blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞÉR? Er bókvitið þá í askana látið? Meira en það, í upplýsingaþjóðfélagi er vitið langstærsta auðlindin. Pétur Gimnarsson, ritliöfuntlur. .Ríkisstjórnin ætlar að lækka virðisaukaskatt á bókum úr fjórtán prósent- um í sjö. Pétur er formaður Rithöfundasambands íslands. HEYRST HEFUR... Spéfuglarnir á bókaforlaginu Bjarti gefa sér tíma til að slá á létta strengi þrátt fyrir annir i aðdraganda jólabóka- flóðsins. Að þessu sinni blanda þeir sér í umræðuna um kaup Eggerts Magnússonar á enska úrvalsdeildarlið- inu West Ham sem hefur verið milli tannanna á __| fólki undanfarna * ^ daga. Á vefsíðu forlagsins birtist frétt þar sem greint er frá þvi að Bjartur, sem sé meðlimur í Félagi íslenskra bókaútgefenda, sé að íhuga að kaupa knatt- spyrnuliðið góða og forsvars- menn fjárfestingardeildar þess hafi staðfest það. West Ham er sögufrægur alvöruklúbbur, með flottan framkvæmdastjóra, frá- bæra knattspyrnumenn, flotta umgjörð og frábæran stuðnings- mannahóp. Þetta er einfaldlega bara spennandi fyrir svona bókaforlag sem hefur gaman af fótbolta," segir í frétt forlagsins. ■ Helgin min Lilja Sveinsdóttir Ekkert má bregöa útaf svo Lilja nái að halda þéttskipaðri áætlun um helgina. BlaM/Frikki Með blindrastaf í Smáralind Lagið Kæri Jón með Snigla- bandinu er eitt vinsælasta lag á Islandi um þessar mundir og ómar ótt og títt á öldum ljós- vakans. Texti lagsins fjallar um sjónvarpsstöðina NFS og titill þess vísar til frægs bréfs sem forstöðumaður hennar Róbert Marshall skrifaði til Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og birtist í dagblöðum. Lagið var samið á hálftíma í Kastljós- jA þætti sjónvarpsins / á dögunum og hafa vinsældir þess því komið hljómsveit- J armeðlimum mjög * ® á óvart. Róbert Marshall hefur sjálfur lýst yfir ánægju sinni með lagið og undrar ekki miklar vinsældirþess. „Gathummað viðlagið með mér eftir að ég heyrði það fyrst og það er það sem virkar. Þetta er eins og lím á heilann. Og flottur texti. Hefði varla getað skrifað þetta betur!“ segir Róbert á bloggsíðu sinni. Lilja Sveinsdóttir hefur nóg að gera um helgina. Hún er einn af skipuleggj- endum Dags hvíta stafsins sem hald- inn verður hátíðlegur á sunnudaginn í Smáralind. Dagur hvíta stafsins er alþjóðlegur baráttudagur blindra og sjónskertra. „Við verðum í Smáralind frá klukkan eitt til þrjú. Þar gefst fólki kostur á að prófa að nota hvita staf- inn og við kynnum blindraletur og hægt verður að fá nafnið sitt vél- ritað á blindraletri svo eitthvað sé nefnt. Einnig munu nokkrar konur sýna handavinnuna sína. Við erum fjölhæf og við getum ýmislegt þó að sjónin sé að fara eða sé farin. Það sem er gaman við daginn er að í þetta sinn verða félagsmenn Blindrafélags- ins með okkur.” Aðgengismál og menntamál blindra og sjónskerta eru mál sem Lilja segir að verði að vekja meiri at- hygli á. „Aðgengismálin eru alltaf baráttu- mál ekki bara fyrir blinda og sjón- skerta heldur líka almennt fyrir alla með einhverskonar fötlun. Það er á mörgum stöðum pottur brotinn hvað aðgengi fyrir sjónskerta varðar, eins og til dæmis á gangbrautum sem eru tvískiptar. Annað sem fólk pælir ekki mikið í eru lyftur sem eru með snertiskjám en blindir og sjónskertir geta ekki notað slíka skjái og eiga því oft í erfiðleikum með að nota þá. Það er svo margt sem þarf að vekja at- hygli á,“ segir Lilja en hún heimsótti Christiansand í Noregi ekki alls fyrir löngu en sá bær hefur fengið verðlaun fyrir gott aðgengi fyrir sjónskerta og blinda og aðra með fötlun. „Til að mynda er hægt að ganga beint inn i allar búðir sem eru í miðbænum, þar eru engin þrep. Þar er hugsað fyrir því að fólk geti gengið um óáreitt.“ Lilja segir að það geti verið erfítt að ganga um Reykjavík þar sem fólk leggi oft bílum á gangstéttum og ástandið fari yfirleivtt versnandi á veturna þegar hálka og snjór er yfir öllu. „íslendingar vilja alítaf leggja sem næst. Þetta getur þýtt slys fyrir þann sem er blindur," segir Lilja. Menntamálin skipta einnig miklu máli í huga Lilju en hún segir að það séu einstaklingar sem ekki fá alla þá þjónustu sem þeir þurfa til mennt- unar af því að það vantar tæki eða hjálparmanneskjur í skólum. „Ég veit um krakka fyrir norðan sem eru sex og sjö ára og fá aðeins neyðarþjónustu en ekki fulla menntun vegna þess að aðstoðina vantar, þannig að okkur er mismunað. Ástandið í mennta- málunum er ekki nógu gott eftir að blindradeildin í Álftamýrarskól- anum var lögð niður. Það vantar þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta,“ segir Lilja. Á laugardaginn er Lilja að fara að flytja erindi á fundi um retinitis pigmentosa sem er sjúkdómur sem veldur hrörnun í augnbotnum. Lilja er sjálf með þennan sjúkdóm og á fundinum mun hún segja frá nýj- ustu rannsóknum á sjúkdómnum, tilraunum sem er verið að gera sem eiga að hægja á honum. „Sjúk- dómurinn veldur blindu í dag en kannski ekki á morgun,“ segir Lilja loa@bladid.net DYRARIKIÐ Grensásvegi s:5686668 - Skútuvogi 16 s:5680020 - Akureyri s:4612540 - www.dyrarikid.is Væri þér sama þó þú hefðir aðeins lægra? Á förnum vegi Hvernig heldur þú að ísland sé? Earl Hassan hermaður „Ég held að það sé frábær staður og það verður gaman að sjá fólkið." Waymon Hardamon „Ég hef verið hér áður. Frábært land.“ Salina Macrai „Ég held að það sé fallegt og hreint land. Ég hlakka sérstak- lega til að smakka vatnið." Eddie Wilkinson „Ég held að það sé frábært. Ég ætla að gera allt sem ég get á (slandi." Jeremy Siegrist „Ég held að það sé snilld."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.