blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 42

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 blaöið The Stooges taka upp Iggy Pop og félagar í The Stooges eru byrjaðir að taka upp nýja plötu ásamt upptökustjóranum Steve Albini. 33 ár eru liðin frá síðustu breiðskífu sveit- arinnar, en Raw Power kom út árið 1973. „Ástríðan og vandamálin eru enn til staðar," sagði Iggy Pop um samstarf sitt við gítarleikarann Ron Asheton. „Ég er ennþá sá athyglissjúki, alveg eins og í gamla daga.“ „Eg held aö ég yröi betri forseti en George - W. Bush. Mann og Dick Cheney hafa oftar farið í fangelsi en ég og ég notaði her- óín, hvaö segir þaö þér?“ Dave Mustaine Kanadíska hljóm- sveitin Wolf Para- de er ein magnað- asta sveit Iceland Airwaves-hátíðar- innar í ár. Sveitin gaf út sína fyrstu breiðskífu, Apologies to Queen Mary, í fyrra. Platan sló í gegn hjá gagnrýnendum og tónlistargrúsk- urum og rataði inn á ófáa lista yfir bestu plötur ársins 2005. Blaðið hafði uppi á w, söngvara og gítarleikara sveitarinnar, og ræddi við hann um tónlist, ást sveitarinn- ar á áfengi og Island. „Við höfum nýlokið við að setja upp okkar eigið hljóðver í Montréal í Kanada og erum að fara að hefja upptökur á nýrri plötu,“ segir Dan aðspurður um hvað hljómsveitin Wolf Parade sé að gera þessa dag- ana. Sveitin hyggst sjálf stjórna upptökum á næstu plötu en það var enginn annar en Isaac Brock, forsp- rakki Modest Mouse, sem stjórnaði upptökum síðast. „Við skemmtum okkur vel við upptökur á síðustu plötu en í þetta skiptið viljum við mun frekar gera þetta sjálfir,“ út- skýrir Dan. Voruð þið ekki ánægðir með út- komuna síðast? „Jú, við vorum ánægðir, en í þetta skipti finnst okkur við geta gert bet- ur.“ Dan segir upptökur hefjast í nóv- ember, fljótlega eftir að þeir koma heim frá Islandi. Platan verður, eins og sú síðasta, gefin út af hinni forn- frægu Sub Pop-útgáfu. Finnst gaman að drekka Aðspurður hvort Wolf Parade fari alla leið í líferninu sem kennt er við rokk og ról segist Dan vera á báðum áttum með það. „Okkur finnst gaman að drekka.“ segir Dan og hlær. „Mér finnst það allavega gott.“ Ég gauka að honum að Island sé þekkt fyrir að taka vel á móti fólki sem finnst sopinn góð- ur. Hann kveðst hafa heyrt af því og segist hlakka mikið til íslandsferð- arinnar. „Ég ætla að vera á Islandi í viku eftir að hátíðinni lýkur, mig hefur alltaf langað til að heimsækja landið.“ Hvað cetlarðu að skoða á íslandi? „Ég veit það ekki. Ég ætla að reyna Iceland Airwaves-hátíðin hefst næstkomandi miðvikudag með pomp og prakt á öllum helstu tón- leikastöðum borgarinnar. Tímaritið Grapevine sá um útgáfu dagblaðs til- einkaða hátíðinni í fyrra í samstarfi við Hr. Örlyg og Icelandair og verð- ur leikurinn endurtekinn í ár. „Þetta gekk rosalega vel í fyrra,“ segir JÓn Trausti, Jóndi, hjá Grap- vine. „Það var náttúrlega brjálað að gera í þessu, en 50 manns komu að útgáfunni þegar mest var.“ Jóndi segir stefnuna vera að fjalla um alla atburði hátíðarinnar. Reyndir blaðamenn frá heims- þekktum tímaritum á borð við Rolling Stone, New York Magazine, NME og The Onion munu leggja úg- áfunni lið með skrifum sínum en Jóndi segir tiltölulega auðvelt að fá blaðamennina til starfa. „Það er allt- af lúmskur áhugi fyrir íslandi. Við hringjum bara í þá og bjóðum þeim til íslands í skiptum fyrir að skrifa í Grapevine um hátíðina.“ Airwaves-útgáfa Grapevine kemur út helstu daga hátið- arinnar, föstudag, laugardag og sunnudag. 1 bland við tón- leikaumfjallanir verða fróð- legar greinar og viðtöl við hljómsveitirnar sem fram koma. „Þetta er gjörningur með mikinn metnað. En þetta kemur sér vel fyrir tón- leikagesti og ekki síst hljóm- sveitirnar," segir Jóndi að lokum. Gjörningur með mikinn metnað Hliómsveitin Wolf Parade kemur fram á Airwaves drekka bjór að sjá allt ísland á einni viku, ég og kærastan mín ætlum að leigja okk- ur jeppa og vonandi keyra hringinn. Við ætlum þó ekki yfir hálendið - ég las um daginn að það væri bara eyði- mörk og enginn byggi þar.“ Bjórverðið áhyggjuefni Ertu spenntur fyrir Iceland Air- waves? „Já, mjög svo. Ég hef reyndar verið svo upptekinn upp á síðkastið að ég hef ekki haft tíma til að fletta upp og hlusta á íslensku hljómsveitirnar eins og ég ætlaði að gera. Ég veit ekki alveg hvaða tónleika ég á að fara á. Ég veit reyndar að Einar Örn, gamli Sykurmolinn, er með hljómsveitina sína á hátíðinni. Ég ætla að sjá hann og fleiri íslenskar hljómsveitir.“ Dan ætlar ekki að eyða allri helginni á tónleikum og hyggst skoða Reykja- vík. „Ég heyrði að allt sé mjög dýrt í Reykjavík," segir Dan áhyggjufullur og spyr hvað bjórinn kosti. Ég segi SKILGREINING Á VALKVÍÐA: ICELAND AIRWAVES. YFIR 180 GIGG. Farðu á www.icelandair.is/airwaves, halaðu niður podcast og hlustaðu á leiðsögn þriggja tónlistarmanna um tónlistarhátíðina. Leyfðu Bóasi úr Reykjavíkl, Mr. Silla og Úlfi úr Apparat Organ Quartet að leiða þig um hátíðina. Þá verður valið kannski auðveldara. KVl £&f : Farðu á www.icelandair.is/airwaves fyrir auðveldara líf ■ , r lcelandair er aðal styrktaraðíli Airwavei tóhlistarhátíðarinnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.