blaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006
blaðið
matur
matur@bladid.net
Ekki veröa kalt
Hitastigið hefur áhrif á matarlyst og þeír
sem eru að reyna að borða minna ættu
þvi að halda á sér hita. Það er líklegra að
einstaklingur sé svangur sé honum kalt.
Fjölskyldur
borða fisk
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins er að leita að fólki til að taka
þátt í neytendakönnunum á
þorski. Kannanirnar verða gerðar
um miðjan október og standa
fram í nóvember. Um er að ræða
tvær kannanir, annars vegar
könnun sem fer fram 19. október
þar sem
óskað er
eftir fólki til
að koma í
Rannsókna-
stofnunina
og smakka Á
fisk. Hins vegar er könnun þar
sem fjölskylda fær fisk með
sér heim til matreiðslu alls sex
sinnum yfir sex vikna tímabil frá
17. októbertil 21. nóvember. [ fjöl-
skyldunni verða að minnsta kosti
tveir að vera 18 ára eða eldri.
Frekari upplýsingar eru veittar
í síma: 530 8665, 530 8666 og
530 8667.
Oddný Sturludóttir er alæta
Lífrænt og hollt Oddný
Sturludóttir: „Ég borða mjög
mikið af lífrænum eplum og
gulrótum og held það haldi
mér ævintýralega vel frá öllum j
pestum."
Kjúklingalæri
eru vanmetin
Sífellt fleiri kjósa að borða
kjúkling til að viðhalda hollustu í
fæðunni og flestir velja kjúklinga-
bringur. Kjúklingalæri eru mjög
vanmetinn hluti kjúklingsins þrátt
fyrir að vera oftar en ekki á góðu
verði. Það er
hægt að nota
kjúklingalærin
til alls kyns
eldamennsku
og þau henta
betur til mat-
argerðar en kjúklingabringur.
Til að mynda er tilvalið að nota
kjúklingalæri í alls kyns kássur
og rétti. Auk þess er gott að nota
kjúklingalæri í súpur og allt sem
krefst mikils suðutíma. Það er
tilvalið að skera kjötið í teninga
og setja í pítubrauð eða grilla þá
á grillinu. Svo má ekki gleyma
kjúklingaborgara en kjúklingalæri
ertilvalið í einn slíkan.
Oddný Sturludóttir vara-
borgarfulltrúi segist
ekki vera mjög skap-
andi í eldhúsinu þegar
Blaðið sló á þráðinn til
hennar.
„Ég verð að viðurkenna að ég er
mjögduglegaðfaraeftiruppskriftum.
Mér finnst ágætt að gera íslenskan
heimilismat og ég er dálítil súpukona.
Svo miðast matseðill heimilisins
náttúrlega við tvö lítil börn sem eru
sem betur fer alætur," segir Oddný
og hlær. „Ég er líka alæta og mér
finnst nauðsynlegt að borða allt í
bland. Ég held að það sé hollast. Ég er
ekki mjög upptekin af því að allt sé
lífrænt en ég fer oft og kaupi hfrænt.
Svo get ég alveg komið við í annarri
búð, keypt unnar kjötvörur og sam-
einað þetta í herramannsmat."
Matvælaverð sligar marga
Oddný segist finna mun á lífrænt
ræktuðu og öðrum vörum, sérstak-
legaávöxtum. „Égborða mjögmikið
af lífrænum eplum og gulrótum og
held það haldi mér ævintýralega vel
VelsiuHst og Skútan, Hóisttrauni 3 - HafnarfíríU - Simí5551810
frá öllum pestum. Það munar því al-
veg um það fyrir heilsuna en lífrænt
fæði er ofboðslega dýrt. Ég kaupi
nánast allt mitt í lágvöruverslunum
en versla spari í heilsubúðum," seg-
ir Oddný sem líst mjög vel á aukna
umræðu um lækkun matarverðs.
„Matvælaverð hefur alltaf verið hátt á
íslandi og ég finn sérstaklega fyrir því
núna, með fjóra í heimili og börn sem
borða eins og hestar. Matvælaverðið
er því að sliga mjög marga og ég er
óskaplega ánægð með að mitt
fólk í Samfylkingunni á Al-
þingi er að berjast fyrir
þessu enn eina ferðina.
Svo er að sjá hvort
ríkisstjórnin hafi
kjark til að breyta
þessu. Það er nú
svo að matur hef-
ur alltaf verið dýr
á íslandi en allt í
einu núna, árið
2006, eru stjórn-
völd að vakna upp
við vondan draum.
Ég finn ofboðs-
lega mikinn mun á
matarverði í ár frá
því í fyrra, það hækkar
stöðugt."
Lambið er maturá
heimsmælikvarða
Þrátt fyrir að vera mikill aðdá-
andi íslenskrar matseldar segist
Oddný ekki taka slátur. „Ég borða
samt slátur og krakkarnir mínir
eru vitlausir í það. Mér finnst slátrið
best heitt hjá ömmu, það er miklu
betra en það sem ég kaupi. Ég hef
tekið slátur og mér fmnst það eitt
það skemmtilegasta sem ég hef gert
en það er eitthvað sem ég geri ekki á
hverju ári. íslenska lambið er líka æð-
islegt og matur á heimsmælikvarða.
Svo er ég mjög hrifin af kjúklingi og
fiski. Án þess að ég hafi ákveðið það
sérstaklega þá hefur neysla mín á
rauðu kjöti minnkað og ég finn hvað
KJÚKLINGUR MEÐ MANGÓ
OG KOTASÆLUSVEIFLU
• kjúklingabringur
• kotasæla
• mangó-chutn'ey, best úr heilsubúðum,
frá „de Rit“
• hvitlaukur
• ferskt chili
það gerir mér gott að borða mikið
salat og léttan mat,“ segir Oddný og
lætur hér fylgja með ljúffenga kjúk-
lingauppskrift:
„Ég bjó þessa uppskrift til sjálf
og ég kaupi alltaf bringur með
skinni og beinum. Það er
miklu meiri karakter í
þeim og þær eru alla
vega tvisvar sinnum
ódýrari. Ég steiki
kjúklinginn aðeins
á pönnu til að húðin
verði stökk og brún.
Síðan gylli ég hvít-
lauk og ferskt chili
á pönnu, blanda
því saman við tæpa
stóra dós af kota-
sælu, sletti slatta
af mangó-chutney
með og hræri öllu
saman. Ég legg kjúk-
linginn í eldfast mót,
maka maukinu yfir og
allt um kring. Það er ekki
verra að skreyta með ferskum
basilíkublöðum, séu þau til stað-
ar. Rétturinn má vera í ofni í 45 mín-
útur og á meðan sýð ég hrísgrjón og
bý til salat úr spínatblöðum og tóm-
ötum. Það held ég nú og gjöriði svo
vel.“
svanhvit@bladid. net
Blómate fyrir auga og bragðlauka
Blómate er skrautlegt ásýndar og
er því bæði fyrir auga og bragðlauka.
Blómateið frá Numi er sérlega fallegt
því laufin eru handtínd af trjánum
og blómknappar, græn lauf og gull-
brydduð lauf svarta tesins eru hand-
saumuð í lítil knippi eða rósettur
með baðmullarþræði af listamönn-
um í hinum ýmsu fylkjum Kína.
Þegar teið er sett í heitt vatn þá
leysa þræðirnir blómið úr læðingi og
blómin taka á sig ólýsanlega fallegar
myndir. Tevökvinn tekur síðan í sig
allavega bragðtóna - allt frá sætum
til blíðra og frá því að vera vel fyllt til
að vera dásamlega djarft fyrir bragð-
laukana.
Systkinin Ahmed og Reem stofn-
uðu fyrirtækið Numi Tea árið 1999.
Fyrirtækið hefur vaxið gífurlega síð-
an þá og nýtur mikillar virðingar fyr-
ir að hafa kynnt til sögunnar ýmsar
nýjungar á bandarískan markað. Þar
á meðal handsaumaða blómateið.
Áður en systkinin tóku sig sam
an um að stofna fýrirtæki starf-
aði Ahmed sem ljósmyndari
og rak tvö tehús í Prag og
systir hans Reem, menntuð
sem lífefnaverkfræðingur, bjó
á Ítalíu þar sem hún reyndi
fyrir sér sem listmálari.
Blómateið frá Numi
fæst í Kaffitári og er einn-
ig borið á borð fyrir gesti
á Hótel Sögu.
AÐ BRUGGA BLÓMATE
1. Settu blómið í glæra tekönnu úr gleri.
2. Helltu heitu vatni yfir blómið og fylgstu
með því springa út. Leyfðu teinu að brugg-
ast í 2-3 mínútur áður en því er hellt í glös
eða bolla.
3. Geymdu blómið, því það er hægt að nota
í 2-3 skipti.