningar og svo framvegis.“
Jóhannes segir mikilvægt að fá
þessa innsýn í atferli urriðans sem
hægt verði að byggja á í framtíð-
inni ef þörf krefur. Hann tekur sem
dæmi umræðuna um hvort menn
séu að veiða meira en góðu hófi
gegni af stórum urriða í Þingvalla-
vatni.
„Þá myndi kannski einhver segja að
það væri nóg af urriða til að hrygna
og þetta skipti engu máli. Einhvern
tima hefði maður getað tekið undir
það en núna þegar maður er búinn
að vera að skrölta þarna í nokkur
ár sér maður að samsetningin er
þannig að það er kannski mjög stór
hluti af hrygningarstofninum fiskar
sem eru búnir að hrygna í mörg ár.
Ef maður tekur fisk úr hrygningar-
stofni laxins hefur það engin teljandi
áhrif á hrygningarstofninn árið eftir
en þarna hefur það umtalsverð áhrif
því að þess sér stað í mörg ár á eftir,“
segir Jóhannes.
Þingvallaurriði Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur leiðir fólk iallan sannleik-
ann um Þingvallaurriðann á laugardaginn klukkan 13 og aftur klukkan 15.
Benelli
5 ara ðbyrgd a óllum nyjum byssum
12-ga. 3 1/2“
Hólmaslód 1 • 101 Raykjavik ■ Simi 562-0095/898-4047 • www.vaidihusid.is
CO
Sigurður Sigurjónsson
leikari er gamalreyndur
stangveiðimaður og hef-
ur stundað veiðar frá því
hann var ungur.
„Þetta heltók mig um tvítugsaldur-
inn þegar ég eignaðist sjálfur bíl og
komst allra minna ferða. Ég er því
búinn að vera að brasa í þessu meira
og minna í þrjátíu ár með smáhlé-
um,“ segir Sigurður og bætir við að
hann hafi aldrei verið fisklaus
heilt sumar. J|
Sigurður á sína uppá-
haldsveiðistaði eins og
aðrir veiðimenn og nefn-
ir meðal annars Hörðu-
dalsá sem hann hefur
verið með á leigu í
umáratug. /14
Afmælisgjöf
íVíðidalsá
„Uppáhaldsstað-
urinn hlýtur samt
að vera Dalsárós í
Víðidalsá þar sem ég
veiddi minn stærsta
fisk. Ég var þar fyr-
ir nokkrum árum á
afmælisdaginn minn 6.
júlí. Veiðifélagi minn sagði
að ég yrði að kasta fyrstur
sem ég og gerði klukkan fimm
mínútur yfir sjö og það var eins
og við manninn mælt. Afmælisfisk-
urinn tók á í fyrsta kasti. Þetta var
20 punda fiskur og ég átti f mikilli
og skemmtilegri baráttu við hann
í einn og hálfan tíma en upp á vegg
fór hann blessaður. Þetta var afskap-
lega skemmtileg tilviljun og ég þurfti
ekki að veiða neitt meira þann dag-
inn vegna þess að ég var búinn að
fá afmælisgjöfina mína. Ég hef oft
verið við veiðar á afmælisdaginn en
ekki náð þessum árangri aftur," segir
Sigurður og bætir við að í hvert sinn
sem hann keyri fram hjá Víðidalsá
hugsi hann til þessa atviks og þá rifj-
ist upp ljúfar minningar.
Þarf einhverja gulrót
Þrátt fyrir að eiga sína uppáhalds-
staði gerir Sigurður mikið af því að
ferðast um landið og prófa nýja veiði-
staði.
„Það eru alveg ótrúlega margir
veiðistaðir sem ég hef reynt. Ég hef
farið mjög víða um land og ég þarf
oft að hafa einhverja gulrót til að fara
af stað og þá er voðalega gott að vera
V i ■ "
Höfn k
hettupeysa S-XXL
Litur: Grár, blár, rauöur ,
4.200 kr.
0)
NORÐUR
búinn að panta í einhverri sprænu
á Vesturlandi eða Austurlandi til að
gera sér erindi þangað. Það tekur
mann kannski viku að komast þang-
að en það er erindið og það sætta sig
allir við það í fjölskyldunni,“ segir
Sigurður.
Fjölskylda Sigurðar hefur tekið
þátt í veiðiskapnum með honum og
segir hann að það gefi sportinu mik-
ið gildi.
„Börnin mín hafa alist upp með mér
í þessu sem er afskaplega skemmti-
legt. Börnin mín eru öll mjög sleipir
veiðimenn og miklu betri en ég. Þetta
er afskaplega fjölskylduvænt sport
og það er ekkert kynslóðabil í því og
hvorki spurt um aldur né stöðu.“
Náttúran í nýju Ijósi
Félagsskapurinn og útiveran er
það sem Sigurður fær öðru fremur
út út veiðunum og hann segir að eft-
ir því sem árin líða hafi hann áttað
sig á því að það sé ekki magnið sem
skipti máli heldur að vera úti í nátt-
úrunni.
„Það sem veiðin gefur manni
og maður áttar sig kannski
ekki á fyrr en maður er
farinn að stunda hana
er að maður upplifir
ýmislegt í náttúr-
unni sem maður
upplifir bara vegna
þess að maður er
til þess að gera
lengi á sama stað.
Ef maður stend-
ur við eina á í tíu
tíma meira og
minna þá sér mað-
ur fyrr en síðar eitt-
hvað sem maður
myndi ekki gera ann-
ars, hvort sem það er
minkur sem skýst eftir
bakkanum eða tófa eða
eitthvað í fuglalífinu. Þetta
myndi maður ekki upplifa ef
maður kæmi á hraðferð og myndi
skjótast út í hálftíma heldur þarf
maður að vera og anda með landinu
svo maður gerist nú háfleygur,“ segir
Sigurður.
Sigurður segist lítið hafa veitt und-
anfarin ár enda hafi hann þurft að
sinna öðrum áhugamálum. Hann fór
þó í nokkra túra í sumar meðal ann-
ars í Gufudalsvatn og Eystri-Rangá.
„Ég kom í fyrsta sinn í Veiðivötn í
sumar og það var bara ást við fyrstu
sýn. Við sáum reyndar mest af
bleikju til að byrja með en í Hrauns-
vötnunum sá ég einhverja stærstu
urriða sem ég hef séð á ævi minni
svamla um og stökkva. Ég náði nú
ekki í þá en það jafnaðist allt að því á
við að veiða þá að sjá þá synda,“ segir
hann.